Sea & Cake senda frá sér lag

Hljómsveitin Sea & Cake, sem kemur frá Chicago borg í Bandaríkjunum, hyggst gefa út sína tíundu plötu – Runner seinna á þessu ári. Sveitin sendi í morgun frá sér fyrsta lagið af plötunni sem heitir Harps. Hægt er að hlaða því niður hér fyrir neðan.

      1. The Sea And Cake - Harps
      2. The Sea And Cake - Harps

 

 

Myndband frá Taken By Trees

Sænska söngkonan Victoria Bergsman, sem gefur út tónlist undir listamannsnafninu Taken By Trees, var að senda frá sér sumarlegt myndband við hið fallega lag Dreams. Lagið verður á væntanlegri plötu söngkonunnar – Other Worlds sem kemur út þann 2. október næskomandi. Flestir ættu að þekkja Bergsman sem söngkonuna úr ofursmellinum Young Folks með Peter, Björn and John frá árinu 2006. Hér fyrir neðan er myndbandið við Dreams.

 

 

Önnur plata Sudden Weather Change

Reykvíska hljómsveitin Sudden Weather Change gefur út sína aðra plötu  – Sculpture þann 1. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna Stop! Handgrenade In The Name Of Crib-Death ‘nderstand? árið 2009 og stuttskífuna Varrior árið 2010. Hægt er að hlusta á lagið Blues af Sculpture hér fyrir neðan.

      1. 07 Blues

 

Tónlistarsenan í Montreal

Greg Bouchard frá hinu virta tónlistar- og menningar bloggi www.midnightpoutine.ca, frá Montreal var gestur Straums í byrjun þessa mánaðar. Greg fræddi okkur um tónlistarsenuna í Montreal sem er blómleg um þessar mundir og bar hana saman við þá íslensku. Greg kom einnig til okkar í fyrrasumar og sagði okkur frá því hvernig senan hefur þróast á milli ára. Það sem bar hæðst þetta árið eru auknar vinsældir tónlistarkonunnar Grimes. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið í ár og viðtalið frá því í fyrra, auk laga sem Greg mælti með frá tónlistarmönnum frá Montreal.

      1. Montreal 2012

      2. Montreal 2012

      3. Montreal 2011
      4. Montreal 2011
      5. Foliage - Marble Lion mp3
      6. Foliage - Marble Lion mp3
      7. Les Peuples - Organ Mood mp3
      8. Les Peuples - Organ Mood mp3

Crystal Castles snúa aftur

Elektró pönk hljómsveitin Crystal Castles sendi frá sér glænýtt lag rétt í þessu. Lagið verður á þriðju plötu hljómsveitarinnar sem kemur út seinna á þessu ári. Hægt er að hlaða laginu niður hér fyrir neðan.

      1. Crystal Castles - Plague

      2. Crystal Castles - Plague

School Of Seven Bells með Lil Wayne ábreiðu

Hljómsveitin School Of Seven Bells sendi á dögunum frá sér ábreiðu af laginu How To Love sem Lil Wayne gaf út í fyrra. Þriðja plata hljómsveitarinnar, Ghostory  kom út í febrúar. Hægt er hlaða niður laginu hér fyrir neðan.

      1. School Of Seven Bells - How To Love (Lil Wayne Cover)
      2. School Of Seven Bells - How To Love (Lil Wayne Cover)

Miðasala á Dirty Beaches

Miðasala á tónleika kanadísku hljómsveitarinnar Dirty Beaches  hefst á morgun á www.midi.is og www.harpa.is. Tónleikarnir fara fram í Kaldalóni í Hörpu þann 4. september næstkomandi og mun hljómsveitin Singapore Sling (ásamt Sparkle Poison) einnig koma fram. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Stop over series sem er samstarfsverkefni Kimi Records og Hörpu, og er studd af Icelandair, Reyka, Gogoyoko og Kex Hosteli. Hægt er að hlusta á lagið Lord Knows Best af plötu Dirty Beaches – Badlands frá því í fyrra hér fyrir neðan.