11 erlend bönd sem þú mátt ekki missa af

Aragrúi af misþekktum erlendum hljómsveitum kemur fram á Iceland Airwaves sem hefst í dag svo erfitt getur reynst að hafa yfirsýn yfir þær. Straumur hefur því til yndis- og hægðarauka fyrir lesendur tekið saman 11 erlend bönd sem við mælum sérstaklega með. Þau eru í stafrófsröð og öll með tölu æðisleg.

 

Black Bananas (US) – Föstudaginn 23:20 á Gauknum

Suddalega grúví synþapopp sem hljómar eins og afkvæmi Prince og Rick James að fönka í fjarlægri framtíð.

 

Caribou (CA) – Laugardaginn 23:45 í Listasafni Reykjavíkur

Lífrænt tekknó á stöðugri hreyfingu. Our Love er ein besta plata ársins og við erum ennþá að hlusta á Swim sem kom út 2010. Spilaði á frábærum tónleikum á Nasa 2011.

 

 

Ezra Furman (US) – Laugardaginn 00:30 í Iðnó

Bættu þremur desilítrum af saxafón út í passlega pönkaða poppsúpu og útkoman er Ezra Furman. My Zero er eitt mest grípandi lag sem við höfum heyrt í ár.

 

Flaming Lips (US) – Sunnudagur 22:30 Vodafonehöllin (þarf sérstakan miða)

Það þarf svo sem ekki að segja mikið um Flaming Lips. Eitt stöndugasta band óháðu tónlistarsenunnar í hátt í tvö áratugi og frægir fyrir æðisgengin live sjó.

 

Ibibo Sound Machine (UK) – Föstudaginn 22:50 í Listasafni Reykjavíkur

Sjóðheitur grautur úr ótal exótískum áttum. Afrískt diskó með rafræna sál og framsækin grúv.

The Knife (SE) – Laugardaginn 22:00 í Silfurbergi Hörpu

Sænski sifjaspellsdúettinn tilkynnti með trompi að hann myndi halda sína síðustu tónleika á Airwaves. Tónlist þeirra er á köflum drungaleg, poppuð, tilraunakennd eða allt í senn. I’m in love with your brother.

 

La Femme (FR) – Fimmtudaginn 00:00 í Silfurbergi Hörpu

Tilraunakennt franspopp með töffaraskap í tonnatali.

 

Roosevelt (DE) – Föstudaginn 20:50 á Húrra

Raftónlist sem er í senn draumkennd og dansvæn, rambar á barmi chillwave og tekknós.

 

Unknown Mortal Orchestra (NZ) – Föstudaginn 18:15 í Bíó Paradís og laugardaginn 00:20 í Norðurljósum í Hörpu

Lo-Fi 60’s stöff af bestu mögulegu bítlalegu gerð; fönkí, sækadelic og seiðandi.

 

The War on Drugs (US) – Sunnudaginn 21:30 í Vodafone höllinni (þarf sérstakan miða)

Eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum um þessar mundir og gáfu út eina af bestu plötum þessa árs, Lost in a Dream.

Yumi Zouma (NZ) – Laugardaginn 22:30 Kaldalón í Hörpu

Undurfalleg rödd og ótrúlega hugvitsamlega útsett og vandað draumapopp.

The Knife á Iceland Airwaves

Rétt í þess var tilkynnt að sænska systkinahljómsveitin The Knife muni koma fram á næstu Iceland Airwaves hátíð í nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem The Knife kemur fram á Íslandi og verða tónleikarnir auk þess þeir síðustu á Shaking The Habitual-tónleikaferðalaginu sem hófst á síðasta ári. Knife hafa verið leiðandi afl í raftónlist í rúmlega áratug og bæði samið ódauðlega poppsmelli eins og Heartbeats en líka reynt á þanmörk formsins í endalausum tilraunum á sinni síðustu plötu, Shaking The Habitual. Óheyrilegur fjöldi listamanna kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember og má þar nefna Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, , La Femme, Mamút og Kelela.

 

Horfið á myndbandið fyrir Full of Fire hér fyrir neðan.

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

Straumur 8. apríl 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Kurt Vile, James Blake, Yeah Yeah Yeahs, Útidúr, Machinedrum, The Knife, Grísalappalísa mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

Straumur 8. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Mosquito – Yeah Yeah Yeahs
2) Slave – Yeah Yeah Yeahs
3) Take a Fall For Me (ft. RZA) – James Blake
4) Life Round Here – James Blake
5) Clissold VIP – James Blake
6) Networking – The Knife
7) Arcylics – TNGHT
8) KV Crimes – Kurt Vile
9) Was All Talk – Kurt Vile
10) Never Run Away – Kurt Vile
11) Pure Pain – Kurt Vile
12) Lóan er komin – Grísalappalísa
13) Maelstrom – Útidúr
14) Bumblebee – Útidúr
15) I Think We’ve Go A Problem – Reversing Falls
16) Despair – Yeah Yeah Yeahs

Straumur 11. mars 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við aðra plötu Waxahatchee sem er listamannsnafn Katie Crutchfield tónlistarkonu frá Alabama fylki í Bandaríkjunum. Við heyrum nýtt efni frá Smith Westerns, She & Him, Golden Grrrls og mörgum öðrum. Einnig verða gefnir 2 miðar á tónleika Colin Stetson sem fara fram á næsta sunnudag. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

Straumur 11. mars 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Coast to Coast – Waxahatchee
2) Varsity – Smith Westerns
3) Digital Lion – James Blake
4) Jessica – Major Lazer (ft. Ezra Koenig)
5) Paul Simon – Golden Grrrls
6) Dixie Cups and Jars – Waxahatchee
7) Brother Bryan – Waxahatchee
8) Swan Dive – Waxahatchee
9) Peace and Quiet – Waxahatchee
10) Marijuana – Chrome Sparks
11) Send The Pain On – Chrome Sparks
12) Red Horse (Judges II) – Colin Stetson
13) Golden Girls – Devendra Banhart
14) Never Seen Such Good Things – Devendra Banhart
15) Never Wanted Your Love – She & Him
16) Immortals – Marnie Stern
17) Year of the glad – Marnie Stern
18) A Tooth for an Eye – The Knife
19) II – Gunnar Jónsson
20) You’re Damaged – Waxahatchee

 

Straumur 18. febrúar 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Kurt Vile, The Knife, Atoms For Peace, Youth Lagoon, The Strokes og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

1. hluti: 

      1. 238 1

2. hluti: 

      2. 238 2

3. hluti: 

      3. 238 3

1) Retrograde (Ion The Prize remix) – James Blake

2) All The Time – The Strokes

3) Walkin On A Pretty Day – Kurt Vile

4) Light Out – Javelin

5) Judgement Nite – Javelin

6) A Tooth For an Eye – The Knife

7) Entertainment – Phoenix

8) A Tattered Line Of String – The Postal Service

9) Before Your Very Eyes – Atoms For Peace

10) Dropped – Atoms For Peace

11) The Cleansing – ∆ ∆

12) Domo23 – Tyler, The Creator

13) Daydream (Mörk’s Epic Snare Remix) – Youth Lagoon

14) Mute – Youth Lagoon

 

Straumur 28. janúar 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni með Ducktails, The Knife, The Ruby Suns, Torres og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

1. hluti:

      1. 236 1

2. hluti:

      2. 236 2

3. hluti:

      3. 236 3

 

1) Defiant Order – Birdy Nam Nam
2) Full Of Fire – The Knife
3) Anomaly – Doldrums
4) Higher Res (ft. Jai Paul and Little Dragon) – Big Boi
5) Gun Shy (Lindstrøm remix) – Grizzly Bear
6) Dramatikk – The Ruby Suns
7) Pretty Boy – Young Galaxy
8) One Way Trigger – The Strokes
9) Timothy Shy – Ducktails
10) Max Can’t Surf – FIDLAR
11) Wooly Mammoth – Local Natives
12) November Baby – Torres
13) When Winter’s Over – Torres
14) Numbers And Names – Ólöf Arnalds
15) Grievances – Daniel Johnston