Straumur 25. janúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýja tónlist með listamönnum á borð við Tourist, The Range, Vaginaboys, Eleanor Friedberger, Ty Segall og fleirum. Straumur með Óla Dóra milli 23:00 og 0:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 25. janúar 2016 by Straumur on Mixcloud

1) I Dig You – Beat Happening
2) Monkey Trail Treehouse – Sammy Seizure
3) To Have You Back – Tourist
4) Florida – The Range
5) Girl – Vaginaboys
6) LINKSYS – Deborah Arenas
7) Diamond Girls – Guerrilla Toss
8) Frau – Lane 8
9) Your Word – Eleanor Friedberger
10) Sweetest Girl – Eleanor Friedberger
11) Squealer – Ty Segall
12) In Heaven – Japanese Breakfast
13) Sad Person – Savages
14) Surrender – Savages
15) Hungry Like The Wolf – Shamir

Tónleikar helgarinnar 22. – 23. janúar

Föstudagur 22. janúar

Major Pink og Mosi Musik halda tónleika á Bar 11 frá klukkan 10:30. Það er ókeypis inn.

Útgáfutónleikar Skratta fara fram í kjallarnum á Palóma frá klukkan 22:00 í kvöld. Það er ókeypis inn og a & e sounds og Harry Knuckles koma einnig fram.

Dimma koma fram í Gamla Bíó. Það kostar 2900 inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

Bandarísku tónlistarmennirnir Rachel Beetz og Dustin Donahue leiða saman hesta sína í Mengi frá klukkan 21:00. Miðaverð er 2000 kr.

Á rokkbarnum Dillon kemur hljómsveitin Þrír fram. Þeir hefja leika klukkan 22:00 og það kostar ekkert inn.

Laugardagur 23. janúar

Prins póló halda tónleika á Kex Hostel. Það er ókeypis inn og hefjast þeir klukkan 21:00.

Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti troop upp á Húrra. Það kostar 2000 kr inn og tónleikarnir hefjast klukka 23:00.

Straumur 18. janúar 2016

Í fyrsta þætti af Straumi á þessu ári verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við DIIV, Hinds, Wild Nothing, Prince Rama, Jerry Folk og Lane 8. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

Straumur 18. janúar 2016 by Straumur on Mixcloud

1) Under The Sun – DIIV

2) Out Of Mind – DIIV

3) Blue Boredom (Sky’s Song) – DIIV

4) Three Packs a Day – Courtney Barnett

5) Never Be Like You (ft. Kai) – Flume

6) Midnight – Lane 8

7) Bahia – Prince Rama

8) Riechpop – Wild Nothing

9) Fat Calmed Kiddos – Hinds

10) Warts – Hinds

11) Walking Home – Hinds

12) I Hate The Weekend – Tacocat

13) Thru Evry Cell – Purple Pilgrims

14) Korean Food – Frankie Cosmos

15) To My Soul – Jerry Folk

16) EOS – ROSTAM

Tónleikahelgin 15.-16. janúar.

Föstudagur 15. janúar

 

Reptilicus boðar til hlustanpartýs í Mengi í tilefni útkomu sinnar nýjustu plötu. Viðburðurinn hefst klukkan 18:00 og er öllum opinn og ókeypis.

 

Laugardagur 16. janúar

 

Babies flokkurinn kemur fram á Húrra ásamt hinum knáa rappara GKR. Ballið byrjar 23:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Baráttusamtökin GEÐSJÚK sem tröllriðu samfélagsmiðlum í október síðastliðnum með átakinu og Twitterbyltingunni #égerekkitabú standa fyrir geðsjúku skemmtikvöldi á Loft Hostel. Fram koma Kött Grá Pé og Futuregrapher en aðgangseyrir er 1000 krónur og dagskrá hefst 20:00.

 

Það verður rappkvöld á Gauknum. Ókeypis inn og byrjar 21:00. Fram koma:

Gasmask Man

Krish

Bróðir BIG – Gráni – Morgunroði – Haukur H

MC Bjór og Bland

Cyber

Rímnaríki

DAGSKRÁ SÓNAR REYKJAVÍK 2016 tilbúin

 
Eftir fjórar vikur hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpu. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin – en aldrei fyrr hafa jafn margir listamenn og hljómsveitir komið fram á hátíðinni og í ár. Alls stíga á stokk 75 hljómsveitir og listamenn á fimm sviðum yfir þá þrjá daga sem hátíðin fer fram 18.-20. Febrúar.
 
