Hljómsveitin Tilbury sem var sett saman af Þormóði Dagssyni fyrir rúmum tveimur árum hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðasta misseri. Við kíktum á dögunum í æfingarhúsnæði hljómsveitarinnar.
mynd: Lilja Birgisdóttir
Hljómsveitin Tilbury sem var sett saman af Þormóði Dagssyni fyrir rúmum tveimur árum hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðasta misseri. Við kíktum á dögunum í æfingarhúsnæði hljómsveitarinnar.
mynd: Lilja Birgisdóttir
Fyrrum söngvari hinnar sálugu indie hljómsveitar Girls Christopher Owens hefur nú tilkynnt um útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu sem nefnist Lysandre og mun koma út þann 15. janúar næstkomandi. Hlustið á fyrstu smáskífuna af plötunni – Here We Go hér fyrir neðan.
Fjórði Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Hljómsveitirnar Sykur og Captain Fufanu kíktu í heimsókn, auk Sindra Eldons. Hlustið á viðtölin hér fyrir neðan.
1. hluti: viðtal við Sykur
2. hluti: viðtal við Sindra Eldon
3. hluti: viðtal við Captain Fufanu og miði gefin
Hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni!
Hinn goðsagnakenndi pródúsant og lagahöfundur Giorgio Moroder stofnaði nýverið ekki bara eina, heldur tvær soundcloud síður. Þar hefur hann hlaðið upp ótal lögum frá löngum og farsælum ferli, en sumt af því er afar sjaldgæft efni. Hinn ítalski tónlistarmaður var helsti lagahöfundur og upptökustjóri Donnu Summer á hápunkti ferils hennar en hann hefur einnig gefið út tónlist undir eigin nafni og samið tónlist við fjölda kvikmynda, þar á meðal Scarface, Midnight Express og Top Gun. Þá hefur hann unnið með mörgum stjórstjörnum svo sem Bonnie Tyler, Freddy Mercury, David Bowie og Debby Harry og hlotið þrjú óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist. Hann hætti að mestu afskiptum af tónlistarbransanum í byrjun 10. áratugarins en hefur síðan öðlast költ status meðal margra tónlistaráhugamanna. Hér fyrir neðan má hlusta á endurhljóðblandaða útgáfu af From here to Eternity frá 1977 og lag af plötunni EINZELGÄNGER frá 1975.
Hljómsveitin Dirty Projectors sem kemur fram á Iceland Airwaves um þar næstu helgi mun gefa út ep plötuna About to Die þann 6. nóvember næstkomandi. Á plötunni er að finna lagið While You’re Here sem var samið til minningar um Gerard Smith fyrrum bassaleikara hljómsveitarinnar TV on the radio sem lést úr lungnakrabbameini á síðasta ári. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
1. hluti
2. hluti
3. hluti
1) Breakers – Local Natives
2) Jah No Partial (ft. Flux Pavilion) – Major Lazer
3) Sun Goes Down (ft. The Knocks & St. Lucia) – Icona Pop
4) Release Me (DJ-Kicks) – Hercules and Love Affair
5) Flau Pappadans 1 – Prins Thomas
6) Billboard – S-Type
7) Would That Not Be Nice (RJD2 remix) – Divine Fits
8) Sexy, But Sparkly – Deerhoof
9) Twin City – Alan Watts
10) She Lives In An Airport – Guided By Voices
11) Looking For Love – Chromatics
12) So Many Details – Toro Y Moi
Þriðji Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Hljómsveitirnar Retro Stefson og Mammút kíktu í heimsókn auk tónlistarmannsins Snorra Helgasonar. Einnig var leikið viðtal við I Break Horses og miði gefin á hátíðina.
1. hluti: viðtal við Retro Stefson
2. hluti: viðtal við I Break Horses
3. hluti: viðtal við Mammút
4. hluti: viðtal við Snorra Helgason og miði gefin
Systra tríóið Haim frá Los Angeles sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember sendu í dag frá sér glænýtt lag. Lagið heitir Don’t Save Me og verður að finna á fyrstu stóru plötu hljómsveitarinnar sem er væntanleg bráðlega. Haim spila á Gamla Gauknum fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 0:10.
Söngkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir sem er best þekkt undir listamannsnafninu Lay Low sendi í dag frá sér tveggja laga vinyl plötu í takmörkuðu og númeruðu upplagi. Lögin á plötunni heita The Backbone og Rearrangement. Fyrra lagið er nýtt en seinna kom út á plötunni Brostinn strengur í fyrra undir nafninu Gleym mér ei. Lay Low sendi einnig frá sér myndband við lagið The Backbone sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.