Nýtt lag frá Nolo

Reykvíska hljómsveitin Nolo senda á næstunni frá sér lagið Human. Hljómur lagsins er mjög “lo-fi” og verður það á væntanlegri smáskífu sem sveitin hyggst gefa út í náinni framtíð. Hlustið á þetta frábæra lag hér fyrir neðan.

      1. Human 12 okt

 

Child of Lov er með lækninguna

Huldumaðurinn Child of Lov gaf nýverið út stuðsmellinn Heal sem er forsmekkurinn af væntanlegri plötu sem kemur út í lok nóvember. Rödd þessa óþekkta ástarbarns er nokkuð rám og veðruð en hann er þó óhræddur við að dýfa sér í falsettuna. Ólygnir segja að suddalega bassalínan sé á ábyrgð sjálfs Damons Albarns en hún ásamt fönkuðum gítarriffum setja mikinn svip á lagið. Allt er þetta ákaflega skítugt en um leið grípandi klístrað þannig það límist vel við heilann. Í myndbandinu má svo sjá barnunga hipstera rústa hjóli, leika sér að sveppum og dansa á hjólaskautaballi. Á plötunni mun hann njóta aðstoðar áðurnefnds Albarns auk Thundercat og rapparans MF DOOM.

Airwaves þáttur 2 – 10/10/2012

 

Annar Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Sindri Már Sigfússon og hljómsveitin Tilbury kíktu í þáttinn, auk þess sem spiluð voru viðtöl við Árna Hjörvar úr The Vaccines og Michael Gira úr Swans.

1. hluti: Viðtal við Sindra úr Sin Fang

      1. Airwaves 2 1 hluti

2. hluti: Viðtal við Árna Hjörvar úr The Vaccines 

      2. Airwaves 2 2 hluti

3. hluti: Viðtal við Tilbury og miði gefin 

      3. Airwaves 2 3 hluti

4. hluti: Viðtal við Swans

      4. Airwaves 2 4 hluti

Good Moon Deer með nýtt lag

Íslenska raftónlistarsveitin Good Moon Deer senda frá sér sitt annað lag – Black í dag. Hljómsveitin hefur verið starfandi í ár og samanstendur af þeim Guðmundi Inga Úlfarssyni og Ívari Pétri Kjartanssyni úr hljómsveitinni Miri. Good Moon Deer mun spila í fyrsta sinn á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Hægt er að hlusta og niðurhlaða laginu Black hér fyrir neðan.

 

Lagalisti vikunnar – Straumur 222

1. hluti

      1. 222 1

2. hluti

      2. 222 2

3. hluti

      3. 222 3

1) She Moves Through Air – Pojke

2) Burning Sand – Nolo

3) Outside – Seapony

4) Terminal – SBTRKT

5) Based Shit – DREΛMCΛST

6) Fuck U All The Time (Shlohmo remix) – Jeremih

7) Bloom – Gypsy & The Cat

8) Hostages – A.C. Newman

9) Strings – A.C. Newman

19) It’s a War – Blackbird Blackbird

11) Ecce Homo – Titus Andronicus

12) Sunglasses – Saturday Looks Good To Me

13) Intro-High & Low – Headlight

14) Here I Am – Adam Green / Binki Shapiro

Airwaves þáttur 1 – 3/10/2012

 

Fyrsti  Iceland Airwaves sérþáttur Straums á X-inu 977 var á dagskrá í gær. Hljómsveitirnar FM Belfast, Nolo og Japanese Super Shift and the Future Band komu í viðtal. Hlustið hér fyrir neðan.

 

1. hluti: Viðtal við FM Belfast

      1. Airwaves 1 2012

2. hluti:

      2. Airwaves 2 2012

3. hluti: Viðtal við Nolo 

      3. Airwaves 3 2012

4. hluti: Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band

      4. Airwaves 4 2012

 

Myndband frá Halleluwah

Íslenska hip-hop tvíeykið Halleluwah sem samanstendur af þeim Sölva Blöndal og rapparanum Tiny sendi í dag frá sér myndband við lag sitt K2R sem kom út fyrir örfáum vikum. Í lok október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu sem mun innihalda lögin ”K2R” á A-hlið, og ”Whiplashes” á B-hlið. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.