Sudden Weather Change Sjónvarpsviðtal

Við kíktum í æfingarhúsnæðið hjá reykvísku hljómsveitinni Sudden Weather Change, sem voru að æfa fyrir útgáfutónleika sem verða á Faktorý á morgun af tilefni útgáfu plötunnar Sculpture. Við spurðum hljómsveitinna út í muninn á fyrstu plötunni og þeirri nýjustu, æfarhúsnæðismál í Reykjavík og áhrifavalda. Einnig fengum við bandið til að taka lagið Blues af Sculpture.

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar hefjast klukkan tíu á morgun og munu Ghostigital og The Heavy Experience koma fram ásamt Sudden Weather Change. Miðaverð er 1500 kr og 3000 kr + plata.

Dream Central Station sjónvarpsviðtal

Við hittum þau Hallberg Daða Hallbergsson og Elsu Maríu Blöndal forsprakka hljómsveitarinnar Dream Central Station á heimili Hallbergs fyrir stuttu. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarína og Elsa María í Go-Go Darkness. Þau tóku órafmagnaða útgáfu af einu lagi og sögðu okkur m.a. frá  sögu sveitarinnar, Berlín og tónleikahaldi hér á landi.

Japandroids viðtal

Kanadíska hljómsveitin Japandroids spilar á tónleikum á Gamla Gauknum miðvikudaginn 22. ágúst. Hljómsveitina skipa þeir Brian King gítar/söngur og David Prowse trommur/söngur. Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu – Post Nothing  snemma árs 2009 og platan Celebration Rock fylgdi á eftir fyrr í sumar. Báðar hafa þær fengið einróma lof gagnrýnenda auk þess sem tónleikar sveitarinnar þykja einstök upplifun. Við hringdum í Brian og spurðum hann út í tónleikaferðalög, nýju plötuna og hverju íslendingar mega eiga von á tónleikum sveitarinnar hér á landi. Hlustið á það hér fyrir neðan:

Viðtal við Brian King:

      1. Japandroids viðtal

Hljómsveitin Sudden Weather Change mun hita upp fyrir Japandroids en þeir gáfu nýverið út sína aðra breiðskífu, Sculpture.  Það verður því boðið upp á tónleikaveislu á Gamla Gauknum þann 22. ágúst næstkomandi. Miðasala fer fram  hér: http://midi.is/tonleikar/1/7053/

Í næstu viku munum við gefa tvo miða á tónleikana í gegnum facebook síðu Straums, einföld spurning verður lögð fram og sá sem fyrstur er að svara henni mun vinna þessa tvo miða. Þar að auki verða tveir miðar gefnir í útvarpsþætti Straums á X-inu 977 næsta mánudagskvöld milli tíu og tólf. Fyrir neðan má svo sjá fyrsta myndbandið sem hljómsveitin sendir frá sér, er það við lagið House That Heaven Built og var gefið út í gær. Í myndbandinu er fylgst með hljómsveitinni  á tónleikaferðalagi í eina viku, þar sem þeir spila, fara í partí og gera alls kyns vitleysu.

Deerhoof með suðrænum áhrifum

San Francisco hljómsveitin Deerhoof sendi frá lagið The Trouble With Candyhands í gær. Lagið, sem er undir talsverðum suðrænum áhrifum, verður að finna á plötunni Breakup Song sem kemur út þann 4. september næstkomandi. Hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves árið 2007 og hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtal sem við áttum við hljómsveitarmeðliminn Greg Saunier frá þeim tíma, auk nýja lagsins The Trouble With Candyhands.

Viðtal 2007:

      1. Deerhoof

Innipúkinn 2012

      1. Innipúki 2

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tíu ára afmæli sínu – og fer fram í ellefta skipti í miðborg Reykjavíkur um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2012 teygir sig yfir þrjá daga og fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudgskvöld dagana 3. – 5. ágúst. Hátíðin fer í ár fram í hinu sögufræga húsnæði Iðnó. Hægt er að nálgast miða á hátíðina á midi.is. Verð fyrir alla dagana er 5500 kr en 3000 fyrir hvert kvöld. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á viðtal við þá Björn Kristjánsson (Borko) og Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) skipuleggendur og stofnendur hátíðarinnar.

Dagskrá Innipúkans 2012

Föstudagur:
21:00 – Dr. Gunni
22:00 – Kiriyama Family
23:00 – Borko
23:50 – Auxpan
00:10 – Jónas Sigurðsson
01:00 – Prins póló
02:00 – Mammút

Laugardagur:
21:00 – Just another snake cult
22:00 – Ásgeir Trausti
23:00 – Lay Low
23:50 – Gísli Einarsson
00:10 – Moses Hightower
01:00 – Þú og ég
02:00 – Tilbury

Sunnudagur:
21:00 – Gang Related
22:00 – Sudden Weather Change
23:00 – Muck
23:50 – Shivering Man
00:10 – Ojba Rasta
01:00 – Úlfur Úlfur
02:00 – Oculus

Tónlistarsenan í Montreal

Greg Bouchard frá hinu virta tónlistar- og menningar bloggi www.midnightpoutine.ca, frá Montreal var gestur Straums í byrjun þessa mánaðar. Greg fræddi okkur um tónlistarsenuna í Montreal sem er blómleg um þessar mundir og bar hana saman við þá íslensku. Greg kom einnig til okkar í fyrrasumar og sagði okkur frá því hvernig senan hefur þróast á milli ára. Það sem bar hæðst þetta árið eru auknar vinsældir tónlistarkonunnar Grimes. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið í ár og viðtalið frá því í fyrra, auk laga sem Greg mælti með frá tónlistarmönnum frá Montreal.

      1. Montreal 2012

      2. Montreal 2012

      3. Montreal 2011
      4. Montreal 2011
      5. Foliage - Marble Lion mp3
      6. Foliage - Marble Lion mp3
      7. Les Peuples - Organ Mood mp3
      8. Les Peuples - Organ Mood mp3

Best Fwends gefa út lag

Texas bandið Best Fwends gáfu út nýtt lag – The Man Who Can á Soundcloud í dag. Sveitin spilaði á Iceland Airwaves 2007  en ekki hefur mikið farið fyrir henni síðan þá. Hægt er að hlusta á lagið fyrir neðan og viðtal sem við tókum við Best Fwends árið 2007.

Viðtal í Straumi árið 2007:

      1. Best Fwends viðtal 2007