Surfer Blood hafa gert nýju plötuna sína aðgengilega á netinu

Brim rokkararnir í Surfer Blood hafa smellt nýjasta afreki sínu plötunni Pythons inn á netið og  er hægt að hlusta á öll 10 lögin í heild sinni. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 inniheldur John Paul Pitts sem syngur og spilar á gítar, Thomas Fekete á gítar, Kevin Williams á bassa og Tyler Schwarz á trommur. Þetta er annað albúm Surfer Blood sem gáfu út frumburð sinn Astrocoast árið 2010 við góðar undirtektir. Upptökur á Pythons tóku heilar átta vikur var það Gil Norton sem sá um upptökur en hann hefur m.a. unnið með Foo Fighters og Pixies og Maximo Park. Meðlimir sveitarinnar voru mjög ánægðir að fá Norton til liðs við sig og sagði Thomas Fakete í samtali við Rolling Stone að hann mætti segja hvað sem er og gagnrýna það sem hann vill, við virðum það sem hann hefur að segja.
Pythons virðist innihalda aðeins aðgengilegri og ekki jafn hrátt og tilraunakennt lo-fi sem einkenndi fyrstu plötu sveitarinnar, sitt sýnist hverjum um þá þróun og finna má á köflum smá fnyk af dönnuðu háskólarokki. Pythons kemur í svo verslanir á þriðjudaginn 11. þessa mánaðar en fyrr á þessu ári hafði bandið látið frá sér lagið „Weird Shapes“.

Hér er hægt að nálgast plötuna.

http://www.npr.org/2013/06/02/187278374/first-listen-surfer-blood-pythons?sc=fb&cc=fmp

-Daníel Pálsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *