Jólastraumur 5. desember 2016

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Mac DeMarco, Phoenix, LCD Soundsystem, Low, Prins Póló, Major Lazer, Future Islands og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!

1) White Christmas – Mac DeMarco
2) Christmas Will Break Your Heart – LCD Soundsystem
3) Alone on Christmas Day – Phoenix
4) Jólakveðja – Prins Póló & Gosar
5)Some Hearts (at Christmas Time) – Low
6) Christmas Tree – Islands
7) Run Run Rudolph – She & Him
8) Holiday Road – Tennis
9) Come On! Let’s Boogey to the Elf Dance! – Sufjan Stevens
10) Christmas Trees (ft. Protoje) – Major Lazer
11) Last Christmas – Future Islands
12) Jólalag – Vaginaboys
13) Það er jólalegt að vera leiður – Páll Ivan frá Eiðum
14) Christmas And Everyday – Best Coast
15) I Don’t Wanna Wait Til Christmas – Summer Camp
16) Carol Of The Bells – The Melvins
17) Frosty The Snowman – Cocteau Twins

Straumur 23. mars 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur og lög frá listamönnum á borð við Courtney Barnett, Shamir, Earl Sweatshirt, Shlohmo, James Murphy, Blur, Major Lazer, Vök og fleirum auk þess sem tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson Collider kíkir í heimsókn. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 23. mars 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Elevator Operator – Courtney Barnett
2) An Illustration of Loneliness (Sleepless in New York) – Courtney Barnett
3) Dead Fox – Courtney Barnett
4) Call it Off – Shamir
5) Lean On (feat. MØ & DJ Snake) – Major Lazer
6) Transikh – Gunnar Jónsson Collider
7) Harmala – Gunnar Jónsson Collider
8) Golden Years (David Bowie cover) – James Murphy
9) We Used To Dance – James Murphy
10) Ditch – Shlohmo
11) Huey – Earl Sweatshirt
12) Wool (ft Vince Staples) – Earl Sweatshirt
13) If I Was – Vök
14) We Came As We Left – Buspin Jieber
15) The Dream – Buspin Jieber
16) Animals – Du Tonc
17) Lonesome Street – Blur

Hróarskelda 2014 – Heimur út af fyrir sig

Við skulum byrja þetta á játningu: Ég heiti Davíð, er 31 árs og hef aldrei áður farið á Hróarskeldu. Við skulum svo taka aðra játningu: Vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem innihalda yfirbókaða flugvél, millilendingu í Barcelona og missi af tengiflugi þar var ég lengur í útlöndum en ég ætlaði mér. Ég skrifaði ekki mikið niður af minnispunktum og er þess vegna að fiska atburði og stemmningar upp úr bjórmaríneruðu minni nokkru eftir hátíðina. Það sem á eftir fer er þess vegna ekki vísindalega áreiðanlegur vitnisburður en gefur þó vonandi óljósa mynd af þeirri alhliða upplifun sem Hróarskelda er. Hefst nú ritningin:

 

Þegar við stigum út úr lestinni og komum inn á Hróarskeldusvæðið áttum við eftir að redda tjaldi og tjalda því og það voru tveir tímar þangað til Outkast áttu að byrja. Það hefði átt að vera einfalt verkefni en enginn virtist vita hvar maður gæti keypt tjald eða hvar blaðamannatjaldsvæðið væri og Outkast voru við það að byrja þegar við fundum það. Við tjölduðum á methraða með Bombs Over Baghdad sem undirleik og hlupum síðan yfir á appelsínugula sviðið að sjá eina bestu rapphljómsveit allra tíma. Ég hef verið Outkast aðdáandi helming ævi minnar og þetta var langþráð stund sem stóðst allar væntingar. Ólíkt því sem ég hafði lesið um tónleika þeirra á Coachella hátíðinni voru Andre 3000 og Big Boi í miklu stuði á sviðinu og ekki á þeim að sjá þetta væri gert bara fyrir peninginn. Þeir tóku alla sína helstu slagara og ég ærðist þegar þeir spiluðu Roses. Andre er svalasti núlifandi maður jarðarinnar og fór á kostum á sviðinu og vitnaði meira að segja í dónarappsveitina 2 Live Crew.

Á eftir Outkast voru ellilífeyrisþegarnir í Rolling Stones. Ég hafði ekki miklar væntingar til þeirra, Stones eru orðnir svo mikil stofnun að ég hélt þetta væri bara til að tikka í eitthvað box og getað sagst hafa séð þá. En tónleikarnir fóru langt fram úr vonum mínum og voru með þeim bestu á hátíðinni. Það er ótrúlegt hvernig rödd Mick Jaggers hefur nánast ekkert dalað á 50 árum og Ronnie Woods fór hamförum á gítarnum. Keith Richards var í aukahlutverki á gítarnum en magnaður karakter engu að síður og þeir fengu kór til að aðstoða sig við You can’t always get what you want. Í lokin var svo flugeldum skotið á loft sem var fullkomlega verðskuldað.

 

Dagur 2

 

Vegna þess hve seint við komum á tónleika gærkvöldsins ákváðum við að taka daginn snemma á föstudeginum og byrjuðum með hljómleikum nýsjálenska sýrurokkarans Connan Mockasin klukkan 2 um daginn. Hann lék LSD-legna síkadelíu ekki ósvipaða áströlsku sveitinni Tame Impala og sló góða upptakt fyrir þá stífu tónleikadagskrá sem fram undan var. Næst var haldið í Arena tjaldið þar sem bandaríska indírappsveitin Dialated Peoples var að koma sér fyrir. Þeir rokkuðu Arena-tjaldið með rokna sviðsframkomu og plötusnúðurinn Babu sýndi ótrúlega fingrafimi í villtum skrats-sólóum.

Við röltum svo í annað svið yfir á kvennabandið Warpaint sem myndaði rafmagnaða stemmningu með dökkum hljómi og þéttum samsöng. Þar á eftir fékk norski raftónlistarmaðurinn Cashmere Cat okkur til að dansa í besta setti dagsins hingað til, sem innhélt kraftmikla blöndu af tekknói, dubstep og hústónlist. Þvínæst héldum við yfir á Arena sviðið að sjá hinn feikilega fjölhæfa Damon Albarn. Albarn er nýbúinn að gefa út sína fyrstu sólóskífu undir eigin nafni sem er virkilega fín en nokkuð í rólegri kantinum. Flutningur Damons og hljómsveitar var afbragð en gefið var í á seinni hluta tónleikana og hápunktinum náð þegar De La Soul stigu á sviðið og fluttu Gorillaz slagarann Feel Good Inc.

Rafdúettinn Darkside sem samanstendur af Nicolas Jaar og gítarleikaranum Dave Harrington stóð svo sannarlega undir nafni því tónleikar þeirra voru þeir myrkustu á hátíðinni, svo dimmt var í tjaldinu að ekki sást vottur af tvímenningunum á sviðinu. Þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi tónlistar sveitarinnar var leiðinlegt að sjá ekki mennina á bakvið hana, svo við héldum því yfir á annan rafdúett, hina bandarísku Classixx. Þeir voru öllu líflegri, spiluðu á bassa og hljómborð, og framleiddu fönkí graut af hús- og diskótónlist meðan Kraftwerk-legri grafík var varpað á skjá fyrir aftan.

 

Þegar þarna var komið við sögu voru fætur föruneytisins orðnir ansi lúnir eftir næstum því hálfan sólarhring af tónleikastandi og labbi milli sviða. Við vorum þó staðráðnir í að sjá tribute-bandið The Atomic Bomb! Band, sem leikur tónlist hins dularfulla nígeríska synthafönkmeistara, William Onyeabor. Hljómsveitin er skipuð einvalaliði hljóðfæraleikara úr mörgum heitustu indísveitum samtímans auk ýmissa afrískra snillinga. Þá komu söngvarar eins og Luke Jenner úr Rapture og Joe Goddard úr Hot Chip við sögu en toppurinn var þó þegar Damon Albarn kom óvænt á sviðið og flutti helsta slagara Onyeabor, Fantastic Man. Þá fann ég ekki fyrir neinni þreytu lengur í löppunum og dansaði og öskraði mig hásan inn í nóttina við óstöðvandi grúvið. Þetta var einn af hápunktum hátíðarinnar og við héldum dauðþreyttir en með risabros á vör heim í tjaldið.

Dagur þrjú

 

Eftir pakkaða dagskrá gærkvöldsins leyfðum við okkur að slaka aðeins á fyrri part dags og drekka bjór í sólinni við tjaldsvæðið. Þrátt fyrir að tónlistin sé aðalatriðið er líka hluti af stemmningunni við hátíðina að rölta um, kynnast nýju fólki og vera ekki allt of rígbundinn við stífa dagskrá. Við sáum bandarísku R&B píuna Kelelu flytja á tilfinningaþrungin hátt framsækna popptónlist með rafrænni áferð. Þá var fransk/spænski reggíhippinn Manu Chao í fínasta stuði á aðalsviðinu en ég hef samt aldrei verið mikill aðdáandi hans svo haldið var yfir á breska raftónlistarmanninn James Holden.

 

James Holden er sér á báti í raftónlistarsenu samtímans, leikur kosmíska hljóðasúpu með geigvænlegum drunum og áhrifum frá sækadelik og súrkálsrokki. Hann var í mjög þéttri keyrslu og fór á kostum í hljóðgervlafimleikum og tilraunakenndum töktum.

 

Artic Monkies héldu táningunum í stuði á stóra sviðinu, Kavinsky héldu eitursvölu kúlinu sínu og Interpol voru svellkaldir eins og venjulega. Major Lazer áttu dónalegasta sett hátíðarinnar en á meðan Diplo og félagar dældu út sóðalegu Dancehall-i voru fimm dansapíur í tannþráðs G-strengjum að twerka eins og þær fengju borgað fyrir það (sem þær gerðu alveg örugglega). Það síðasta sem við sáum þetta kvöldið var svo hávaðapoppbandið Sleigh Bells sem gjörsamlega rokkuðu himininn af tjaldinu. Alexis Krauss, söngkona sveitarinnar, fór á kostum í tryllingslegri sviðsframkomu þar sem hún steig yfir vegginn fyrir framan sviðið og bókstaflega labbaði ofan á áhorfendum.

 

Dagur 4

 

Eitt af því skemmtilegasta við tónlistarhátíðir með óteljandi hljómsveitum er að ramba óvænt á eitthvað frábært sem maður hefur aldrei heyrt áður. Í gönguferð í leit að morgunmat rákumst við inn á tónleika með malísku feðgunum Toumani & Sidiki Diabate. Toumani þessi er víst þekktur fyrir samstarf sitt við Ali Farka Touré en þarna var hann með syni sínum og þeir framkölluðu forn grúv með módernísku tvisti á svokallaðar Kora-hörpur.

 

Deerhunter áttu mjög góða spretti og forsprakki hennar, Bradford Cox, sem lítur út eins og tveggja metra alnæmissjúklingur með vörubílsstjóraderhúfu, lék á alls oddi í mögnuðum gítaræfingum. Það var hins vegar aldraða undrabarnið og æringinn Stevie Wonder sem átti bestu tónleika sunnudagsins. Studdur hljómsveit á heimsmælikvarða keyrði hann í gegnum úrval af sínum óteljandi hitturum og maður sá útgeislunina skína úr augum hans þrátt fyrir dökk sólgleraugun. Að sjá þann sjónlausa flytja lög eins og Master Blaster (Jammin), My Cherie Amor, Living For The City og Superstition í félagsskap minna bestu vina í glampandi sólskyni gerði mig allan meyran og hamingjuþrungin hitatilfinning byrjaði að kræla á sér innra með mér og hríslast um allan líkamann. Wonder-inn var eins mikið með’etta og hægt er að vera að upplifunin ólík öllu öðru á hátíðinni.

 

Jack White lokaði svo hátíðinni með stæl og hóf leikinn á White Stripes klassíkinni Icky Thump. Reglulega brast á með villtum gítarsólóum og áhorfendur tóku við sér svo um munar í White Stripes lögum eins og Fell in Love With a Girl og Hotel Yorba. Hann lokaði svo hátíðinni endanlega með hinu anþemíska Seven Nation Army þar sem tugir þúsunda sungu með og sló þannig vel rokkaðan botn í ógleymanlegt festival.

Að upplifa Hróarskeldu í fyrsta skiptið er samt ekki hægt að lýsa til fullnustu með neinum orðum, jafnvel ekki svona rosalega mörgum eins og ég hef reynt í þessari grein. Hátíðin er eins og önnur vídd þar sem stjórnlaus gleði ræður ríkjum sem fer þó aldrei úr böndunum. Þarna eru samankomnir rúmlega 100.000 manns og það sást ekki vesen eða leiðindi á einum einasta. Þetta var mín fyrsta hátíð en verður svo sannarlega ekki sú síðasta.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Lokakvöld Sónar

Mynd: A. Albert

Lokakvöld Sónar-hátíðarinnar fyrir mig hófst með tónleikum Low Roar í flóanum. Hljómsveitin sem leidd er af Ryan var á sinni fyrstu plötu á ljúfsárum akústískum nótum hefur nú aukið við hljóðheiminn og er komin út í talsvert rafrænni pælingar og er það vel. Sveitin kom fram í viðhafnarútgáfu en auk Loga Guðmundssonar sem sér um trommur og hljómborð nutu þeir liðsinnis Mike úr Tung og Leifs Bjarnasonar á synþa. Því miður voru fáir mættir svona snemma því tónleikarnir voru hreint afbragð og sérstaklega var flutningur lokalagsins tilkomumikill. Þvínæst hljóp ég upp í Norðurljósasal þar sem ég náði síðasta lagi með Highlands, en bílskúrs og hússkotin popptónlistin þeirra lofar mjög góðu.

 

Reif í bergið

 

Þá var röðin komin að Mind in Motion, íslenskri rafsveit sem var starfandi á rave-tímabilinu í byrjun 10. áratugarins, en hafði komið saman aftur í tilefni Sónar eftir hvatningu á facebook. Þeir léku hreint og tært óldskúl hardcore, með hröðuðum raddsömplum og öllum pakkanum, og köstuðu meira að segja glowsticks út í salinn. Þá voru aðdáendur þeirra fremst við sviðið með dómaraflautur og það mátti sjá miðaldra reivara með bros á vör út um allan sal.

 

Fm Belfast voru í feikna stuði í Silfurbergi en löngu nóturnar hans Árna Vil komu öllum í mikið stuð, ekki síst í nýlegri lögum eins og Faster Than You. Þá sá ég Sykur í flóanum en þau nýttu tækifærið einnig í að koma með nýtt efni og sérstaklega hljómaði lagið Strange Loops, frábærlega sungið af Agnesi söngkonu, eins og verðandi slagari. Það geislaði af þeim á sviðinu og hljómurinn var hreint út sagt óaðfinnanlegur.

 

Fínir penslar og breiðir bassar

 

Ég gat hreinlega ekki ákveðið mig hvort ég færi á Trentemöller eða Major Lazer svo ég rölti bara á milli og tók inn sitt lítið af hvoru. Bæði atriði voru frábær en á mjög svo ólíkan hátt. Trentemöller var með hljómsveit með sér af mjög færum músíköntum og bauð upp á drungalegt tekknó með útpældum uppbyggingum og alls konar hljóðrænum smáatriðum.

 

Major Lazer hópurinn keyrði hins vegar allt í botn og sló áhorfendur í hausinn með tónlistarlegu ígildi sleggju, samsettri úr dancehall, dub step og hip hoppi. Það voru engin fíngerð blæbrigði í tónlistinni en bassinn var blastaður og sjóið í fyrirrúmi, með dönsurum, konfettí-sprengjum og öllum pakkanum. Á ákveðnum tímapunkti steig svo forsprakkinn Diplo inn í risastóra glæra plastkúlu og rúllaði í henni yfir áhorfendaskarann sem öskraði af ástríðu.

 

Á sama tíma að ári

 

Þegar ég fór aftur inn í Norðurljósasalinn hafði Trentemoller heldur betur gefið í í lokalaginu en þá var gítarleikarinn kominn út í villtan feedback kafla í anda Sonic Youth. Ég hélt svo út í nóttina þrunginn af bassa og með suð í eyrunum sem entist langt fram á kvöld.

 

Hátíðin í ár var feikilega vel heppnuð í nánast alla staði, hljóð og myndskreytingar voru í heimsklassa, tímasetningar stóðust og framkvæmd og hegðun hátíðargesta var til fyrirmyndar. Það er þess vegna mikið gleðiefni að þegar sé búið að tilkynna að hátíðin verði haldin aftur að ári. Umfjöllun straums um fyrri kvöld hátíðarinnar má lesa hér og hér.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Sónar hefst í dag – 10 spennandi listamenn

Tónlistarhátíðin Sónar hefst í dag og við hvetjum alla tónlistaráhugamenn sem vettlingi geta valdið til að mæta á þá þriggja daga veislu sem fram undan er. Hátíðin sem hefur verið haldin árlega í Barcelona síðan 1994 fór fram í fyrsta skipti hér á landi í Hörpu á síðasta ári og var feikilega vel heppnuð eins og lesa má um hér. Það eru meira en 60 tónlistarmenn og plötusnúðar sem spila á hátíðinni en hér verða kynntir 10 sem við mælum sérstaklega með. Fylgist vel með á straum.is næstu daga því við verðum með daglega tónleikarýni af hátíðinni.

Major Lazer

Major Lazer er tónlistarhópur sem er leiddur af ofurpródúsernum Diplo sem hefur undir því nafni framleitt tvær plötur þar sem Dancehall, dubstep, reggí og gamaldags dub er málað með breiðum penslum og skærum litum á striga nútímalegrar danstónlistar.

 

Trentemoller

Danski tekknóboltinn Trentemoller hefur þeytt skífum á Íslandi oftar en hönd á festir og er með þeim bestu í því stuðfagi. Eftir hann liggja margar meistaralegar endurhljóðblandanir og þrjár sólóskífur en sú síðasta, Lost, var með betri raftónlistarplötum síðasta árs og nokkuð poppaðari en fyrri verk hans þar sem margir gestasöngvarar komu við sögu. Hann mun koma fram með live hljómsveit á Sónar.

 

Gus Gus

Gus Gus eru aðals- og kóngafólk íslensku danstónlistarsenunnar og þurfa engrar frekari kynningar við. Fyrir utan það að sveitin er tilbúin með nýja plötu og ekki er ólíklegt að eitthvað af henni heyrist á tónleikunum.

 

Jon Hopkins

Hopkins er rúmlega þrítugur Breti sem hefur undanfarið starfað með Brian Eno auk þess að gefa út eigið efni. Með sinni þriðju breiðskífu, Immunity, sem kom út á síðasta ári skaust hann hins vegar upp á stjörnuhimininn en hún lenti ofarlega á árslistum margra tímarita og spekúlanta. Tónlistin þræðir einstigið milli sveimtónlistar og tekknós af miklu listfengi en hann sótti Ísland heim á síðustu Airwaves hátíð en þeir tónleikar voru einn af hápunktum hátíðarinnar.

 

Bonobo

Bonobo er einyrki en í tónlist sinni vefur hann persneskt teppi úr þráðum ólíkra hljóðbúta úr öllum áttum og heimsálfum. Hann er á mála hjá hinni virtu Warp útgáfu, sem m.a. gefur út Aphex Twin og Boards of Canada, en platan hans Dial M for Monkey er algjört meistarastykki og ævintýri fyrir eyrun.

 

James Holden

James Holden er breskur plötusnúður og tónlistarmaður sem lét fyrst að sér kveða með kosmískri endurhljóðblöndun á lagi Nathan Fake, The Sky Is Pink. Hans nýjasta skífa, The Inheritors, sem kom út á síðasta ári er tilraunakennd diskósúpa undir sterkum áhrifum frá súrkáls- og síðrokki.

 

Sykur

Ein af hressari elektrósveitum landsins skartar grípandi lagasmíðum og groddalegum synþahljóm, en þau er vön því að tjalda öllu til á tónleikum.

 

Paul Kalkbrenner
Kalkbrenner er þýsk tekknógoðsögn sem varð gerð ódauðleg í myndinni Berlin Calling sem kortlagði hina víðfrægu berlínsku klúbbasenu.

 

Hermigervill

Sveinbjörn Thoroddsen, betur þekktur sem Hermigervill, hefur um árabil verið í fremstu víglínu íslenskrar raftónlistar. Í byrjun ferilsins með hugmyndaríkum Trip Hop plötum en í seinni tíð með hljóðgervladrifnum útgáfum af íslenskum dægurlögum og samstarfi við Retro Stefson. Hann er nú að vinna að sinni næstu breiðskífu og mun flytja nýtt efni á tónleikum sínum á Sónar.

 

Tonik

Einn af innlendu hápunktum síðustu Airwaves hátíðar var raftónlistarmaðurinn Tonik en melankólískt og sálarþrungið tekknóið bræddi bæði hjörtu og fætur í salnum. Hann kemur iðulega fram með selló- og/eða saxafónleikara sem gaman er að fylgjast með á sviði.

