Draugabanar FM Belfast

Í tilefni af hinni væntanlegu listasýningu GGG í Bíó Paradís, sem er tileinkuð kvikmyndunum Gremlins, Goonies og Ghostbusters, hefur hljómsveitin FM Belfast gefið út ábreiðu af laginu Ghostbusters úr myndinni eftir Ray Parker Jr frá árinu 1984.

Sýningin opnar í Bíó Paradís á hrekkjavökunni, 31. október næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur. Myndirnar verða allar sýndar þetta kvöld. Gremlins klukkan 18:00, The Goonies klukkan 20:00 og Ghostbusters klukkan 22:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *