Nýtt lag frá Belle and Sebastian

Skoska indíhljómsveitin Belle and Sebastian gaf frá sér nýtt lag í dag en það er hið fyrsta til að heyrast af breiðskífunni Girls In Peacetime Want To Dance sem kemur út 20. Janúar. Lagið heitir Party line og hljómurinn er í ætt við titillinn, lagið er dansvænt, með rafrænni áferð og léttfönkuðum ryðma. Belle and Sebastian gáfu síðast út plötuna Write About Love árið 2010 en sveitin er væntanleg á All Tomorrows Parties hátíðina í Ásbrú næsta sumar. Hlustið á Party line hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *