Nýtt efni frá Sebadoh

Hin goðsagnakennda indie hljómsveit Sebadoh sendi í dag frá sér fyrsta nýja efnið  í 14 ár. Hljómsveitin gaf út The Secret EP nokkuð óvænt í dag og í fréttatilkynningu frá Lou Barlow söngvara og öðrum lagahöfundi hennar segir að lögin sé í svipuðum stíl og á plötunni Bubble & Scrape frá árinu 1993. Hljómsveitin hyggst svo gefa út stóra plötu á næsta ári. Fyrir neðan er hægt að hlusta á tvö lög af The Secret EP –  I don’t mind og Keep the Boy Alive

      1. I Dont Mind
      2. I Dont Mind
      3. Keep the Boy Alive
      4. Keep the Boy Alive

Dan Snaith öðru nafni Caribou gefur út plötu

 

 

Dan Snaith, sem er best þekktur undir nafninu Caribou,mun gefa út plötuna JIAOLONG þann 9. október næstkomandi. Plötuna sendir hann frá sér undir nafninu Daphni, sem   hann  notar til að gefa  út tónlist með elektrónískari áherslum. Þetta er þriðja nafnið sem Snaith notast við, en hann hóf feril sinn undir nafninu Manitoba. Hér fyrir neðan er myndband við fyrstu smáskífuna af plötunni, sem nefnist Ye Ye.

 

 

Heavenly Beat

Í dag kemur út platan Talent með Heavenly Beat.  Um er að ræða fyrstu plötu, hliðarverkefnis bassaleikara Beach Fossils, John Peña. Þetta er annað hliðarverkefnið úr hópi Beach Fossils sem gefur út plötu á þessu ári en stutt er síðan gítarleikari hljómsveitarinnar Zachary Cole Smith gaf út plötu með hljómsveit sinni DIIV. Hægt er að hlusta á plötuna fyrir neðan.

 

TNGHT EP

Samnefnd Ep plata frá tvíeykinu TNGHT lenti í plötubúðum í dag. Verkefnið samanstendur af upptökustjórunum Hudson Mohawke og Lunice. Platan er fimm laga og á henni blanda þeir saman hip hop töktum við alls kyns tegundir elektrónískar tónlistar. Þeir hafa unnið hvor í sínu horni undanfarið með hinum ýmsu listamönnum líkt og  Diplo og Kanye West. Hægt er að hlusta á annað lag plötunnar Goooo hér fyrir neðan.

MP3: 

      1. Goooo

Lagalisti vikunnar – Straumur 211

 

1) Only In My Dreams – Ariel Pink’s Haunted Graffiti

2) 

      1. On When You Get Love And Let Go When You Give It
 – Stars MP3*

3) Angels (Mirrors remix) – The xx

4) Hey You – Tyler, The Creator & Toro Y Moi

5) A Great Design – Black Marble

6) Laura – Bat For Lashes

7) Gloss – SBTRKT

8) Mature Themes – Ariel Pink’s Haunted Graffiti

9) Driftwood – Ariel Pink’s Haunted Graffiti

10) Live it up – Ariel Pink’s Haunted Graffiti

11) Only Heather – Wild Nothing

12) This Chain Won’t Break – Wild Nothing

13) Disappear Always  – Wild Nothing

14) The Blue Dress – Wild Nothing

15) The Man Who Can – Best Fwends

16) Milky Way – Roland Way

17) Top Floor – TNGHT

18) Goooo – TNGHT

19) Higher Ground – TNGHT

20) Adani – The Very Best

21) Faithless – Heavenly Beat

22) 

      2. Talent
 – Heavenly Beat  MP3*

23) Tradition – Heavenly Beat

24) Presence – Heavenly Beat

25) Purple – California Wives

26) Moonligtht Mile – The Babies

27) Endless Ladder – The Antlers

28)

      3. Baby
 – Ariel Pink’s Haunted Graffiti MP3*

The Raveonettes senda frá sér myndband

Danska „shoegaze“ dúóið The Raveonettes sendu í dag frá sér myndband við sitt nýjasta lag – She Owns The Streets, sem verður að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar – Observator sem kemur út 11. september á þessu ári. Myndbandið er tekið upp á gamalli myndbandsupptökuvél og sýnir stúlku dansa frjálslega um götur New York borgar.

Beck semur lög fyrir tölvuleik

Tónlistarmaðurinn Beck samdi þrjú lög fyrir tölvuleikinn Sound Shapes sem kemur út fyrir PlayStation 3 og PlayStation Vita 7. ágúst næstkomandi. Lögin, sem verða í mismunandi borðum í leiknum, heita Cities, Touch the People og Spiral Staircase. Fyrir neðan er hægt að sjá stiklu fyrir leikinn þar sem lagið Cities heyrist.

Ár frá andláti Amy Winehouse

Í dag er ár frá því að sönkonan Amy Winehouse lést á heimili sínu í Camden hverfinu í London, aðeins 27 ára gömul. Í desember síðastliðnum kom út safnplatan Lioness: Hidden Treasures, sem fór beint á topp breska vinsældarlistans. Platan verður seint talin með bestu verkum Winehouse, en þrátt fyrir það hefur faðir hennar Mitch tilkynnt um að minnsta kosti tvær plötur til viðbótar séu á leiðinni. Það stefnir allt í það að svipað sé að gerast með Winehouse og gerst hefur með rapparann Tupac, sem þrátt fyrir að hafa látist 1996, er enn að gefa út plötur og “koma fram” á tónleikum.