Í dag var tilkynnt að Godspeed You! Black Emperor og hip hop sveitin Run The Jewels séu meðal þeirra sem munu spila á All Tomorrow’s Parties hátíðinni á næsta ári. Aðrir sem bætt var við dagskrána eru Deafheaven og sænski raftónlistarmaðurinn The Field. Þá var tilkynnt í gær að bandaríska gruggbandið Mudhoney, dönsku pönkararnir í Ice Age og Ghostigital muni einnig koma fram. Aðalatriði hátíðarinnar verða svo skosku indírisarnir í Belle and Sebastian en hátíðin fer fram 2.-4. júlí á gamla varnarliðssvæðinu Ásbrú.
Pharrell Williams með tónleika í Reykjavík næsta sumar
Hinn geysi vinsæli tónlistarmaður Pharrell Williams mun að öllum líkindum koma fram í Laugardalshöll um miðjan júní á næsta ári. Samkvæmt heimildum visir.is eru 2 tónleikahaldarar sem berjast um að fá Williams til landsins.
Williams sem vakti fyrst athygli sem annar helmingur upptökuteymisins The Neptunes hefur aldrei verið vinsælli en í augnablikinu en það er ekki síst lögunum Get lucky sem hann söng með Daft Punk árið 2013 og Happy sem kom út á plötu hans Girl fyrr á þessu ári að þakka.
Tónleikahelgin 19.-23. nóvember
Miðvikudagur 19. nóvember
Hljómsveitirnar Toneron og Munstur leika fyrir dansi á Gauknum. Aðgangur er ókeypis og leikar hefjast 21:00.
Per:Segulsvið og Strong Connection koma fram á Kex Hostel. Tónleikarnir byrja stundvíslega 21:00 og það er ókeypis inn.
Kippi Kanínus og DADA koma fram á Húrra. Hátíðin hefst 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.
Fimmtudagur 20. nóvember
Hin kunna rokksveit Mammút kemur fram á Húrra. Dyrnar opna 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.
Berglind María Tómasdóttir kemur fram á tónleikum í Mengi. Berglind María er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á marga miðla svo sem tónlist, vídeólist og leikhús. Performansinn byrjar 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Eins manns bandið SEINT kemur fram á Dillon en það er skipað forsprakka Celestine og fyrrverandi meðlimi I Adapt og leikur tónlist í anda Ministry, Nine Inch Nails og Massive Attack. Einnig kemur fram hljómsveitin Mar en tónleikarnir hefjast 22:00 og aðgangur er ókeypis.
Föstudagur 21. nóvember
Hljómsveitin Dillalude, sem sérhæfir sig í djössuðum spunaútgáfum af tónlist taktsmiðsins J-Dilla, kemur fram á Kaffibarnum. Ballið byrjar 22:30 og aðgangur er ókeypis.
Ólafur Björn Ólafsson, eða Óbó, leikur efni af nýútkominni plötu sinni Innhverfi. Honum til halds og trausts verða Róbert Reynisson gítarleikari og Kristín Þóra Haraldsdóttir víólulekari. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Laugardagur 22. nóvember
Fyrrum tekknóbandið og núverandi rafrokkbandið Fufanu kemur fram á Kaffibarnum. Tónleikarnir byrja 22:30 og aðgangur er fríkeypis.
Danski bassaleikarinn Richard Andersson kemur fram ásamt hljómsveit í Mengi. Hljómsveitin dansar á fallegan hátt á milli óbærilegs léttleika og kröftugra sprenginga, án þess að láta það bitna á styrkleika þess og tjáningu. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Sunnudagur 23. nóvember
Bandaríska rokksveitin Doomriders kemur fram á Húrra. Doomriders er hliðarverkefni Nate Newton bassaleikara Converge og gítarleikara Old Man Gloom. Um upphitun sjá Kontinuum og Mercy Buckets en tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.
Straumur 17. nóvember 2014
Í Straumi í kvöld heyrum við efni frá Charli XCX, Tennyson, Parquet Courts, Tobias Jesso Jr, TV On The Radio, Machinedrum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.
Straumur 17. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Gold Coins – Charli XCX
2) Lay-by – Tennyson
3) You’re Cute – Tennyson
4) Content Nausea – Parquet Courts
5) Pretty Machines – Parquet Courts
6) Nothing At All – Day Wave
7) Jack – Mourn
8) Hollywood – Tobias Jesso Jr.
9) Quartz – TV On The Radio
10) Love Stained – TV On The Radio
11) Tired & True – Machinedrum
12) 2 B Luvd – Machinedrum
13) Site Zero / The Vault – RL Grime
14) iSoap – Mr. Oizo
15) The Kids – Mark Kozelek
Fjórar framsæknar konur halda tónleika á Kex Hostel
Tónlistarkonurnar Kira Kira, Flying Hórses frá Montréal og Portal 2 xtacy halda tónleika á Kex Hostel í kvöld. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis. Flying Hórses er tvíeyki frá Montréal í Kanada og er skipað þeima Jáde Berg og Raphael Weinroth-Browne. Tónlist þeirra er ósunginn nýklassík og er að mestu flutt á píanó og selló. Sveitin hefur verið að vinna sína fyrstu breiðskífu í Sundlauginn í Mosfellsbæ og mun hún koma út á fyrri hluta næsta árs. Hljómsveitin hefur verið að koma fram erlendis með Lindy sem spilaði hér á nýafstaðinni Iceland Airwaves og Memoryhouse sem gefur út hjá Sub Pop í Bandaríkjunum.
Kira Kira er sólóverkefni Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og hefur hún verið í framlínu tilraunakenndrar raftónlistar í hátt í tvo áratugi. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur undir merkjum Smekkleysu, Afterhours í Japan og Sound of a Handshake sem er undirmerki Morr Music í Þýskalandi.
Portal 2 xtacy er tvíeyki skipað þeim Áslaugu Brún Magnúsdóttur og Jófríði Ákadóttur sem þekktastar eru fyrir að vera meðlimir í þríeykinu Samaris.
Tónleikar helgarinnar 13. – 15. nóvember
Fimmtudagur 13. nóvember
Oyama fagnar tilkomu fyrstu breiðskífu sinnar Coolboy með tónleikum á Húrra klukkan 21:00. Það kostar 2000 krónur inn. Platan verður á tilboði við innganginn ásamt glænýjum varning. Hljómsveitin hitar upp.
Í tilefni fyrstu heimsóknar Mark Kozelek/Sun Kil Moon og tónleika hans hér á landi í Fríkirkjunni þann 28.nóvember nk. munu nokkrir tónlistarmenn standa fyrir Mark Kozelek kvöldi á Dillon. Flutningur á efni Kozelek verður í höndum þeirra Daníels Hjálmtýssonar (eins tónleikahaldara Sun Kil Moon), Krumma Björgvinssonar, Bjarna M. Sigurðarssonar, Alison MacNeil, Myrru Rósar, Markúsar Bjarnasonar og fleiri tónlistarmanna sem deila allir sömu aðdáun og ánægju af verkum Mark Kozelek í gegnum tíðina. Kvöldið hefst klukkan 22.00 og má búast við einstaklega huggulegri stemmingju á efri hæð Dillon en frítt er inn á viðburðinn.
Föstudagur 14. nóvember
Pétur Ben og Snorri Helgason halda tónleika á Húrra. Snorri kemur fram einn og óstuddur, vopnaður gítar og í gallabuxum en Pétur verður með hljómsveit. Það kostar 1500 kr inn og tónleikarnir hefjast kukkan 22:00.
Norðanmennirnir í CHURCHHOUSE CREEPERS hefja innreið sína í Reykvískt tónlistarlíf með tónleikum á Dillon. Þeim til halds og traust verða hardcore sveitirnar KLIKK og GRIT TEETH. Frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.
Laugardagur 15. nóvember
Lúðrasveit verkalýðsins heldur sína árlegu hausttónleika í Hörpuhorni á 2. hæð í Hörpu. Á efnisskránni eru verk úr ýmsum áttum sem eiga það sameiginlegt að vera í léttari kantinum. Tónleikagestir geta því búist við því að heyra verk eftir þekkta tónlistarmenn sem mun spanna allt frá Eric Clapton yfir í Black Sabbath. Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 16:00.
TV On The Radio á Sónar í Reykjavík
New York hljómsveitin TV On The Radio mun koma fram á Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni frá því í morgun. Hljómsveitin vakti mikla lukku þegar hún spilaði á Iceland Airwaves árið 2003 og er frábær viðbót við glæsilega dagskrá hátíðarinnar en sveitin gefur út sína fimmtu plötu Seeds þann 18. nóvember.
Breski raftónlistarmaður Kindness mun einnig spila á hátíðinni, auk Elliphant og hins einstaka Sophie sem spilar raftónlist sem hefur verið kennd við PC Music. Hinn áhrifamikli plötusnúður Daniel Miller sem stofnaði Mute útgáfuna spilar líka á Sónar auk hins breska Randomer.
Íslensku tónlistarmennirnir DJ Margeir, Ghostigital, Fufanu, DJ Yamaho, Sin Fang, Exos, Gervisykur og Sean Danke voru einnig tilkynntir í morgun.
Sónar Reykjavik fer fram dagana 12, 13 og 14. febrúar 2015 í Hörpu.
Straumur 10. nóvember 2014
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Tei Shi, Ryn Weaver, Azealia Banks, Museum of Love og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.
Straumur 10. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Idle Delilah – Azealia Banks
2) Soda – Azealia Banks
3) Nude Beach A-Go-Go – Azealia Banks
4) Nude Beach A-Go-Go – Ariel Pink
5) See Me – Tei Shi
6) Octahate (Cashmere Cat remix) – Ryn Weaver
7) Black Out Days (remix ft. Danny Brown & Leo Justi) – Phantogram
8) In Infancy – Museum Of Love
9) Learned Helplessness In Rats (Disco Drummer) – Museum Of Love
10) And All the Winners – Museum Of Love
11) Heat – The Brian Jonestown Massacre
12) Back, Baby – Jessica Pratt
Laugardagskvöld á Airwaves
Mynd: Matthew Eisman
Á fjórða degi í djammi og Airwaves er maður orðinn pínu lúinn en ég náða samt að rífa mig upp úr rúminu og hjóla niður í off-venu dagskrá Straums í Bíó Paradís þar sem rafgeggjarinn Skuggasveinn var að ljúka sér af. Hann var umkringdur hinum ýmsu hljómborðum og svuntuþeysurum og lék ljúfsárar og hádramatískar melódíur.
Þá sá ég tilraunapoppbandið Asonat á sama stað sem eiga eina bestu íslensku plötu ársins en ég hef aldrei séð live áður. Það er skipað tveimur græjugaurum og einni söngkona og leika seiðandi trip hop í anda þess besta á 10. áratugnum. Sumt hljómaði í áttina að sveitum eins og Thievery Corporation og Morcheepa og raddbeiting söngkonunnar var á köflum ansi Bjarkar-leg.
Ég hjólaði þvínæst yfir á Kex Hostel þar sem ég náði í skottið á hinum írsku Girl Band. Þeir léku fast og hratt rokk með afar hörðum kjarna. Þá sá ég bandaríska tónlistarmanna Ezra Furman á áttundu hæð hótelbars sem ég man ekki hvað heitir. Ég sá ekki mikið af honum en hann hljómaði svo vel að ég sá hann aftur síðar um kvöldið á opinberu dagskránni.
Eróbískur dansgjörningur
Þá var komið að stærsta nafni hátíðarinnar fyrir mig persónulega, ég hef hlustað á Knife í 10 ár og var loksins að sjá þau live á sínum síðustu tónleikum. Ég hafði lesið mér til um túrinn og vissi að þetta yrði skrýtið, en hafði ekki gert mér í hugarlund hversu skrýtið. Þetta hófst með konu sem kynnti tónleikana sem var eins og blanda af Dale Carnegie ræðumanni og eróbikkþjálfara. Síðan hófst sjóið og leikarar voru um 20 manns í skrýtnum búningum en þetta var meira eins og nútímadansverk og gjörningur en tónleikar. Maður var aldrei viss um hver væri að syngja, hver væri að spila hvaða hljóð (ef einhver gerði það á annað borð) eða hverjir meðlimir hljómsveitarinnar voru. Þetta var mjög sérstakt og á köflum fannst mér þetta tilgerðarlegt rúnk en stundum heillandi. Atriðið við Full On Fire var til dæmis mjög tilkomumikið og svo tóku þau flottar útgáfur af gömlu slögurunum Pass This On og We Share Our Mothers Health.
Ezra og kærastarnir
Eftir Knife náði ég svo nokkrum lögum með Caribou í Listasafninu sem renndi í gegnum bestu lögin af sinni nýjustu plötu af fádæma krafti og öryggi. Hann er einn besti aktívi raftónlistarmaður í heiminum þessi misserin, en ég varð hins vegar svo heillaður af Ezra Furman fyrr um daginn að ég vildi sjá hann á almennilegu venue-i. Ég hélt þess vegna yfir í Iðnó og sá ekki eftir því. Ezra Furman var með bandinu sínu sem hann kallaði The Boyfriends sem voru afar hressir. Hann sjálfur var klæddur í rauðan kjól og með prinsessukórónu og gítar um hálsinn. Tónlistin sem hann leikur er frumlega blanda af poppi, rokki og pönki þar sem saxafónn leikur stóra rullu. Hann var ótrúlega karismatískur á sviðinu og með fáránlega flotta rödd, hráa, rifna og pönkaða.
Á þessum tímapunkti fór þreyta í löppum að segja til sín en ég harkaði af mér og fór á Hermigervil í Gamla Bíói. Hann lék ný lög í bland við ábreiður og kom upp þéttri dansstemmningu í flottum salnum. Þá fór ég heim á sofnaði á sófa. Airwaves hátíðin í ár hefur verið mjög skemmtileg en topparnir fyrir mig hafa verið Ezra Furman, Unknown Mortal Orchestra og Roosevelt. Gamla Bíó er frábært nýtt venue eftir að stólarnir voru teknir út, vonandi verður það áfram nýtt í popptónleika því það gæti orðið nýja Nasa. Ég þakka fyrir mig en í kvöld eru það War on Drugs og Flaming Lips.
Davíð Roach Gunnarsson
Föstudagskvöldið á Airwaves
Mynd: Birta Rán
Fyrsta mál föstudagsins var nýsjálenska bandið Unknown Mortal Orchestra á off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís. Fullt var út úr báðum dyrum bíósins þegar þeir hófu leik en í sveitinni eru bassaleikari og trommuleikari til viðbótar forsprakkanum Ruban Nielson sem syngur og spilar á gítar. Tónlistin er fönkí síkadelía undir áhrifum 7. áratugarins og á köflum ansi bítlaleg. Ruban lék á alls oddi og teygði á lögunum sínum með löngum spunaköflum, trommusólóum og gítarfimleikum og hljómurinn var óaðfinnanlegur. Frábært gigg og bestu tónleikar hátíðarinnar fram að þessu.
Skammt stórra högga á milli
En á Airwaves er stundum skammt stórra högga á milli, því Roosevelt á Húrra var líka frámunalega skemmtilegt sjó og jafnaði UMO. Þeir voru þrír á sviðinu og spiluðu suddalega fönkí danstónlist sem svínvirkaði á krádið. Gítarleikarinn hamraði út Nile Rodgers grúvum og bassaleikarinn sló hljóðfærið sitt af miklum móð og stundum brast á með villtum hljómborðsólóum. Allur salurinn var hoppandi og þetta var algjört fönkí diskódansiball, eini gallinn er að það var of stutt, bara rúmlega 20 mínútur.
Næst sá ég Oyama á straums-kvöldinu á Gauknum sem eru orðin eitt besta live band landsins um þessar mundir. Úlfur og Kári framkölluðu rosalega gítarveggi og pedalaorgíur og mónótónískur söngurinn var fullkomið mótvægi. Næst sá ég nokkur lög með Fufanu sem hafa sleppt kapteininum úr nafninu eftir harkalega stefnubreytingu. Fóru úr naumhyggjutekknó yfir í töffaralegt drungarokk, ala Singapore Sling, sem þeir er alveg jafnfærir á. Hljómurinn var framúrskarandi og rokkið skar inn á beini, mér varð beinlínis kalt af því að hlusta á þá.
Afrískur danskokteill og douchbags
Eins góðir og Fufanu voru hljóp ég af þeim yfir á Listasafnið til að sjá Ibibio Soundmachine. Þau buðu upp á fönkaða danstónlist undir afrískum áhrifum og söngkonu í fáránlega flottum kjól. Ég fór svo aftur yfir á Gaukinn til að sjá Black Bananas sem ég hafði heyrt góð lög með og góða hluti um. Þau virtust hins vegar vera á einhverjum sterkum hestadeyfilyfjum á sviðinu þetta kvöld. Voru eins og útúrlifaðir Brooklyn hipsterar og enginn á sviðinu virtist vita hvað hann sjálfur eða hinir voru að gera. Dæmi: Gella í pels með derhúfu og nintendo fjarstýringu. Douchbags.
Ég hjólaði burtu frá því lestarslysi yfir í Hörpuna til að sjá tekknódúettin Kiasmos. Það þarf í það minnsta tvennt að koma til, til að tveir gaurar með fartölvur séu spennandi tónleikar. Að tónlistin sé frábær og að téðir gaurar með fartölvurnar séu að lifa sig fáránlega mikið inn í hana. Bæði var til staðar í Norðurljósasalnum á tónleikum Kiasmos sem voru hreint út sagt afbragð. Bassinn náði inn að beini og ég dansaði af mér afturendann við dúndrandi tækknóið. Ég náði svo í lokin á hinum danska Tomas Barfod í Gamla Bíói að flytja slagarann sinn November Skies af miklu öryggi.
Davíð Roach Gunnarsson