Major Lazer senda frá sér nýtt lag ásamt Pharrell

Hið magnaða verkefni Diplo Major Lazer, sem verður á Sónar hér á landi í næsta mánuði sendir frá sér ep plötuna Apocalypse Soon á næstunni. Lazerinn gaf í dag út fyrsta lagið af plötunni, hið stórgóða Aerosol Can þar sem tónlistarmaðurinn Pharrell Williams leikur stórt hlutverk. Pharrell rappar í laginu yfir minimalískan takt Diplo og útkoman er ansi skemmtileg.

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

Major Lazer á Sónar í Reykjavík

Nú hafa fyrstu listamennirnir sem munu spila á næstu Sónar hátíð í Reykjavík verið tilkynntir og þar ber hæst Major Lazor hópinn sem leiddur er af Diplo. Lagið Get Free var feikivinsælt á síðasta ári og að mati þessarar síðu annað besta lag ársins, og platan Free The Universe sem kom út í byrjun þessa árs var reggískotinn partýbræðingur af bestu sort. Þá mun Daphni koma fram á hátíðinni, en það er hliðarverkefni Daniel Snaith sem er best þekktur sem Caribou, en hann sótti Ísland heim undir því nafni árið 2011 og hélt stórbrotna tónleika á Nasa. Þá hefur þýski plötusnúðurinn Kölsch verið bókaður og íslensku sveitirnar Hjaltalín, Sykur og Sometime hafa verið staðfestar. Sónar hátíðin fer fram í Hörpu dagana 13. til 15. febrúar næstkomandi en hún var fyrst haldin hér á landi í febrúar á þessu ári en umfjöllun straum.is um hátíðina má nálgast hér. Miðasala á hátíðina fer fram á midi.is og hægt er að hlusta á Major Lazer og Daphni hér fyrir neðan.

Straumur 15. apríl 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við væntanlegar plötur frá  Major Lazer, Deerhunter, Charli XCX, Young Galaxy auk þess sem við kíkjum á dularfulla plötu frá Jai Paul. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

Straumur 15. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Jessica (ft. Ezra Koenig) – Major Lazer
2) Track 2 – Jai Paul
3) Track 3 – Jai Paul
4) Crush (Jennifer Page cover) – Jai Paul
5) Track 10 – Jai Paul
6) You’re No Good (ft. Santigold, Vybz Kartel, Danielle Haim & Yasmin) – Major Lazer
7) Scare Me (ft. Peaches & Timberlee) – Major Lazer
8) Reach for the Stars (ft. Wyclef Jean) – Major Lazer
9) Brazil – Gold Panda
10) Bragðarefir – Prins Póló
11) What I Like – Charli XCX
12) Black Roses – Charli XCX
13) Lock You Up – Charli XCX
14) Sleepwalking – Deerhunter
15) Dream Captain – Deerhunter
16) Toe Cutter / Thumb Buster – Thee Oh Sees
17) Sleepwaking with me – Young Galaxy
18) Sacrilege (Tommie Sunshine & Live City remix) – Yeah Yeah Yeahs
19) Nitebike – Deerhunter

Straumur 11. mars 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við aðra plötu Waxahatchee sem er listamannsnafn Katie Crutchfield tónlistarkonu frá Alabama fylki í Bandaríkjunum. Við heyrum nýtt efni frá Smith Westerns, She & Him, Golden Grrrls og mörgum öðrum. Einnig verða gefnir 2 miðar á tónleika Colin Stetson sem fara fram á næsta sunnudag. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

Straumur 11. mars 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Coast to Coast – Waxahatchee
2) Varsity – Smith Westerns
3) Digital Lion – James Blake
4) Jessica – Major Lazer (ft. Ezra Koenig)
5) Paul Simon – Golden Grrrls
6) Dixie Cups and Jars – Waxahatchee
7) Brother Bryan – Waxahatchee
8) Swan Dive – Waxahatchee
9) Peace and Quiet – Waxahatchee
10) Marijuana – Chrome Sparks
11) Send The Pain On – Chrome Sparks
12) Red Horse (Judges II) – Colin Stetson
13) Golden Girls – Devendra Banhart
14) Never Seen Such Good Things – Devendra Banhart
15) Never Wanted Your Love – She & Him
16) Immortals – Marnie Stern
17) Year of the glad – Marnie Stern
18) A Tooth for an Eye – The Knife
19) II – Gunnar Jónsson
20) You’re Damaged – Waxahatchee