Í Straumi í kvöld verður tekið fyrir nýtt efni frá Unknown Mortal Orchestra, Launder, Frankie Cosmos, JFDR, Johnny Blaze & Hakki Brakes og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!
1) Not In Love We’re Just High – Unknow Mortal Orchestra
2) How Many Zeros – Unknow Mortal Orchestra
3) Keep You Close – Launder
4) Vegkantur 2 (ft. Salka Valsdóttir) – Johnny Blaze & Hakki Brakes
5) White Ferrari – JFDR
6) All We Got (SBTRKT remix) – Chance The Rapper
7) Havana – Superorganism
8) Caramelize – Frankie Cosmos
9) This Stuff – Frankie Cosmos
10) Pristine – Snail Mail
11) Lucy – Still Woozy
12) Rascal – Annabel Allum
13) Execution – A Place To Bury Strangers
14) Blame (ft. VYNK) – YellowStraps
27) Titus Andronicus – The Most Lamentable Tragedy
26) Seven Davis Jr. – Universes
25) Earl Sweatshirt – I Don’t Like Shit, I Don’t Go Outside
24) Jessica Pratt – On Your Own Love Again
23) Thundercat – The Beyond / Where the Giants Roam
22) D.R.A.M. – Gahdamn!
21) Ezra Furman – Perpetual Motion People
20) Roisin Murphy – Hairless Toys
19) Blur – The Magic Whip
18) Empress Of – Me
17) Grimes – Art Angels
16) Deerhunter – Fading Frontier
15) Hudson Mohawke – Lantern
14) Waxahatchee – Ivy Tripp
13) Tobias Jesso Jr. – Goon
12) Sufjan Stevens – Carrie & Lowell
11) Jamie xx – In Colour
10) SOPHIE – PRODUCT
PC- music prinsinn og ólíkindatólið Sophie sendi þessa vöru sína í hillur plötubúða í lok síðasta mánaðar. Á plötunni Product má heyra átta smáskífur frá Sophie sem eru hver annarri hressari.
9) Fred Thomas – All Are Saved
All Saved er níunda sólóplata indie-kempunar Fred Thomas frá Michigan sem einnig er meðlimur í lo-fi bandinu Saturday Looks Good to Me. Platan er hans metnaðarfyllsta verk til þessa og það fyrsta til að fá drefingu á alþjóðavísu.
8) Unknown Mortal Orchestra – Multi-Love
Þriðja plata Unknown Mortal Orchestra byggir ofan á þéttan grunn af bítlalegu og léttsíkadelísku fönkrokki en bætir við nokkrum litum í hljómpalettuna. Útkoman er fjölbreyttari verk en áður, bæði þegar kemur að hljóðheim og uppbyggingum laga.
7) Kurt Vile – believe i’m going down…
Það gerist ekki afslappaðra og huggulegra gítarpoppið en hjá Kurt Vile, en samt er alltaf kaldhæðinn broddur í textagerðinni. believe i’m going down… er gríðarlega heilsteypt og góð plata þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og hans síðasta, Walking on a pretty daze.
6) Courtney Barnett – Sometimes I Sit And Think, And Sometimes I Just Sit
Hin ástralska Courtney Barnett nær hér á undraverðan hátt að blása lífi í glóðir slakkerrokks 10. áratugarins. Á þessari plötu sem ber besta titil ársins syngur Barnett algjörlega áreynslulaust um tilgangsleysi hversdagslífsins á svo næman hátt að það er ekki hægt annað en að heillast með. Svo eru feikisterkar lagasmíðar alls ekki að skemma fyrir. Frábær plata.
5) Kelela – Hallucinogen
Tónlistarkonan Kelela fylgdi á eftir mixtape-inu Cut 4 Me frá árinu 2013 með þessari silkimjúku ep plötu sem nær hápunkti sínum í laginu Rewind. Á plötunni naut hún meðal annars aðstoðar upptökustjórans Arca sem gefur henni skemmtilegan framtíðarblæ.
4) Kendrick Lamar – To Pimp A Butterfly
Kendrick Lamar tókst að standa undir nánast óbærilegum væntingum sem skapast höfðu eftir good kid m.A.A.d. city, með hinni óheyrilega metnaðarfullu og fjölbreyttu To Pimp A Butterfly. Á skífunni úir og grúir af frábærum pródúsöntum og heyra má áhrif frá jassi, slamljóðum og G og P-fönki. En yfir öllu því gnæfir rödd Kendrick og flæðir yfir alla bakka eins og Amazon. To Pimp A Butterfly er nýkomin út en manni finnst hún strax vera orðin hluti af kanónunni í vesturstrandarrappi.
3) D.K. – Love On Delivery
Love Delivery erseyðandi og stöðug stuttskífa frá franska tónlistarmanninum D.K. Fullkomin á ströndina.
2) Rival Consoles – Howl
Breski raftónlistarmaðurinn Ryan Lee West, sem gefur út tónlist undir nafninu Rival Consoles, sendi frá sér lifandi raftóna í október á plötunni Howl sem minna á köflum á bestu verk tónlistarmanna á borð við Jon Hopkins og Aphex Twin.
1) Tame Impala – Currents
Hinn stjarnfræðilega hæfileikaríki Kevin Parker virðist ófær um að stíga feilspor og Tame Impala er á góðri leið með að verða Flaming Lips sinnar kynslóðar. Tame Impala taka 60’s síkadelíuna sína alvarlega og andi og fagurfræði hennar skín í gegn í öllum verkum sveitarinnar, ekki síst í stórkostlegum myndböndum og myndefni. Á þessari þriðju og jafnframt bestu plötu sveitarinnar fer minna fyrir gíturum en þeim mun meira er um útúrspeisaða hljóðgervla og trommuheila. Opnunarlagið Let It Happen er eitt allra sterkasta lag ársins og platan sem á eftir fer er löðrandi í grípandi viðlögum en en á sama tíma sprúðlandi í hugvíkkandi tilraunastarfsemi. Straumarnir á þessari plötu eru þungir og eiga eftir að fleyta Tame Impala langt. Bravó.
Í Straumi í kvöld verður kynnt nýtt efni frá listamönnum og hljómsveitum á borð við Unknown Mortal Orchestra, Crystal Castles, Built To Spill, Eternal Summers, Courtney Barnett og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) Like Acid Rain – Unknown Mortal Orchestra
2) Can’t Keep Checking My Phone – Unknown Mortal Orchestra
3) Ur Life One Night – Unknown Mortal Orchestra
4) Frail – Crystal Castles
5) 1 2 3 4 – Samantha Urbani
6) Fast Lane – Rationale
7) Oban (Todd Terje Remix) – Jaga Jazzist
8) Okaga, CA – Tyler, The Creator
9) Forgiveness – Made In Heights
10) Never Be The Same – Built To Spill
11) Another Day – Built To spill
12) My Dead Girl – Speedy Ortiz
13) Together Or Alone – Eternal Summers
14) Close Watch (John Cale Cover) – Courtney Barnett
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Waxahatchee, Hot Chip, Twin Shadow, Unknown Mortal Orchestra, Kendrick Lamar, Fort Romeau, THEESatisfaction og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) Huarache Lights – Hot Chip
2) I’m Ready – Twin Shadow
3) Multi-love – Unknown Mortal Orchestra
4) The Blacker the Berry – Kendrick Lamar
5) Breathless – Waxahatchee
6) La Loose – Waxahatchee
7) Poison – Waxahatchee
8) Planet For Sale – THEESatisfaction
9) Batyreðs Candy – THEESatisfaction
10) Meme Generator – Dan Deacon
11) All I want – Fort Romeau
12) Let It Carry You – José González
13) No Shade in the Shadow of the Cross – Sufjan Stevens
14) Just Like You – Chromatics
Aragrúi af misþekktum erlendum hljómsveitum kemur fram á Iceland Airwaves sem hefst í dag svo erfitt getur reynst að hafa yfirsýn yfir þær. Straumur hefur því til yndis- og hægðarauka fyrir lesendur tekið saman 11 erlend bönd sem við mælum sérstaklega með. Þau eru í stafrófsröð og öll með tölu æðisleg.
Black Bananas (US) – Föstudaginn 23:20 á Gauknum
Suddalega grúví synþapopp sem hljómar eins og afkvæmi Prince og Rick James að fönka í fjarlægri framtíð.
Caribou (CA) – Laugardaginn 23:45 í Listasafni Reykjavíkur
Lífrænt tekknó á stöðugri hreyfingu. Our Love er ein besta plata ársins og við erum ennþá að hlusta á Swim sem kom út 2010. Spilaði á frábærum tónleikum á Nasa 2011.
Ezra Furman (US) – Laugardaginn 00:30 í Iðnó
Bættu þremur desilítrum af saxafón út í passlega pönkaða poppsúpu og útkoman er Ezra Furman. My Zero er eitt mest grípandi lag sem við höfum heyrt í ár.
Það þarf svo sem ekki að segja mikið um Flaming Lips. Eitt stöndugasta band óháðu tónlistarsenunnar í hátt í tvö áratugi og frægir fyrir æðisgengin live sjó.
Ibibo Sound Machine (UK) – Föstudaginn 22:50 í Listasafni Reykjavíkur
Sjóðheitur grautur úr ótal exótískum áttum. Afrískt diskó með rafræna sál og framsækin grúv.
The Knife (SE) – Laugardaginn 22:00 í Silfurbergi Hörpu
Sænski sifjaspellsdúettinn tilkynnti með trompi að hann myndi halda sína síðustu tónleika á Airwaves. Tónlist þeirra er á köflum drungaleg, poppuð, tilraunakennd eða allt í senn. I’m in love with your brother.
La Femme (FR) – Fimmtudaginn 00:00 í Silfurbergi Hörpu
Tilraunakennt franspopp með töffaraskap í tonnatali.
Roosevelt (DE) – Föstudaginn 20:50 á Húrra
Raftónlist sem er í senn draumkennd og dansvæn, rambar á barmi chillwave og tekknós.
Unknown Mortal Orchestra (NZ) – Föstudaginn 18:15 í Bíó Paradís og laugardaginn 00:20 í Norðurljósum í Hörpu
Lo-Fi 60’s stöff af bestu mögulegu bítlalegu gerð; fönkí, sækadelic og seiðandi.
The War on Drugs (US) – Sunnudaginn 21:30 í Vodafone höllinni (þarf sérstakan miða)
Eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum um þessar mundir og gáfu út eina af bestu plötum þessa árs, Lost in a Dream.
Yumi Zouma (NZ) – Laugardaginn 22:30 Kaldalón í Hörpu
Undurfalleg rödd og ótrúlega hugvitsamlega útsett og vandað draumapopp.
Þriðji þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 á X-inu 977 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma hljómsveitirnar Oyama og Fufanu í heimsókn, birt verða viðtöl við Unknown Mortal Orchestra og Ezra Furman auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.
1) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra
2) Swing Lo Magellan (Dirty Projectors cover) – Unknown Mortal Orchestra
3) FFunny FFrends – Unknown Mortal Orchestra
4) Swim and Sleep (Like a Shark) – Unknown Mortal Orchestra
5) Sweet Ride – Oyama
6) Siblings – Oyama
7) Time – Jungle
8) My Zero – Ezra Furman
9) I Wanna Destroy Myself – Ezra Furman
10) Tell Em All To Go To Hell – Ezra Furman
11) Speak Out – Jaakko Eino Kalevi
12) Circus – Fufanu
13) Wire Skulls – Fufanu
14) Sonnentanz – Klangkarussell
15) Pass This On – The Knife
16) Giddy – Jessy Lanza
17) Chewin the Apple of Your Eye – Flaming Lips
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fimmtán listamenn til viðbótar sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir rúmlega 200. Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og miðasalan er þegar hafin á heimasíðu Iceland Airwaves. Í erlendu deildinni ber fyrst að nefna bandaríska indíbandið Unknown Mortal Orchestra sem hafa gefið út tvær feikifínar plötur af bítlalegu lo-fi fönki með sækadelískum 60’s áhrifum. Þá mæta líka til leiks Klangkarussel frá Austurríki, Tomas Barfod frá Danmörku, Ballett School frá Þýskalandi og Pins frá Bretlandi. Einnig koma fram íslensku listamennirnir, Hermigervill, Berndsen, Dísa, Nolo, The Vintage Caravan, Futuregrapher, Cell7, Árni2, Introbeats, Good Moon Deer og Fura. Þá er vert að geta þess að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og geta íslenskar hljómsveitir því sótt um að fá að spila á heimasíðu hátíðarinnar.
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Drake, Crystal Stilts, Trentemøller, Haim, Janelle Monáe, Of Montreal, Mazzy Star og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!
1) Honey & I – Haim
2) Running If You Call My Name – Haim
3) Campo – Toro Y Moi
4) Parallel Jalebi – Four Tet
5) J.A.W.S – Luxury
6) Black Out Days – Phantogram
7) Over Your Shoulder – Chromeo
8) Too Much – Drake
9) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe
10) Still On Fire – Trentemøller
11) River Of Life (ft. Ghost Society) – Trentemøller
12) In The Kingdom – Mazzy Star
13) Sparrow – Mazzy Star
14) Memory Room – Crystal Stilts
15) Nature Noir – Crystal Stilts
16) Farmer’s Daughter – Babyshambles
17) Triumph Of Distegration – Of Montreal
18) Colossus – Of Montreal
19) Swing Lo Magellan – Unknown Mortal Orchestra
Í Straumi í kvöld skoðum nýtt efni með Youth Lagoon, Oyama, Ra Ra Riot, Blue Hawaii, Ben Zel, Mozart’s Sister og mörgum öðrum! Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.
1. hluti:
1. 235 1
2. hluti:
2. 235 2
3. hluti:
3. 235 3
1) Shuggie – Foxygen
2) Dropla – Youth Lagoon
3) Everything Some Of The Time – Oyama
4) White Noise (ft. AlunaGeorge) – Disclosure
5) Try To Be – Blue Hawaii
6) Mozart’s Sister – Mozart’s Sister
7) Fallin Love (Cashmere Cat remix) – BenZel
8) Eunoia – And So I Watch You From Afar
9) Big Thinks Do Remarkable – And So I Watch You From Afar
10) Miracle Mile – Cold War Kids
11) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra
12) Secret Xitians – Unknown Mortal Orchestra
13) Stay I’m Changed – FaltyDL
14) Angel Please – Ra Ra Riot
15) Hey Tonight – Free Energy
16) Well You Better – Yo La Tengo