Miðasala á Dirty Beaches

Miðasala á tónleika kanadísku hljómsveitarinnar Dirty Beaches  hefst á morgun á www.midi.is og www.harpa.is. Tónleikarnir fara fram í Kaldalóni í Hörpu þann 4. september næstkomandi og mun hljómsveitin Singapore Sling (ásamt Sparkle Poison) einnig koma fram. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Stop over series sem er samstarfsverkefni Kimi Records og Hörpu, og er studd af Icelandair, Reyka, Gogoyoko og Kex Hosteli. Hægt er að hlusta á lagið Lord Knows Best af plötu Dirty Beaches – Badlands frá því í fyrra hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *