Tónleikar helgarinnar 22. – 23. janúar

Föstudagur 22. janúar

Major Pink og Mosi Musik halda tónleika á Bar 11 frá klukkan 10:30. Það er ókeypis inn.

Útgáfutónleikar Skratta fara fram í kjallarnum á Palóma frá klukkan 22:00 í kvöld. Það er ókeypis inn og a & e sounds og Harry Knuckles koma einnig fram.

Dimma koma fram í Gamla Bíó. Það kostar 2900 inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

Bandarísku tónlistarmennirnir Rachel Beetz og Dustin Donahue leiða saman hesta sína í Mengi frá klukkan 21:00. Miðaverð er 2000 kr.

Á rokkbarnum Dillon kemur hljómsveitin Þrír fram. Þeir hefja leika klukkan 22:00 og það kostar ekkert inn.

Laugardagur 23. janúar

Prins póló halda tónleika á Kex Hostel. Það er ókeypis inn og hefjast þeir klukkan 21:00.

Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti troop upp á Húrra. Það kostar 2000 kr inn og tónleikarnir hefjast klukka 23:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *