The Knife á Iceland Airwaves

Rétt í þess var tilkynnt að sænska systkinahljómsveitin The Knife muni koma fram á næstu Iceland Airwaves hátíð í nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem The Knife kemur fram á Íslandi og verða tónleikarnir auk þess þeir síðustu á Shaking The Habitual-tónleikaferðalaginu sem hófst á síðasta ári. Knife hafa verið leiðandi afl í raftónlist í rúmlega áratug og bæði samið ódauðlega poppsmelli eins og Heartbeats en líka reynt á þanmörk formsins í endalausum tilraunum á sinni síðustu plötu, Shaking The Habitual. Óheyrilegur fjöldi listamanna kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember og má þar nefna Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, , La Femme, Mamút og Kelela.

 

Horfið á myndbandið fyrir Full of Fire hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *