Útgáfutónleikar Sin Fang

Íslenska hljómsveitin Sin Fang með Sindra Má Sigfússyni fremstan í flokki heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Flowers í Iðnó á morgun kl. 21:00. Um upphitun sjá sigurvegarar músíktilrauna í ár Vök , en þau voru einmitt að skrifa undir útgáfusamning við Record Records. Miðasala á tónleikana er á midi.is eins verður hægt að kaupa miða við hurðina, meðan húsrúm leyfir. 

Sin Fang hefur verið iðinn undanfarnar vikur en hljómsveitin er nýkomin heim úr þriggja vikna tónleikaferð um Þýskaland. Hljómsveitin sendi einnig nýlega frá sér myndband við lagið What’s Wrong With Your Eyes en lagið er að finna á breiðskífunni Flowers. Myndbandinu var leikstýrt af Mána Sigfússyni

mynd: Ingibjörg Birgisdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *