Angel Haze

New York rapparinn Angel Haze sendi nýlega frá sér mixtape að nafninu Reservation.  Haze, sem er aðeins tvítug, hefur samið tónlist frá 11 ára aldri. Henni hefur oft verið líkt við jafnaldra sinn Azealia Banks sem einnig kemur frá New York, þær eru þó frekar ólíkir listamenn þegar nánar er gáð. Smáskífurnar New York og Werkin’ Girls komu út fyrr á þessu ári og hafa gagnrýnendur víða ausið Haze lofi. Hægt er að hlusta á Reservation í heild sinni  hér fyrir neðan.

Bloc Party senda frá sér nýtt lag

Breska hljómsveitin Bloc Party sendi í dag frá sér lagið Day Four, sem verður á væntanlegri fjórðu plötu sveitarinnar – Four sem kemur út þann 20. ágúst næstkomandi. Bloc Party gaf síðast út plötuna Intimacy árið 2008. Í fyrra voru sögusagnir um að Kele Okereke, söngvari hljómsveitarinnar, hefði yfirgefið hana eftir að restin af hljómsveitarmeðlimum fóru í hljóðver án hans. Allt virðist þó vera fallið í ljúfa löð innan Bloc Party sem mun hefja tónleikaferðalag innan skamms. Hlustið á lagið Day Four hér fyrir neðan.

Bombay Bicycle Club Remixa Of Monsters and Men

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men sendi í dag frá sér endurhljóðblöndun af lagi sínu Little Talks sem breska hljómsveitin Bombay Bicycle Club gerði. Lagið er talsvert breytt frá upprunalegu útgáfunni. Hlustið á það hér fyrir neðan.

 

The Shins með The Magnetic Fields ábreiðu

Bandaríska hljómsveitin The Shins spiluðu ábreiðu af The Magnetic Fields laginu Andrew In Drag í útvarpsþættinum Triple J í Ástralíu á dögunum. Lagið kom upprunalega út á plötu The Magnetic Fields – Love at the bottom of sea í mars á þessu ári. Hægt að horfa á The Shins spila lagið hér fyrir neðan og  hið skemmtilega myndband The Magnetic Fields við lagið.

 

DREΛMCΛST

Hinn 18 ára gamli raftónlistarmaður Sigurður Ýmir Kristjánsson, sem hefur tekið upp tónlist undir listamannsnafninu DREΛMCΛST um nokkurt skeið, sendi á dögunum frá sér lagið Floral Bloom á Soundcloud síðu sinni. Tónlist DREΛMCΛST má skilgreina sem draumkennt rafpopp undir áhrifum frá erlendum listamönnum líkt og Neon Indian, Toro Y Moi og Washed Out. Lagið Floral Bloom er hér fyrir neðan auk lagsins Lost Dreams sem DREΛMCΛST sendi frá sér í fyrra sumar.

Smáskífa frá Borko

Reykvíski tónlistarmaðurinn Borko sendir í dag frá sér lagið Born to be Free. Lagið er titillag væntanlegrar breiðskífu og verður fáanlegt á tónlistarveitunni Gogoyoko í dag og á öðrum rafrænum tónlistarveitum í kjölfarið. “B-hlið” smáskífunnar inniheldur endurhljóðblöndun af laginu eftir raftónlistarmanninn Hermigervil. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan, auk endurhljóðblöndunnar.

Born to be Free (single version)


Born to be Free (Hermigervill Remix)

 

Sea & Cake senda frá sér lag

Hljómsveitin Sea & Cake, sem kemur frá Chicago borg í Bandaríkjunum, hyggst gefa út sína tíundu plötu – Runner seinna á þessu ári. Sveitin sendi í morgun frá sér fyrsta lagið af plötunni sem heitir Harps. Hægt er að hlaða því niður hér fyrir neðan.

      1. The Sea And Cake - Harps
      2. The Sea And Cake - Harps