Meðal þeirra sem koma fram á Sónar Reykjavík 2016 eru; Hudson Mohawke (UK), Boys Noize (DE),Angel Haze (US) Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Ellen Allien (DE), Floating Points (UK)Oneothrix Point Never (US), Annie Mac (UK) Ben UFO (UK), Zebra Katz (US), Black Madonna(US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), Mumdance (UK), Wife (UK), AV AV AV (DK), Lone (UK), Eloq(DK), Koreless (UK), Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet, Kiasmos, Sturla Atlas, Bjarki,Reykajvíkurdætur, Vaginaboys og President Bongo & The Emotional Carpenters.
 
Í dag hefur verið tilkynnt um síðustu nöfnin á dagskrá hátíðinnar, alls 11 listamenn og hljómsveitir. Í þeim flokki eru; Vök, Ruxpin, Futuregrapher, Kosmodod eða Þórður Kári úr Samaris, Tonik Ensamble sem fyrir skemmstu hlaut Kraumsverðlaun og Reykjavik-Grapevine Music Awards fyrir plötu sína Snapshots og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal úr Quarashi. 
 
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn dagana 18.-20. febrúar. Líkt og undanfarin ár mun hátíðin fara fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Mikill áhugi er á hátíðinni á erlendum vettvangi enda vel verið látið af viðburðinum og sérkennum hans í erlendum fjölmiðlum allt frá því hún var fyrst haldin árið 2013.
Alls munu 75 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar koma fram á Sónar Reykjavík 2016.

 

LCD Soundsystem snýr aftur

James Murphy, forsprakki LCD Soundsystem, var rétt í þessu að gefa frá sér yfirlýsingu um að sveitin væri nú að vinna í sinni fjórðu breiðskífu. LCD Soundsystem var ein mikilvægasta hljómsveit fyrsta áratugar 21. aldarinnar en hún lagði upp laupana með pompi og prakt árið 2011 með risastórum kveðjutónleikum í Madison Square Garden, sem lesa má nánar um hér. Síðan hefur ekki múkk heyrst frá sveitinni þangað til síðasta aðfangadagskvöld að hún gaf frá sér jólalagið Christmas Will Break Your Heart. Í gær var svo sagt frá því að sveitin hafi verið bókuð á Coachella hátíðina sem gaf orðróm um endurkomu byr undir báða vængi. Í langri yfirlýsingu frá Murphy kemur fram að LCD muni ekki bara spila á Coachella heldur halda í viðamikla tónleikaferð um allan heim. Hlustið á jólalagið og Someone Great hér fyrir neðan.

Nonni Nolo með Sóló

Jón Lorange, annar helmingur lo-fi dúettsins Nolo, var að gefa frá sér nýtt lag undir listamannsnafninu The Suburban Spaceman (TSS). Lagið heitir In The Morning og er haganlega gerð lágstemmd poppsmíð þar sem plokkaður gítar og hvíslandi söngur leika lykilhlutverk. Von er á breiðskífu frá TSS snemma á næsta ári en hægt er að hlusta á In The Morning hér fyrir neðan.

Bestu erlendu lög ársins 2015

50) Alfonso Muskedunder (Deetron remix) – Todd Terje

 

49) Leaving Los Feliz (ft. Kevin Parker) – Mark Ronson

 

48) Play For Today – Belle and Sebastian

 

47) God It (ft. Nas) – De La Soul

 

46) Dreams – Beck

 

45) Restless Year – Ezra Furman

 

44) Magnets (A-Trak remix) – Disclosure

 

43) What’s Real – Waters

 

42) Israel (ft. Nonane Gypsy) – Chance The Rapper

 

41) La Loose – Waxahatchee

 

40) Standard – Empress Of

 

39) Huey – Earl Sweatshirt

 

38) Genocide (ft. Kendrick Lamar, Marsha Ambrosius & Candice Pillay) – Dr. Dre

 

37) Home Tonight – Lindstrom & Grace Hall

 

36) Lean On (Prince Fox bootleg) – Major Lazer

 

35) Cream On Chrome – Ratatat

 

34) VYZEE – SOPHIE

 

33) Venus Fly (ft. Janelle Monáe) – Grimes

 

32) Death with Dignity – Sufjan Stevens

 

31) Exploitaion – Roisin Murphy

 

30) Under The Sun – DIIV

 

29) Tick – Weaves

 

28) Hollywood – Tobias Jesso Jr.

 

27) Hotline Bling – Drake

 

26) Sunday Morning – Seven Davis Jr.

 

25) 1000 – Ben Khan

 

24) Ghost Ship – Blur

 

23) Can’t Feel My Face – The Weeknd

22) Pretty Pimpin – Kurt Vile

 

21) Breaker – Deerhunter

 

20) What Ever Turns You On – D.K.

 

19) Know Me From – Stormzy

 

18) Ghosting – Rival Consoles

 

17) Rewind – Kelela

 

16) Go Ahead – Kaytranada

 

15) Blackstar – David Bowie

 

14) Annie – Neon Indian

 

13) Pedestrian at Best – Courtney Barnett

 

12) Mink & Shoes (ft. David Izadi) – Psychemagik

 

11) Garden – Hinds

 

10) Them Changes – Thundercats

Bassaleikarinn og pródúsantinn Thundercat virðist hafa dottið í fusion-pottinn í æsku því Them Changes suddalega fönkí 70’s bræðingur sem Jaco Pastorius gæti verið stoltur af.

9) After Me – Misun

Washington bandið Misun sendi frá sér þetta magnaða lag í apríl. Léttleikandi og drungalegur rhythminn passar fullkomlega við stórbrotna rödd Misun Wojcik.

8) Jenny Come Home – Andy Shauf

Andy Shauf minnir í senn á The Shins og Kurt Vile í þessari tregafullu lagasmíð sem tónlistarmaðurinn flutti í Kaldalóni á Iceland Airwaves í nóvember.

7) Shutdown – Skepta

Breski grime-rapparinn Skepta sem átti frábæra tónleika á Airwaves hátíðinni gaf okkur einn helsta partýslagara ársins með Shutdown.

6) Multi Love – Unknown Mortal Orchestra

Titillag þriðju breiðskífu Unknown Mortal Orchestra fjallar um þrekant Ruban Nielson lagahöfundar og söngvara sveitarinnar. Öðruvísi ástarlag.

5) King Kunta – Kendrick Lamar

Í þeim ofgnótt af rjóma sem platan How To Pimp A Butterfly er trónir King Kunta á toppnum. Lagið sækir grimmt í grunn g-fönksins sem Dr. Dre og Snoop byggðu 20 árum fyrr og er þegar komið við hlið þeirra í sögu vesturstrandarrappsins.

4) Scud Books – Hudson Mohawke

Ofurpródúsantinn Hudson Mohawke hefur komið að mörgum spennandi verkefnum undanfarin ár t.d. Yeesus með Kanye og TNGH ásamt Lunice en hann heldur áfram að dæla út hágæða stöffi undir eigin nafni. Scud Books er rosalega stórt lag, þriggja og hálfs mínútna epík sem hægt er að dansa við eða bara loka augunum og njóta.

3) Cops Don’t Care Pt. II – Fred Thomas

Einfalt, stutt og hnitmiðað lag sem býr yfir heilmikilli vídd sem erfitt er að útskýra. Kærulaust og sannfærandi.

2) Gosh – Jamie xx

Jamie xx vex stöðugt sem pródúsant og lagið Gosh er hans besta fram til þessa. Byrjar á mínímalískum garage takti áður en bassa er bætt við og draugalegu raddsampli. En svo mætir synþesæser á svæðið og fer með hlustendur um ókannaðar vetrarbrautir. Lagið er eins og ferðalag um aðra heimsálfu og á stöðugri hreyfingu framávið.

1) Let It Happen – Tame Impala

Það kann að vera ófrumlegt að vera með sama listamanninn sem bæði plötu og lag ársins en í þetta skipti var ekki annað hægt. Upphafslag bestu plötu ársins, Currents, er anþem í öllum mögulegum skilningi þess orðs. Svona lag sem þú byrjar sjálfkrafa kýla upp í loftið í takt við of fær þig til að grípa um bestu vini þína og hoppa í hringi með þeim. Hamingjan pumpast út um hátalarana með hverri einustu bassatrommu, gítarlikki og synþahljóm, og söngur Kevins Parker flýgur yfir öllu saman eins og engill á LSD.

 

 

Spotify playlisti með flestum lögunum á listanum:

S

Bestu íslensku plötur ársins 2015

10) Good Moon Deer – Dot

Austfyrski raftónlistarmaðurinn Good Moon Deer gaf sína fyrstu breiðskífu út ókeypis á netinu fyrri part árs. En platan er langt frá því að vera verðlaus, heldur mjög hugvitsamlega gert bútasaumsteppi sampla úr ýmsum áttum. Tempóið er flöktandi og síbreytilegt, hljóðbútar eru klipptir í agnarsmáar agnir og endurraðað, og þegar best lætur minnir Dot á taktmeistara á borð við Prefuse 73.

9) Lord Pusswhip – Lord Pusswhip Is Wack

Beitt og beinskeytt breiðskífa Lord Pusswhip. Pönkað hip-hop þar sem Lordarinn leiðir saman fjöldan allan af hæfileikafólki og útkoman er eins og ekkert annað sem er að gerast í íslenskri tónlist í auknablikinu.

8) Helgi Valur – Notes from the Underground

Notes from the Underground er ferðalag Helga Vals Ásgeirssonar til heljar og til baka. Platan sem var samin í geðrofi – niðurtúr í Berlín og í bata í Reykjavík fangar orku manns sem er á krossgötum. Falleg breiðskífa sem nær hápunkti sínum í hinu epíska lagi Love, Love, Love, Love.

7) Singapore Sling – Psych fuck

Sling hafa alltaf verið fánaberar íslensks innisólgleraugnarokks og ákveðinn fasti í tónlistarsenunni. Sama hvort að krútt eða rapp eru helsta trendið þá stundina standa Singapore Sling alltaf til hliðar og halda sínu striki í níhílísku töffararokkinu. Psych Fuck er þó jafnvel harðari og myrkari heldur en þeirra fyrri verk og er þá mikið sagt. Stundum er söngurinn hlaðinn svo mikilli bjögun að það hljómar eins og Henrik leigi stúdíótíma af satan.

6) Markús & The Diversion Sessions – The Truth the Love the Life

Biðin eftir þessari breiðskífu hefur verið löng og ströng en útkoman svíkur ekki neinn. Sterkir og skemmtilegir textar, létt kærulaus Pavement flutningur með smá Megas inn á milli.

5) Mr Silla – Mr Silla

Fyrsta plata tónlistarkonunar Sigurlaugar Gísladóttur eða Mr.Silla kom út í október 2015. Þrátt fyrir það hefur Sigurlaug verið áberandi í íslenskri tónlist í rúman áratug m.a. sem meðlimur hljómsveitarinnar múm. Platan sem heitir einfaldlega Mr.Silla er í senn einstök og angurvær sem oft fer ekki saman.

4)  Gísli Pálmi – Gísli Pálmi

Gísli Pálmi sprakk í loft upp í vor þegar hans fyrsta breiðskífa sem er samnefnd honum kom loksins út. Allir hip hop unnendur landsins og unglingar í efra Breiðholti misstu líkamsvessa af gleði og heyrst hefur að vinna hafi lagst af í Plain Vanilla í þrjá daga eftir útkomu gripsins. Og skyldi engan undra því hér er um að ræða einu bestu hip hop plötu sem komið hefur út á Íslandi. Bara bítin eru hátækni framtíðarmúsík í efsta klassa og Gísli Pálmi er frábær rappari sem hefur byggt upp karakter og söguheim sem eru algjörlega hans eigin. Hækkum bassann og gefum í botn.

3) Vaginaboys – Icelandick

Vaginaboys eru óvæntasta uppgötvun ársins í íslensku tónlistarlífi. 80’s elektró R’n’B með átótúnuðum söng og íslenskum textum sem þræða einstigi milli væmni og klámfengni. Þeirra bestu hliðar skína í gegn á stuttskífunni Icelandick sem kom út í lok árs. Við kaupum þetta í heildsölu og fáum ekki nóg!

2) Pink Street Boys – Hits#1

Annað árið í röð eiga Pink Street Boys næst bestu plötu ársins hjá Straumi. Allir þeir sem hafa séð bandið á tónleikum vita hversu krafturinn er mikill hjá þessu einstaka bandi. Á plötunni ná þeir að fanga þennan kraft og gott betur.

1) Tonik Ensemble – Snapshots

Snapshots er geysilega metnaðarfullt verk þar sem nostrað er við hvert einasta smáatriði. Hér er allt útpælt: frá uppbyggingu laga og plötunnar sem heild niður í smáhljóð sem heyrist í byrjun eins lags og svo aldrei aftur. Það er þykkt og sterkt heildarsánd yfir plötunni sem er bæði angurvært og melankólískt á sama tíma. Tonik Ensemble er kominn í fremstu röð íslenskra raftónlistarsveita og Snapshots er fagleg og fullorðins en samt með risastóra sál sem skín í gegnum alla plötuna.

Tonik Ensemble – Until We Meet Again (ft. Shipsea) from Sigrún Hreins on Vimeo.

Kraumslistinn 2015 – Verðlaunaplötur

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í áttunda sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.

Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 21 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 20 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin 2015 hljóta 

asdfhg fyrir Steingervingur
Dj flugvél og geimskip fyrir Nótt á hafsbotni
Mr Silla fyrir Mr Silla
Misþyrming fyrir Söngvar elds og óreiðu
Teitur Magnússon fyrir 27
Tonik Ensemble fyrir Snapshots
KRAUMSLISTINN – ÚRVALSLISTI KRAUMSVERÐLAUNANNA
 
Þegar hefur verið tilkynnt um úrvalslista Kraumsverðlaunanna í ár, Kraumslistann, en það var gert á degi íslenskrar tónlistar þann 1. desember:


asdfgh – Steingervingur
Dj flugvél og geimskip – Nótt á hafsbotni
Dulvitund – Lífsins þungu spor
Fufanu – A Few More Days To Go
Gísli Pálmi – Gísli Pálmi
Gunnar Jónsson Collider – Apeshedder
Jón Ólafsson & Futuregrapher – Eitt
Kristín Anna Valtýsdóttir – Howl
Lord Pusswhip – Lord Pusswhip is wack
Misþyrming – Söngvar elds og óreiðu
Mr Silla – Mr Silla
Muck – Your Joyous Future
Myrra Rós – One Amongst Others
Nordic Affect – Clockworking
Ozy – Distant Present
President Bongo – Serengeti
Sóley – Ask The Deep
Teitur Magnússon – 27
Tonik Ensemble – Snapshots
TSS – Meaningless Songs
Vaginaboys – Icelandick
—————————————————————————-UM KRAUMSVERÐLAUNIN

Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Allar íslenskar plötur sem komið hafa út á árinu eiga möguleika á að komast á Kraumslistann og hreppa Kraumsverðlaunin. Bæði plötur sem eru gefnar út á geisladisk og/eða vínyl, sem og útgáfur á netinu. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er miðuð við jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakka enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

 
Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild og síðan að velja og verðlauna sérstaklega sex hljómplötur sem hljóta Kraumsverðlaunin. Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar og reyna auka möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum af tónlistarfólkinu eða útgefendum þeirra og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans, m.a. í samstarfi við aðila og tengiliði hérlendis.

—————————————————————————-

DÓMNEFND

Kraumsverðlaunin eru valin af sextán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist. Dómnefndina skipa: Árni Matthíasson (formaður), Alexandra Kjeld, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Andrea Jónsdóttir, Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, María Lilja Þrastardóttir, Matthías Már Magnússon, Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Dóri og Trausti Júlíusson. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur hlustað á hátt í annað hundrað hljómplatna við val sitt á Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum 2015.