James Murphy ætlar sóló

Þó svo hinn 43. ára gamli tónlistarmaður James Murpy sé hættur í hljómsveitnni Lcd Soundsystem hefur hann ekki sagt skilið við tónlistina. Hann hefur undanfarið unnið við upptökur á plötum með Arcade Fire, Pulp, Yeah Yeah Yeahs og fleirum. Murphy segist ekki geta beðið eftir útgáfu nýjustu plötu Arcade Fire sem áætlað er að komi út seint á þessu ári og hefur ekki enn hlotið titil. Arcade Fire yfirgáfu kirkjuna sem sveitin hefur tekið upp allar sínar plötur til þessa þar sem þakið á henni var að hruni komið og leitaði í hljóðver með Murphy . „Reyndar þurfa þau ekki upptökustjóra, þau gera þetta flest sjálf“ segir Murphy og lofar frábærri plötu frá krökkunum Arcade Fire.
Hvað framtíðina varðar segir hann enga möguleika á því að Lcd Soundsystem taki saman á næstunni en sveitin lagði upp laupana 2011. „ Núna vil ég gera tónlistina mína einn og er með mörg járn í eldinum. Ég er t.d. að hanna hljóðkerfi fyrir tónlistarhátíð og búa til tónlist fyrir neðanjarðarlestir.“ Murphy segist ekki hrifinn af  þeirri danstónlist sem sé við líði nú á dögum og finnst hún ekki eiga margt skilt með sér. Hann er þó spenntur að sjá hvernig danstónlistin muni þróast á næstu 5 árum og verður spennandi að sjá hvort James Murphy geti ekki kryddað uppá dansgólfin með fersku efni.

-Daníel Pálsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *