Tónleikahelgin 26.-27. júní

Föstudagur 26. júní

 

Oyama og Sushi Submarin spila á Bar 11 í tilefni tólf ára afmælis ellefunnar. Leikar hefjast 22:30 og alls konar tilboð verða í gangi á bjórum og skotum. Ókeypis inn.

 

Shogun og Ottoman spila á Dillon. Frítt inn og byrjar 23:00.

 

East of my Youth halda fjáröflunarpartý og tónleika á Loft Hostel frá 18:00 til 20:00. Aðgangseyrir er enginn.

 

Laugardagur 27. júní

 

Skóglápssveitin Oyama spilar á Loft Hostel klukkan 21:00. Ókeypis inn.

 

Það verður reggíkvöld á Bravó og plötusnúðar RVK Soundsystem leika fyrir dansi. Að sjálfsögðu ókeypis inn.

 

Alchemia og Ottoman spila á Bar 11 á afmælistónleikum barsins. Hefst 22:30 og alveg ókeypis inn.

 

Melrakkar spila slagara eftir Metalica og fleiri metalperlur á Gauk á Stöng. Aðgangseyrir er 3000 krónur og húsið opnar 21:00.

Straumur 22. júní 2015

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Chet Faker, Totally Mild,  Keys N Krates, Ducktails, Widowspeak, Sun Kill Moon og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld milli ellefu og tólf á X-inu 977.

Straumur 22. júní 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Know Me From – Stormzy
2) Bend – Chet Faker
3) Save Me (ft. Katy B) – Keys N Krates
4) Can’t You See – Skylar Spence
5) L’Esprit de I’Escalier – Domenique Dumont
6) St. Catherine – Ducktails
7) Krumme Lanke – Ducktails
8) When Im tired – Totally Mild
9) Move On – Totally Mild
10) Girls – Widowspeak
11) This Is My First Day And I’m Indian And I Work At A Gas Station – Sun Kil Moon
12) Kicks – FKA Twigs

Tónlistarmarkaður – Bernhöfts Bazaars

Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur fjölþema útimarkaður sem haldinn verður á laugardögum frá 20 júní – 25 júlí á Bernhöftstorfu, horni Bankastrætis og Lækjargötu. Fyrsti markaður sumarsins snýr að tónlist og fer hann fram laugardaginn 20 júní frá klukkan kl 13 – 18.

Tónlistarunnendur, útgáfufyrirtæki og listamenn munu bjóða uppá breitt safn af tónlistartengdum varningi, nýútgefnu efni, vínylplötum, geisladiskum og kassettum fyrir alla aldurshópa. Veitingarstaðurinn Torfan verður á svæðinu og selur svalandi veitingar fyrir fjölskylduna, DJ Óli Dóri þeytir skífum og tónlistarfólk spilar.

https://www.facebook.com/events/578058362331947/

Tónleikahelgin 11.-13. júní

Fimmtudagur 11. júní

 

Sóley fagnar útkomu plötunnar Ask the Deep með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Húsið opnar 20:00, tónleikarnir hefjast halftime síðar og aðgangseyrir er 2500 krónur.

 

Magnús Tryggvason Elíassen leiðir hóp slagverksleikara í spunastund í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og byrjar 21:00.

 

Stærðfræði harðkjarnasveitin In The Company Of Men spilar á Dillon. Ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Föstudagur 12. Júní

 

Það verður garðpartý á Hverfisgötu 88. Ojba Rasta og Sturla Atlas koma fram.

 

TV Smith sem var í bresku pönksveitinn Adverts spilar á Dillon og Caterpillarmen hita upp. Ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Hollenska proggsveitin Focus leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 8900 krónur.

 

Jo Berger Myhri og Óbó spila í Mengi. Byrja 21:00 og kostar 2000 inn.

 

Laugardagur 13. júní

 

Straumur stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni Finding Fela í Bíó Paradís klukkan 20:00. Myndin fjallar um lífshlaup afróbít frumkvöðulsins Fela Kuti en að sýningu lokinni mun hljómsveitin Bangoura Band leika afróbít fyrir dansi.

 

Snorri Ásmundsson verður með tónleika/gjörningakvöld í Mengi. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir 2000.

 

Reggísveitin Barr spilar á Dillon, byrjar 22:00 og ókeypis inn.

 

Breiðholtfestival fer fram í breiðholti yfir daginn frá 13:00-22:00. Það má finna allt um það hér.

Finding Fela

Straumur í samstarfi við Bíó Paradís sýnir heimildamyndina Finding Fela laugardaginn 13. júní klukkan 20:00 í Bíó Paradís.

Myndin fjallar um líf Fela Kuti , tónlistina hans og mikilvægi hans í félagslegu og pólitísku samhengi. Hann var upphafsmaður tónlistarhreyfingarinnar Afróbeat, þar sem hann vildi nýta tónlist sem pólitískt vopn gegn Nígerískum stjórnvöldum áttunda og níunda áratugarins. Fela Kuti var áhrifavaldur að lýðræðisbreytingum í Nígeríu ásamt því að breiða boðskapinn í alþjóðlegu samhengi, en hann á vel við í nútímanum þar sem fjöldi manns berst enn fyrir frelsinu. Kvikmyndinni er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Alex Gibney.

Fending Fela er önnur í röð sýninga tengdri tónlist sem Straumur og Bíó Paradís munu standa fyrir einu sinni mánuði. Miðaverð er 1400 kr og hin stórbrotna afrobeat sveit The Bangoura Band mun spila eftir myndina.

Hér má lesa grein sem birtist á þessari síðu um Fela Kuti.

Tónleikahelgin 27.-31. maí

Miðvikudagur 27. maí

 

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur Ágústson fagnar útgáfu sinnar fjórðu plötu, Notes From The Underground, á Húrra. Með honum kemur fram einvalalið hljóðfæraleikara úr hljómsveitum eins og Grísalappalísu, Muck, Oyama og Útidúr. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Múm mun koma fram sem dúett Örvars Smárasonar og Gunnars Tynes og leika raftóna af fingrum fram við þýsku kvikmyndina Menschen am Sonntag frá 1930. Sýningin hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Fimmtudagur 28. maí

 

MIRI, Loji og hljómsveitin Eva koma blása til tónleikahalds á Húrra. Þetta verða fyrstu tónleikar MIRI síðan 2012 en tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Rokkbandið Pink Street Boys kemur fram á Dillon. Aðgangur er ókeypis og drengirnir byrja um 10 leitið.

 

Danski bassaleikarinn, Richard Andersson, hefur búið í Reykjavík í tæp tvö ár og unnið með fjölda tónlistarmanna úr djassheiminum en hyggur nú á brottför. Til að kveðja íslendinga kemur hann einn fram á tónleikum í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 29. maí

 

Diskóbullurnar í Boogie Trouble efna til dansleiks á Húrra. Það er ókeypis inn og ballið byrjar 22:00.

 

Laugardagur 30. Maí

 

Tónskáldið, píanóleikarinn og hljóðinnsetningarlistamaðurinn Maya Dunietz flytur verkið Boom fyrir píanó, rödd, vídeó og rafhljóðfæri. Miðaverð er 3000 krónur og flutningurinn hefst 21:00.

Beach House og Battles á Airwaves

24 nýjar hljómsveitir voru kynntar til leiks á Airwaves hátíðina í ár og þar ber hæst bandaríska draumapoppbandið Beach House, háværu stærðfræðirokkarana í Battles og Sophie og QT sem eru fánaberar hinnar svokölluðu PC-Music stefnu. Hér fyrir neðan má sjá allar hljómsveitir sem var bætt við dagskrána.

QT
SOPHIE
Skepta
Sleaford Mods
Mirel Wagner
Tanya Tagaq
William Tyler
Kero Kero Bonito
Future Brown
Meilyr Jones
Felicita

Brim
Low Roar
Árstíðir
Gísli Pálmi
Futuregrapher
Rythmatik
Axel Flovent
Mysþirmyng
Mani Orrason
Dikta
Vio

Síðustu listamennirnir tilkynntir á ATP

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefur nú tilkynnt síðustu nöfn listamanna sem munu koma fram á hátíðinni í ár, 2. – 4. júlí.

Val listamannanna að þessu sinni er í höndum Bedroom Community útgáfunnar annarsvegar og Rásar 2 hinsvegar. Báðir aðilar hafa valið þrjá listamenn til að koma fram á Andrew’s Theatre sviðinu, en auk þeirra munu tveir listamenn til viðbótar hafa möguleika á að troða upp á hátíðinni í ár í gegnum sérstaka keppni á vegum ATP (sjá að neðan).

Listamennirnir eru sem hér segir:

Bedroom Community í Andrews Theatre – föstudagur, 3. júlí:
Valgeir Sigurðsson ásamt Liam Byrne
Daníel Bjarnason
JFDR
Vinningshafi – upprennandi listamaður/hljómsveit

Rás 2 í Andrews Theatre – laugardagur, 4 .júlí:
Pink Street Boys
Rythmatik
Börn
Vinningshafi – upprennandi listamaður/hljómsveit

Með þessari nýju viðbót er heildarlisti yfir þá listamenn sem koma fram sem hér segir:
Iggy Pop, Drive Like Jehu, Belle and Sebastian, Public Enemy, Swans, Godspeed You! Black Emperor, Run The Jewels, Mudhoney, Loop, Lightning Bolt, Bardo Pond, Kiasmos, HAM, Ghostigital, Ought, Clipping, The Bug, Younghusband, Xylouris White, Deafheaven, Iceage, Chelsea Wolfe, The Field, White Hills, Ghostigital, Oyama, Vision Fortune, Grísalappalísa, Valdimar, Stafrænn Hákon, Mr Silla, Kippi Kaninus, Tall Firs, Grimm Grimm, Ben Frost + Valgeir Sigurðsson, Daníel Bjarnason, Jófríður (sóló), Pink Street Boys, Rythmatik og Börn.

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir ungra & upprennandi listamanna, en þeir sem sækja um eiga möguleika á því að koma fram á hátíðinni í ár. Valið er í höndum Bedroom Community og Rásar 2 sem velja eitt atriði hvort fyrir sín kvöld í Andrews Theatre. Jafnframt verða tveir listamenn til viðbótar valdir sem 3. og 4. sæti og hljóta að launum hátíðarpassa á ATP á Íslandi.
Hægt er að sækja um hér fram til 26. maí en einnig er frekari upplýsingar þar að finna.

Bráðlega verður svo tilkynnt um hverjir munu koma til með að velja kvikmyndadagskrá hátíðarinnar í ár og hvaða veitingar verða í boði á hátíðarsvæðinu.

Straumur 18. maí 2015

Í Straumi í kvöld nýjar plötur og efni frá tónlistarmönnum og hljómsveitum á borð við Roisin Murphy, Shamir, Hot Chip, HANA og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00 í kvöld.

Straumur 18. maí 2015 by Straumur on Mixcloud

1) The Way You’d Love Her – Mac Demarco
2) Make A Scene – Shamir
3) Demon – Shamir
4) Evil Eyes – Róisín Murphy
5) Explotation – Róisín Murphy
6) Let You Go (The Golden Pony remix) – The Chainsmokers
7) Fields I Forgot (Tonik remix) – My Brother Is Pale
8) White Wine and Fried Chicken – Hot Chip
9) Easy To Get – Hot Chip
10) Haunt A light – Seoul
11) Clay – HANA
12) Two Thousand Miles – Tanlines
13) If You Stay – Tanlines
14) Petrol Station – Sorcha Richardson