Teitur Magnússon með útgáfutónleika og nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon heldur útgáfutónleika á morgun miðvikudaginn 10. desember á skemmtistaðum Húrra í tilefni af útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar 27. Einvala lið spilar ásamt Teiti þetta kvöld. “Hljómsveitarsamsetning þessi verður reyndar svo stórfengleg að um einstakan viðburð er að ræða, því ólíklegt þykir að slík veglegheit endurtaki sig í bráð” segir Teitur.

Hljómsveitina skipa:

Erling Bang (Ojba Rasta, Celestine, I adapt), Ingibjörg Elsa Turchi (Boogie Trouble), Örn Eldjárn (Ylja), Samúel Jón Samúelsson (Jagúar), Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla, Múm), Arnljótur Sigurðsson (Ojba Rasta), Steingrímur Teague (Moses Hightower). Auk þess sem fleiri góðir leynigestir bregða á leik.

Lagið Nenni er búið að gera það gott að undanförnu og hér má heyra nýtt lag af plötunni. Vinur vina minna:

Glöggir hlustendur heyra þarna einkar sérstæðan hljóm cuicu sem framkallar apahljóð.

 

Húsið opnar 20:00.
Dagskráin hefst klukkan 21:00.
Björn Jörundur hitar upp.
Aðgangseyrir: 1500 kr

Platan á sérstöku tilboði.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *