Íslenska hljómsveitin Just Another Snake Cult mun halda útgáfutónleika í tilefni þess að EP plata þeirra Birds Carried Your Song Through the Night kemur út á kassettu hér á landi á næstu dögum. Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 4. október klukkan 21:00 í versluninni Útúrdúr á Hverfisgötu og verður kassettan seld á staðnum. Birds Carried Your Song Through the Night EP kom út í Bandaríkjunum í vor hjá plötufyrirtækinu Off Tempo frá Seattle. Remix plata þar sem nokkrir tónlistarmenn endurhljóðblanda lög af plötunni er hægt að hlaða niður ókeypis á Bandcamp síðu Just Another Snake Cult. Þar er m.a. að finna endurhljóðblandanir frá Nóló, Þórir Georg, DJ Flugvél og Geimskip og Bypass. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Way Over Yonder in the Minor Key af EP plötunni.
1. Way Over Yonder in the Minor Key