Savoir Adore gefa út

Brooklyn dúóið Savoir Adore gefur út plötuna Our Nature þann 22. október næstkomandi. Fyrsta smáskífan af plötunni nefnist Regalia og er indie popp af bestu gerð. Hljómsveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út sína fyrstu stóru plötu – In The Wooded Forest árið 2009. Savoir Adore hefur verið líkt við bönd á borð við Postal Service og Brokn Social Scene. Hlustið á lagið Regalia hér fyrir neðan. 

Sudden Weather Change Sjónvarpsviðtal

Við kíktum í æfingarhúsnæðið hjá reykvísku hljómsveitinni Sudden Weather Change, sem voru að æfa fyrir útgáfutónleika sem verða á Faktorý á morgun af tilefni útgáfu plötunnar Sculpture. Við spurðum hljómsveitinna út í muninn á fyrstu plötunni og þeirri nýjustu, æfarhúsnæðismál í Reykjavík og áhrifavalda. Einnig fengum við bandið til að taka lagið Blues af Sculpture.

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar hefjast klukkan tíu á morgun og munu Ghostigital og The Heavy Experience koma fram ásamt Sudden Weather Change. Miðaverð er 1500 kr og 3000 kr + plata.

Todd Terje remixar Hot Chip

Norski plötusnúðurinn Todd Terje endurhljóðblandið lagið How Do You Do með elektró bandinu Hot Chip, sem er að finna á plötunni In Our Heads sem kom út fyrr á þessu ári. Terje setur lagið í dansvænni búning og er það yfir 9 mínútur í hans útgáfu. Hlustið á endurhljóðblönduna fyrir neðan.

Önnur plata Teen Daze á árinu

Kanadíski tónlistarmaðurinn Teen Daze gefur út aðra plötu sína á þessu ári þann 6. nóvember næstkomandi. Platan sem fylgir á eftir hinni frábæru All Of Us Together heitir The Inner Mansions. Teen Daze gaf út fyrstu smáskífuna af plötunni í dag sem nefnist New Life. Hlustið á það hér fyrir neðan.

Nýtt lag frá Ojba Rasta

Íslenska reggí hljómsveitin Ojba Rasta sendi á dögunum frá sér lagið Hreppstjórinn sem verður að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar. Lagið er eftir Teit Magnússon hljómsveitarmeðlim en texti lagsins  á sér tvær uppsprettur báðar frá 19. öld; annars vegar er erindið brot úr Bragnum um Þorstein á Skipalóni, hins vegar eru viðlögin tvö erindi úr ljóði eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld. Textinn var síðan mótaður og túlkaður af höfundi og flytjanda lagsins. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Lagalisti Vikunnar – Straumur 217

 

Hér er hægt að hlusta á þáttinn!

1) My Love Is Real – Divine Fits
2) Hreppstjórinn – Ojba Rasta
3) Follow (Memory Tapes remix) – DIIV
4) The Fall (Fort Romeau remix) – Frankie Rose
5) Everything Is Embarrassing – Sky Ferreira
6) Let It Bleed – Goat
7) Alcolholics – Sibille Attar
8) Would That Not Be Nice – Divine Fits
9) The Salton Sea – Divine Fits
10) Baby Get Worse – Divine Fits
11) The Silent – Baio
12) Elixabeth’s Theme – Dirty Beaches
13) Lord Only Knows – Dirty Beaches
14) Speak In Rounds – Grizzly Bear
15) Gun Shy – Grizzly Bear
16) Backlines – Stars
17) Through the Mines – Stars
18) Progress – Stars
19) Walls – Stars
20) Mystery Colors – Astronauts, etc.
21) Breakup Songs – Deerhoof
22) We Do Parties – Deerhoof
23) Fete d’Adieu – Deerhoof
24) Cara Falsa – OMBRE

Tónleikar með Dirty Beaches á morgun

Á morgun mun kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spila á öðrum tónleikum tónleikaraðarinnar Stopover series sem er samstarfsverkefni Kimi Records og Hörpu, og er studd af Icelandair, Reyka, Gogoyoko og Kex Hosteli. Tónleikarnir byrja klukkan 20:30 í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpu.

Hljómsveitin gaf úr sína fyrstu plötu í fyrra sem nefnist Badlands. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og var tilnefnd til til kanadísku Polaris tónlistarverðlaunanna árið 2011. Dirty Beaches er hugarfóstur tónlistarmannsins Alex Zhang Hungtai sem sækir innblástur til hljómsveita á borð við Cramps og Suicide auk kvikmyndatónlistar úr kvikmyndum eftir David Lynch, Jim Jarmusch, Quentin Tarantino og Wong Kar Wai. Hér má sjá viðtal við Alex Zhang Hungtai.


Það er íslenska hljómsveitin Singapore Sling sem mun sjá um upphitun. Hljómsveitin er með breyta liðskipan og er Helgi Örn Pétursson gítarleikari sem var í hljómsveitinni í upphafi mættur aftur til leiks. Það er Henrik Björnsson sem leiðir bandið en ásamt honum og Helga verða á tónleikunum gítarleikarinn Hallberg Daði Hallbergsson og hristuleikarinn Steinunn Harðardóttir .

Miðasala fer fram á midi.is en einnig er hægt að kaupa miða í Hörpu en miðafjöldi er afar takmarkaður. Hlustið á lagið Lord Knows Best af plötu Dirty Beaches – Badlands frá því í fyrra hér fyrir neðan.

      1. 06 Lord Knows Best

 

 

Dream Central Station sjónvarpsviðtal

Við hittum þau Hallberg Daða Hallbergsson og Elsu Maríu Blöndal forsprakka hljómsveitarinnar Dream Central Station á heimili Hallbergs fyrir stuttu. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarína og Elsa María í Go-Go Darkness. Þau tóku órafmagnaða útgáfu af einu lagi og sögðu okkur m.a. frá  sögu sveitarinnar, Berlín og tónleikahaldi hér á landi.

Útgáfutónleikar My Bubba & Mi

Nýkántrí hljómsveitin My Bubba & Mi mun halda tvenna útgáfutónleika vegna útgáfu plötunnar Wild & You, sem kom út á vegum Kimi Records fyrir stuttu. Þeir fyrri verða á Græna Hattinum fimmtudaginn 30. ágúst kl. 21 og þeir seinni í Norræna húsinu laugardaginn 1. september kl. 21. Tónlistarkonan Sóley mun koma fram með My Bubba & Mi á báðum tónleikum.

Wild & You er stuttskífa og inniheldur 5 lög eftir þær My Larsdotter frá Svíþjóð og Guðbjörgu Tómasdóttur frá Íslandi. Þær hafa starfað saman sem My Bubba & Mi undanfarin 4 ár og hafa áður gefið út breiðskífuna How It’s Done in Italy. Hlustið á lagið Wild & You hér fyrir neðan.

First Aid Kit heiðra Paul Simon

Bandaríski tónlistarmaðurinn Paul Simon hlaut ásamt landa sínum sellóleikaranum Yo-Yo Ma hin eftirsóttu Polar- tónlistarverðlaun við hátíðlega athöfn í Svíþjóð í gær, en það er Konunglega Sænska Tónlistarakademían sem stendur fyrir verðlaununum. Fengu þeir hvor um sig 1 milljón sænskra króna í verðlaunafé.

Á athöfninni sungu sænsku systurnar úr First Aid Kit – Simon and Garfunkel lagið America til heiðurs Simon sem var staddur í salnum. Í fyrra sungu þær Patti Smith lagið Dancing Barefoot til heiðurs Smith við sama tilefni og mátti sjá tár renna niður kinnar hennar þegar hún fylgdist með flutningi systranna.

Polar-tónlistarverðlaunin voru fyrst afhent árið 1989 fyrir tilstilli Stig Anderson, umboðsmanns sænsku hljómsveitarinnar ABBA, og var Paul McCartney fyrstur til að hljóta þau. Fyrir neðan er hægt að horfa á First Aid Kit heiðra bæði Simon og Smith.