Yeasayer vítt og breitt á netinu

New York bandið Yeasayer sendi í dag frá sér tilkynningu þess efnis að hljómsveitin myndi næstu daga, senda frá sér mynbönd við öll lögin á væntanlegri plötu þeirra – Fragrant World, sem kemur út þann 21. ágúst. Myndböndin birtast á hinum og þessum tónlistarsíðum útum allt netið. Hægt er að hlusta á lögin Blue Paper, Regan’s Skeleton og Damaged Goods hér fyrir neðan. Vísbendingar um hvar lögin birtast er að finna á twitter síðu sveitarinnar.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *