Útgáfutónleikar Ultraorthodox

FALK hópurinn stendur fyrir útgáfutónleikum raftónlistarmannsins Ultraorthodox á Húrra í kvöld. Það er hliðarsjálf Arnars Más Ólafssonar sem áður plokkaði bassa í þungarokkssveitunum I Adapt, Gavin Portland og Celestine en nú hefur hann skipt út bassanum fyrir tölvuforrit og vélbúnað.

 

Frumraun hans í raftónlistinni, hljóðsnældan Vital Organs, er gefin út af FALK hópnum og inniheldur óm af hörðum málmtöktum, lágtíðni bassa og myrkum hljóðgerflum. Hljóðheimurinn er kaldur, vélrænn og drungalegur og minnir um margt á goðsagnakenndu Warp sveitina Autechre í byrjun tíunda áratugsins.

 

Á útgáfutónleikunum mun LV PIER hita upp salinn með biksvörtum trap töktum og ómstríðni, en FALKlimurinn KRAKKKBOT mun opna kvöldið og setja tóninn fyrir tónleikana. Rafsvallið verður eins og áður sagði á Húrra og hefst 21:00 en aðgangseyrir er 1000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *