Nýtt efni frá Sebadoh

Hin goðsagnakennda indie hljómsveit Sebadoh sendi í dag frá sér fyrsta nýja efnið  í 14 ár. Hljómsveitin gaf út The Secret EP nokkuð óvænt í dag og í fréttatilkynningu frá Lou Barlow söngvara og öðrum lagahöfundi hennar segir að lögin sé í svipuðum stíl og á plötunni Bubble & Scrape frá árinu 1993. Hljómsveitin hyggst svo gefa út stóra plötu á næsta ári. Fyrir neðan er hægt að hlusta á tvö lög af The Secret EP –  I don’t mind og Keep the Boy Alive

      1. I Dont Mind
      2. I Dont Mind
      3. Keep the Boy Alive
      4. Keep the Boy Alive

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *