Nýtt lag frá Vaginaboys

Vaginaboys voru rétt í þessu að senda frá sér glænýtt lag á soundcloud síðu sinni. Lagið heitir Feeling og er angurvært, kynþokkafullt og grípandi í meira lagi. Vaginaboys áttu mjög góðu gengi að fagna á síðasta ári og riðu feitum hestum frá ýmsum árslistum, til dæmis þessarar síðu sem og tónlistarverðlaunum Reykjavík Grapevine. Vaginaboys munu næst koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar sem fer fram í Hörpu 18.-20. febrúar. Hlustið á Feeling hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *