Smáskífa frá Daphni

Dan Snaith sem er best þekktur undir nafninu Caribou sleppti frá sér laginu Pairs í gær. Snaith gefur lagið út undir hliðarverkefni sínu Daphni sem hann notar til að gefa út tónlist með elektrónískari áherslum. Lagið verður að finna á plötunni JIAOLONG sem kemur út þann 9. október næstkomandi. Daphni er þriðja nafnið sem Snaith notast við, en hann hóf feril sinn undir nafninu Manitoba. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Pairs.

Nýtt lag frá guards

 

Indie-rokk hljómsveitin Guards var að senda frá sér smáskífuna Silver Lining af væntanlegri fyrstu plötu sveitarinnar – In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar á næsta ári. Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Árið 2010  samdi Richie sjö lög  sem hann ætlaði Cults og sendi hann þau til Madeline. Henni fannst lögin frábær en ekki henta hljómsveitinni og lét þau á netið án þess að segja Richie frá því, nokkur blogg fóru á stað og síðan hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu stóru plötu Guards. Þessi sjö lög urðu svo Guards ep sem var ofanlega á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2010. Hlustið á nýja lagið – Silver Lining og Guards ep í heild sinni hér fyrir neðan.

Just Another Snake Cult gefa út kassettu

Íslenska hljómsveitin Just Another Snake Cult mun halda útgáfutónleika í tilefni þess að EP plata þeirra Birds Carried Your Song Through the Night kemur út á kassettu hér á landi á næstu dögum. Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 4. október klukkan 21:00 í versluninni Útúrdúr á Hverfisgötu og verður kassettan seld á staðnum. Birds Carried Your Song Through the Night EP kom út í Bandaríkjunum í vor hjá  plötufyrirtækinu Off Tempo frá Seattle. Remix plata þar sem nokkrir tónlistarmenn endurhljóðblanda lög af plötunni er hægt að hlaða niður ókeypis á Bandcamp síðu Just Another Snake Cult. Þar er m.a. að finna endurhljóðblandanir frá Nóló, Þórir Georg, DJ Flugvél og Geimskip og Bypass. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Way Over Yonder in the Minor Key af EP plötunni.

      1. Way Over Yonder in the Minor Key

 

 

Lagalisti vikunnar – Straumur 220

Hér er hægt að hlusta á þáttinn!

1) Let’s Go – Matt & Kim
2) Encylopedia Of Classic Takedowns – A.C. Newman
3) Swim and Sleep (Like A Shark) – Unknown Mortal Orchestra
4) Sunset (Ianborg Bootleg) – The xx
5) Everything Got Stolen – Captain Fufanu
6) Thrown (FaltyDL remix) – Kiasmos
7) Cali In A Cup – Woods
8) Bend Beyond – Woods
9) Is It Honest? – Woods
10) Find Them Empty – Woods
11) Cascade – Woods
12) Windy Cindy – People Get Ready
13) Freaking Out The Neigborhood – Mac Demarco
14) Soul Love (David Bowie cover) – Austra & CFCF
15) Hang On To Yourself – Young Galaxy
16) Tallboy – The Soft Pack
17) Saratoga – The Soft Pack
18) Bobby Brown – The Soft Pack
19) About That Life – Diplo feat. Jahan Lennon
20) At Heart – ERAAS
21) Your Drums, Your Love ( Deebs remix) – Alunageorge
22) September – St. Lucia
23) It’s Alright – Matt & Kim
24) Overexposed – Matt & Kim
25) Tonight – Matt & Kim
26) Closer – Tegan & Sara
27) Octopus – King Krule
28) Impossible Sky – Woods

Japandroids sjónvarpsviðtal

Kanadíska hljómsveitin Japandroids spilaði á tónleikum á Gamla Gauknum miðvikudaginn 22. ágúst síðastliðinn. Rétt fyrir tónleikana tókum við þá Brian King (gítar/söngur) og David Prowse (trommur/söngur) í smá spjall. Við spurðum þá meðal annars út í tónleikaferðalög, áhrifavalda og framtíð hljómsveitarinnar.

EP frá Dirty Projectors

New York Hljómsveitin Dirty Projectors mun gefa út ep plötuna About to Die  þann 6. nóvember næstkomandi. Titillagið er að finna á nýjustu plötu hljómsveitarinnar – Swing Lo Magellan sem kom út í sumar, auk þess verða þrjú ný lög á ep plötunni. Hljómsveitin sendi einnig frá sér myndband við lagið sem sýnir atriði úr stuttmyndinni Hi Custodian sem sveitin sendi frá sér fyrr í þessum mánuði. Hægt er að horfa á myndbandið og myndina hér fyrir neðan. Dirty Projectors munu spila í Listasafni Reykjavíkur þann 3. nóvember á Iceland Airwaves hátíðinni.

Nýtt efni frá Unknown Mortal Orchestra

Lo-fi sveitin Unknown Mortal Orchestra sleppti nýju lagi út í ólgusjó alnetsins í vikunni sem ber hinn hugvíkkandi titil Swim and Sleep (Like a Shark). Þeir gáfu út plötu samnefnda sveitinni í fyrra en þar úir og grúir af hráu fönki, sækadelískum útsetningum og bítlalegum laglínum. Ekki skemmdi fyrir að þessi greinarhöfundur straum.is hefur ávallt haft veikan blett fyrir hljómsveitarnöfnum sem innihalda orðið Orchestra. Hér róa þeir á svipuð mið með góðum árangri. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan en við biðjumst velvirðingar á óhugnalega ungbarninu sem myndskreytir lagið.

Lagalisti vikunnar – Straumur 219

 

Hér er hægt að hlusta á þáttinn!

1) Mine Tonight – Dum Dum Girls
2) Marilyn – Bat For Lashes
3) Untitled (Machinedrum Edit) – Boards Of Canada
4) Earthforms (Michna remix) – Matthew Dear
5) Your Drums, Your Love (Lil Silva Remix) – AlunaGeorge
6) I Got Nothing – Dum Dum Girls
7) Season In Hell – Dum Dum Girls
8) Hawk Highway – Cymbals Eat Guitars
9) Blackout – Plateaus
10) Gjafir Jarðar – Ojba Rasta
11) No Need To Hesitate – Jóhann Kristinsson
12) Passion – Nolo
13) King Of The World (Itunes sessions) – First Aid Kit
14) Dancing Barefoot (Itunes sessions) – First Aid Kit
15) Sea – Roosevelt
16) The Mother We Share – Chvrches
17) Texit – Alejandro Paz
18) Union (ft. Frankie Rose) – Teen Daze
19) Bones – MS MR
20) Dark Doo Wop – MS MR
21) Roses For The Dead – Halls
22) Prince Of Peace – Cult Of Youth
23) Maybe You (CFCF remix) – Saint Lou Lou
24) Save Me A Place – Marissa Nadler