Straumur 28. ágúst 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Jeals, Syd, Lindstrøm , Yaeji, Mourn, Deerhoof og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Gentle Chain – Jeals
2) Provider – Frank Ocean
3) Bad Dream / No Looking Back – Syd
4) Shinin – Lindstrøm
5) Last Breath – Yaeji
6) Milk (ft. Myra) – Nasaya
7) Downfall – Kllo
8) Color Me Impressed – Mourn
9) Con Sordino – Deerhoof
10) Palace Of The Governors – Deerhoof
11) I Took Your Picture – Cults
12) Memory Of a Cut Off Head – OCS
13) The Two of Us (feat. Sky Ferreira) – The Jesus and Mary Chain
14) Cola ( Lana Del Rey cover) – Harlem

Straumur 20. október 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Bonobo, Deerhoof, …And You Will Know Us By The Trail Of Dead, Parquet Courts, Chance The Rapper og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 20. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Flashlight – Bonobo
2) Wait – Tourist
3) Black Ballerina – Ariel Pink
4) Get Better – Chance The Rapper
5) Indecision – Shura
6) Uncast Shadow Of A Southern Myth – Parkay Quarts
7) The Ghost Within – …and you will know us by the trail of dead
8) Lost In The Grand Scheme – …and you will know us by the trail of dead
9) Doom – Deerhoof
10) Black Pitch – Deerhoof
11) This Is The Last Time – Stars
12) Turn it Up

Straumur 24. júní 2013

Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Austra, Kanye West, Todd Terje, jj, Sophie og mörgum öðrum. Við verðum einnig með umfjöllun um tónlistarhátiðina All Tomorrows Parties sem verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi um næstu helgi á varnarliðssvæðinu í Keflavík. Við hittum þau Barry Hogan og Deborah Kee Higgins aðstandendur hátíðarinnar á dögunum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 24. júní 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Super Duper Rescue Heads! – Deerhoof
2) Strandbar (bonus version) – Todd Terje
3) Bipp – Sophie
4) Rise – Du Tonc
5) Góða Tungl (Sei A remix) – Samaris
6) What We Done? – Austra
7) New Slaves – Kanye West
8) Send It Up – Kanye West
9) Bound 2 – Kanye West
10) Flood’s New Light – Thee Oh Sees

– Viðtal við Barry Hogan og Deborah Kee Higgins frá ATP

11) I Need Seeds – Thee Oh Sees
12) The Perfect Me – Deerhoof
13) Heavenmetal – Chelsea Light Moving
14) 3am Spirtual – Smith Westerns
15) Glossed – Smith Westerns
16) XXIII – Smith Westerns
17) Fågelsången – jj

Nick Cave and the Bad Seeds aðalnúmerið á All tomorrow’s parties

Nick Cave mun verða aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem verður haldin á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ þann 28. og 29. júní næstkomandi. Nick Cave spilaði síðast á Íslandi árið 2006 en hljómsveitin hans, The Bad Seeds, kom síðast fram á Íslandi árið 1986 þegar Nick Cave heimsótti Ísland í fyrsta sinn.

Tónlistardagskrá hátíðarinnar verður ekki af verri endanum en auk Nick Cave & The Bad Seeds munu eftirtaldar hljómsveitir koma fram:

CHELSEA LIGHT MOVING (með forsprakka Sonic Youth, Thurston Moore í fararbroddi)
THE FALL
THE NOTWIST
THEE OH SEES
DEERHOOF
MÚM
HAM
DEAD SKELETONS
MUGISON
SQÜRL (með leikstjórann Jim Jarmusch fremstan í flokki)
AMIINA
VALGEIR SIGURÐSSON
GHOSTIGITAL
PUZZLE MUTESON
ÆLA
KIMONO
APPARAT ORGAN QUARTET
HJALTALÍN
SNORRI HELGASON

Auk tónlistardagskrár verður í boði kvikmyndadagskrá í Andrews Theather sem Jim Jarmusch mun meðal annarra sjá um og Popppunktur í boði Dr. Gunna.

Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi en hefur síðan fært út í kvíarnar undanfarin ár og meðal annars átt útibú á Spáni, Ástralíu, Japan og Bandaríkjunum og ávallt lagt áherslu á óháða og framsækna tónlistarmenn. Íslenska hátíðin mun fara fram í fyrrum herstöð Bandaríkjamanna, Ásbrú, en þar verða tvö svið þar sem hljómsveitir koma fram og eitt kvikmyndahús sem mun sýna tónlistartengdar myndir meðan á hátíðinni stendur. Nánari upplýsingar og miðasölu má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

All Tomorrow’s Parties í Keflavík?

Fréttablaðið skýrði frá því um helgina að viðræður hafi átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina All Tomorrow’s Parties  í Reykjanesbæ í júní. Hátíðin færi fram á varnarliðssvæðinu en skipulagning hennar hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt Fréttablaðinu myndu sex til sjö erlend bönd spila á All Tomorrow’s Parties þar á meðal indie sveitin Deerhoof ásamt íslenskum böndum. Hátíðin hér á landi myndi vera frábrugðin ATP erlendis á þann hátt að ekki myndi ein hljómsveit stjórna dagskrá hátíðarinnar.

 

Deerhoof með suðrænum áhrifum

San Francisco hljómsveitin Deerhoof sendi frá lagið The Trouble With Candyhands í gær. Lagið, sem er undir talsverðum suðrænum áhrifum, verður að finna á plötunni Breakup Song sem kemur út þann 4. september næstkomandi. Hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves árið 2007 og hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtal sem við áttum við hljómsveitarmeðliminn Greg Saunier frá þeim tíma, auk nýja lagsins The Trouble With Candyhands.

Viðtal 2007:

      1. Deerhoof