Útgáfutónleikar Sin Fang

Íslenska hljómsveitin Sin Fang með Sindra Má Sigfússyni fremstan í flokki heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Flowers í Iðnó á morgun kl. 21:00. Um upphitun sjá sigurvegarar músíktilrauna í ár Vök , en þau voru einmitt að skrifa undir útgáfusamning við Record Records. Miðasala á tónleikana er á midi.is eins verður hægt að kaupa miða við hurðina, meðan húsrúm leyfir. 

Sin Fang hefur verið iðinn undanfarnar vikur en hljómsveitin er nýkomin heim úr þriggja vikna tónleikaferð um Þýskaland. Hljómsveitin sendi einnig nýlega frá sér myndband við lagið What’s Wrong With Your Eyes en lagið er að finna á breiðskífunni Flowers. Myndbandinu var leikstýrt af Mána Sigfússyni

mynd: Ingibjörg Birgisdóttir

Straumur 10. júní 2013

Í Straumi í kvöld förum við yfir nýtt efni frá Sigur Rós, Surfer Blood, Boards Of Canada, Camera Obscura, XXYYXX og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 10. júní 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Gemini – Boards Of Canada
2) Pay Attention – XXYYXX
3) Cold Earth – Boards Of Canada
4) Nothing is Real – Boards Of Canada
5) Slasherr (Flume edit) – Rustie
6) Airglow Fires – Lone
7) Tennis Coart – Lorde
8) I Love You (ft. Angel Haze) – Woodkid
9) Gravity – Surfer Blood
10) Say Yes To Me – Surfer Blood
11) This Is Love (feels alright) – Camera Obscura
12) Troublemaker – Camera Obscura
13) Stormur – Sigur Rós
14) Rafstraumur – Sigur Rós
15) Into The Sun – CSS
16) The Bride – Toy & Natasha Khan

 

 

Surfer Blood hafa gert nýju plötuna sína aðgengilega á netinu

Brim rokkararnir í Surfer Blood hafa smellt nýjasta afreki sínu plötunni Pythons inn á netið og  er hægt að hlusta á öll 10 lögin í heild sinni. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 inniheldur John Paul Pitts sem syngur og spilar á gítar, Thomas Fekete á gítar, Kevin Williams á bassa og Tyler Schwarz á trommur. Þetta er annað albúm Surfer Blood sem gáfu út frumburð sinn Astrocoast árið 2010 við góðar undirtektir. Upptökur á Pythons tóku heilar átta vikur var það Gil Norton sem sá um upptökur en hann hefur m.a. unnið með Foo Fighters og Pixies og Maximo Park. Meðlimir sveitarinnar voru mjög ánægðir að fá Norton til liðs við sig og sagði Thomas Fakete í samtali við Rolling Stone að hann mætti segja hvað sem er og gagnrýna það sem hann vill, við virðum það sem hann hefur að segja.
Pythons virðist innihalda aðeins aðgengilegri og ekki jafn hrátt og tilraunakennt lo-fi sem einkenndi fyrstu plötu sveitarinnar, sitt sýnist hverjum um þá þróun og finna má á köflum smá fnyk af dönnuðu háskólarokki. Pythons kemur í svo verslanir á þriðjudaginn 11. þessa mánaðar en fyrr á þessu ári hafði bandið látið frá sér lagið „Weird Shapes“.

Hér er hægt að nálgast plötuna.

http://www.npr.org/2013/06/02/187278374/first-listen-surfer-blood-pythons?sc=fb&cc=fmp

-Daníel Pálsson

Tónleikar helgarinnar

Föstudagur 7. júní 

 

Á Kaffistofunni á Hverfisgötu munu ólíkir tónlistarmenn úr jaðri íslensks tónlistarlífs, ásamt vídjólistamönnum, framkalla einstakan bræðing bjagaðra tóna og sjónræns áreitis með það að markmiði að skapa upplifun ólíka þeirri sem íslenskir tónleikagestir eiga að venjast. Fram koma Pink Street Boys, Knife Fights, Lord Pusswhip (feat. $ardu aka Svarti Laxness & DJ vRONG), $H∆MAN $H∆WARMA og Gervisykur.

 

Sykur spilar á The Icelandic Tattoo Convention á Bar 11 um miðnætti. 

 

Laugardagur 8. júní

 

Noise spilar á The Icelandic Tattoo Convention á Bar 11 um miðnætti.

 

Ungir umhverfissinnar standa fyrir tónleikum á Loft Hostel með hljómsveitunum Axel Flóvent, Hljómsveitt, Macaya og Nolo. Það kostar ekkert inn, en tekið verður á móti frjálsum framlögum á staðnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.

 

Portugal. The Man gefa út nýja plötu undir leiðsögn Danger Mouse

Portugal. The Man er bandarískt psychedelic pop/rock band sem gefur í dag þann 4. júní út sína sjöundu breiðskífu Evil Friends.  Hljómsveitin hefur liggur við átt heima í hljóðveri frá árinu 2006 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu Waiter: „You Vultures!“. Síðan þá hafa þeir gefið út plötu árlega allt til ársins 2011 þegar In the Mountain in the Cloud kom út. Nú tók hljómsveitin með þá John Gourley og Zach Carothers í farabroddi sér lengri tíma við gerð plötunnar og fengu þeir til liðs við sig snillinginn Brian Joseph Burton eða Danger Mouse eins og hann er betur þekktur sér til aðstoðar við upptökur á plötunni. Leikarinn Kane Ritchotte trommar í fyrsta skipti með Portugal. The Man á þessari plötu en auk hans hefur hljómborðsleikarinn Kyle O‘ Quin gengið til liðs við bandið.
Danger Mouse er ekki þekktur fyrir að senda frá sér efni nema það sé vænlegt til árangurs og má þar nefna Broken Bells, Gnarls Barkley og Sparklehorse verkefnin því til stuðnings. Hann klikkar ekki frekar en fyrri daginn og virðist hafa fínpússað stefnu sveitarinnar og komið þeim í aðeins útvarpsvænni búning. Platan ber vott af tilraunastarfsemi og hefur að geyma frumleg syntha hljóð sem hafa einkennt fyrri plötur sveitarinnar. Aðdáendur Portugal. The Man gætu orðið fyrir vonbrigðum og fundist þeir vera poppa sig of mikið upp en bassaleikarinn Zach Carothers hefur ekki áhyggjur af því. „Ég elska popp, ég vil búa til góða popp tónlist og gera hana kúl. Við höfum ákveðin stíl og náum ennþá að fylgja honum eftir.“ Markmið Carothers virðist hafa tekist með Evil Friends og gæti hún alveg prílað upp lista hér og þar og fengið spilun í útvarpi með undirskriftinni aðgengilegt psychadelic pop/rock.

-Daníel Pálsson

Queens of the Stone Age með alvöru drottningu um borð

Rauðhærði eyðimerkurrokkarinn Josh Homme og félagar hans í hljómsveitinni Queens of the Stone Age gefa út sína sjöttu breiðskífu …Like Clockwork í dag þann 3. júní. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar í 6 ár og hafa upptökur staðið síðan í nóvember árið 2011. Bassaleikarinn Michael Shuman og hljómborðs og gítarleikarinn Dean Fertita tóku í fyrsta skiptið fullan þátt í gerð plötu með hljómsveitinni en gítarleikarinn Troy Van Leeuwen spilar inn á sína þriðju. Það dugði ekkert hálfkák við gerð plötunnar og koma þrír þungavigta trommuleikarar að gerð hennar og fer þar fremstur í flokki Dave Grohl en hann tók við af Joey Castillo sem hætti í miðjum klíðum.

Það  þarf ekki að koma neinum á óvart að Grohl skuli hafa gripið í kjuðana fyrir félaga sinn Homme en að Sir Elton John og Jake Shears  úr Scissor Sisters leynast á plötunni kann að stinga suma í augun. Elton John bauð sér sjálfum á plötuna og hringdi í Homme á meðan þeir voru að taka upp og sagði „Það eina sem bandinu þínu vantar er alvöru drottning“. Homme hélt að þarna væri einhvern að gera grín en svaraði um hæl „hunang… þú segir ekki“ og úr varð lagið „Fairweather Friends“. Heimsskauta apinn Alex Turner  lætur á sér bera á …Like Clockwork og auk þess að spila á gítar og syngja í laginu „If I Had a Tail“ semur hann texta við lagið „Kalopsia“ en  níu tommu naglinn Trent Reznor hjálpar til með að koma textanum til skila.
Þó svo …Like Clockwork hafi að geyma allan þennan hóp af gestaspilurum og söngvörum þá er platan af eyðimerkurokk/hasshausarokk stílnum og keimlík fyrri plötum sveitarinnar þó ekki jafn þung og þær þyngstu. Meðlimir voru ekkert að kikna í hnjáliðunum þó að Sir Elton væri  mættur í stúdíó og semja dramatíska ballöðu heldur varð drottningin bara að gjöra svo vel og rokka. Sexí gítarsóló, smá „growl“ í boði Trent Reznor og djúsí „fuzz“;  það er enginn alvöru rokkari að fara kvarta undan þessum gæða grip þó svo þetta sé kannski ekki besta plata Queens of the Stone Age til þessa.

Daníel Pálsson

James Murphy ætlar sóló

Þó svo hinn 43. ára gamli tónlistarmaður James Murpy sé hættur í hljómsveitnni Lcd Soundsystem hefur hann ekki sagt skilið við tónlistina. Hann hefur undanfarið unnið við upptökur á plötum með Arcade Fire, Pulp, Yeah Yeah Yeahs og fleirum. Murphy segist ekki geta beðið eftir útgáfu nýjustu plötu Arcade Fire sem áætlað er að komi út seint á þessu ári og hefur ekki enn hlotið titil. Arcade Fire yfirgáfu kirkjuna sem sveitin hefur tekið upp allar sínar plötur til þessa þar sem þakið á henni var að hruni komið og leitaði í hljóðver með Murphy . „Reyndar þurfa þau ekki upptökustjóra, þau gera þetta flest sjálf“ segir Murphy og lofar frábærri plötu frá krökkunum Arcade Fire.
Hvað framtíðina varðar segir hann enga möguleika á því að Lcd Soundsystem taki saman á næstunni en sveitin lagði upp laupana 2011. „ Núna vil ég gera tónlistina mína einn og er með mörg járn í eldinum. Ég er t.d. að hanna hljóðkerfi fyrir tónlistarhátíð og búa til tónlist fyrir neðanjarðarlestir.“ Murphy segist ekki hrifinn af  þeirri danstónlist sem sé við líði nú á dögum og finnst hún ekki eiga margt skilt með sér. Hann er þó spenntur að sjá hvernig danstónlistin muni þróast á næstu 5 árum og verður spennandi að sjá hvort James Murphy geti ekki kryddað uppá dansgólfin með fersku efni.

-Daníel Pálsson

CocoRosie gefa út nýja plötu með hjálp Valgeirs Sigurðssonar

Bianca Casady og Sierra Casady eru betur þekktar undir nöfnunum „Coco“ og „Rosie“ og saman mynda þær franska/bandaríska dúettinn CocoRosie. Þær eru systur og sendu frá sér sína fimmtu plötuna Tales Of A Grass Widow þann 27. maí en þær sendu fyrst frá sér plötuna La maison de mon reve árið 2004. Erfitt er að skilgreina hvers konar tónlist þær stöllur fást við en „freak folk“ kemst allavega nálægt því. Þær koma báðar að söngnum en „Rosie“ sér að mestu leyti um hljóðfæraleikinn en „Coco“ notaðist fyrst um sinn helst við barnahljóðfæri við gerð tónlistarinnar og framkallaði hin furðulegustu hljóð.
Valgeir Sigurðsson sá um upptökur á Tales Of A Grass Widow en hann er enginn nýgræðingur og hefur m.a. unnið með Björk, Thom Yorke, Bonnie Prince Billy og Feist. Á nýju plötunni virðist meira vera notast við synthesizera og trommuheila en áður ásamt taktkjafti sem lætur á sér bera í nokkrum laganna 11. Hin kynvillti Antony Hegarty úr Antony and the Johnsons syngur með stelpunum í laginu „Tears For Animals“ af mikilli einlægni eins og ella. Platan er þung og sumir hafa haft orð á því að hún sé of niðurdrepandi á köflum en síðasta lagið er rúmar 18 mínútur og er helmingur lagsins þögn. Tales Of A Grass Widow fær hins vegar fína dóma hjá flestum gagnrýnendum og greinilegt að Valgeir hefur unnið gott verk.

Lög af plötunni Tales Of A Grass Widow

-Daníel Pálsson

Alveg sama hvort fólki finnist nýja platan góð

Enski tónlistarmaðurinn og leikarinn Tricky gaf út sína tíundu plötu False Idols í dag. Tricky eða Adrian Nicholas Matthews Thaws eins og hann var skýrður af móður sinni sem fyrirfór sér þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall hefur getið sér orð sem einn af frumkvöðlum trip-hop stefnunar. Hann var meðlimur í hljómsveitinni  Massive Attack en tók aðeins þátt í fyrstu plötu sveitarinnar Blue Lines sem var gefin út árið 1991. Í framhaldi af því þróuðust hugmyndir hans í aðra átt og úr varð fyrsta sóló plata hans Maxinquaye sem er einmitt titluð í höfuðið á móðir hans. Síðan þá hefur hann m.a. unnið með Björk, Bobby Gillespie, Cyndi Lauper og leikið í hasar myndinni The Fifth Element.
False Idol hefst á laginu „Somebody’s Sins“ þar sem Tricky fær lánaða línuna „ jesus died for someone‘s sins, but not mine“  úr laginu „Gloria“ eftir Patty Smith. Söngkonan Nneka og Peter Silberman úr The Antlers eru meðal þeirra sem láta í sér heyra á plötunni en auk þeirra ljá Francesca Belmonte og Fifi Rong Tricky rödd sína og í laginu „Chinese Interlude“ er sungið á kínversku. Platan er hálfgert aftur hvarf til Maxinquaye og eru gagnrýnendur sammála um að Tricky sé að rifja upp gamla góða takta sem hafi týnst í millitíðinni. Sjálfum er Tricky alveg sama hvort fólki finnst nýja platan góð eða ekki, því nú sé hann búinn að finna sjálfan sig aftur og er að gera það sem hann vill.

– Daníel Pálsson

Straumur 27. maí 2013

Í Straumi í kvöld förum við yfir væntanlegar plötur frá Disclosure og Mount Kimbie, auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Boards Of Canada, Smith Westerns,  Say Lou Lou og mörgum öðrum.  Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 27. maí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) We are faster than you – Fm Belfast
2) Reach For The Dead – Boards of Canada
3) When a Fire Starts to Burn – Disclosure
4) Stimulation – Disclosure
5) Grab Her! – Disclosure
6) Julian (The Chainsmokers remix) – Say Lou Lou
7) Doin’ Right (The Goden Pony remix) – Daft Punk
8) Blood and Form – Mount Kimbie
9) Slow – Mount Kimbie
10) Meter, Pale, Tone (ft. King Krule) – Mount Kimbie
11) All These Things (ft. Holly Mirranda) – MMoths
12) She Burns (ft. Mara Carlyle) – Joe Goddard
13) Swimming Pools (Jesse Rose remix) – Kendrick Lamar
14) Sleep (LAWD PUSSWHIP remix) – OYAMA
15) 3am Spiritual – Smith Westerns