St. Vincent gaf út lagið Birth In Reverse fyrr í dag en það er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu frá tónlistarkonunni. Síðasta plata hennar Strange Mercy var á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011.
St. Vincent gaf út lagið Birth In Reverse fyrr í dag en það er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu frá tónlistarkonunni. Síðasta plata hennar Strange Mercy var á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011.
Fyrrverandi barnastjarnan Macaulay Culkin stofnaði fyrr á árinu Velvet Underground ábeiðuband sem syngur um Pizzur. Hljómsveitin kallar sig The Pizza Underground og tók upp demó heima hjá Culkin í nóvember þar sem þau fara yfir nokkur vel þekkt lög með Velvet og Lou Reed.
Bandaríska hljómsveitin Surfaris var fyrsta sveitin til að gefa út brimbretta lag sem jafnframt var jólalag. Hljómsveitin gaf lagið Surfer’s Christmas List út árið 1963 og voru því ári á undan Beach Boys sem gáfu út jólaplötu árið 1964.
Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Sufjan Stevens, Fucked Up, The Walkmen, The Magnetic Fields og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!
Jólastraumur 2013 by Straumur on Mixcloud
1) Sleigh Ride – The Ventures
2) The Man In The Santa Suit – Fountains Of Wayne
3) Never Gonna Be Alone On Christmas – Work Drugs
4) The Last Christmas – Brainpool
5) Do They Know It’s Christmas? [ft. Andrew W.K., Ezra Koenig, David Cross, et al.] – Fucked Up
6) Wish You A Merry Christmas – Jacob Miller
7) Yo La La – Amaba Dama
8) Silent Night (give us a peace) – Teen Daze
9) Little Drummerboy – Lindstrøm
10) Christmas In Harlem – Kanye West
11) Just Like Christmas – Low
12) Sleig Ride – She & Him
13) Kindle A Flame In Her Heart – Los Campesinos!
14) Everything Is One Big Christmas Tree – The Magnetic Fields
15) O Holy Night – Mark Lanegan
16) Put The Lights On The Tree – Sufjan Stevens
17) Kiss Me Quickly (it’s Christmas) – PINS
18) Christmas (Baby Please Come Home) – The Raveonettes
19) Christmas Party – The Walkmen
Bandaríski rapparinn Kanye West gaf út lagið Christmas In Harlem rétt fyrir jólin 2010 og setti þar með punktinn yfir i-ið á frábærri endurkomu sem hófst með útgáfu hans á plötunni My Beautiful Dark Twisted Fantasy mánuði áður við einróma lof gagnrýnenda. Þess má geta að lagið inniheldur “sömpl” úr þremur lögum; Ain’t Nothing Like the Real Thing og Mercy Mercy Me (The Ecology) eftir Marvin Gaye og Strawberry Letter 23 eftir Shuggie Otis.
Fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Weezer Matt Sharp hefur ákveðið að endurvekja hliðarverkefni sitt The Rentals. Hljómsveitin gaf út 2 plötur á 10. áratugnum sem að aflaði þeim fjölda aðdáenda. The Rentals munu snúa aftur með nýja plötu á næsta ári ásamt nýjum meðlimi Black Keys trommaranum Patrick Carney sem spilar á öllum 10 lögunum sem verða á plötunni. Fyrsta plata The Rentals frá árinu 1995 hét einmitt því skemmtilega nafni The Return of the Rentals.
Strokes söngvarinn Julian Casablancas kemur fram í nýju myndbandi Daft Punk við lagið Instant Crush sem hann söng með þeim á plötunni Random Access Memories sem kom út fyrr á þessu ári. Casablancas birtist áhorfendum bæði í brúðulíki og holdi klæddur.
Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 20 plötur á Úrvalslista Kraums en þann 18. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða 6 plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2013. Öldungaráðið vann mikið og gott starf en yfir 170 nýjar íslenskar útgáfur voru teknar fyrir. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
Framkvæmd Kraumslistans 2013 er með þeim hætti að níu manna dómnefnd útnefnir 20 plötur á Úrvalslista Kraums en við honum tekur svo 20 manna dómnefnd og velur bestu plöturnar þannig að eftir standa 5 til 6 verðlaunaplötur.
Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð fólki sem hefur mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.
Í Öldungaráði sem vann að forvalinu áttu sæti ásamt Árna Matthíassyni:
Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson (Óli Dóri), Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.
Úrvalslisti Kraums 2013 – Listinn er birtur í stafrófsröð
· Benni Hemm Hemm – Eliminate Evil, Revive Good Times
· Cell7 – Cellf
· Daníel Bjarnason – Over Light Earth
· Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum
· Futuregrapher, Gallery Six & Veronique – Crystal Lagoon (EP)
· Grísalappalísa – Ali
· Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns
· Jóhann Kristinsson – Headphones
· Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me
· Lay Low – Talking About The Weather
· Mammút – Komdu til mín svarta systir
· Múm – Smilewound
· Per:Segulsvið – Tónlist fyrir Hana
· Ruxpin – This Time We Go Together
· Samúel J. Samúelsson Big Band – 4 hliðar
· Sin Fang – Flowers
· Strigaskór nr. 42 – Armadillo
· Tilbury – Northern Comfort
· Úlfur – White Mountain
· Þórir Georg – Ælulykt
Fyrir jólin 2008 gáfu sænsku systurnar í First Aid Kit út fallega ábreiðu af jólalaginu Blue Christmas sem fyrst var sungið af sveitasöngvarnum Doye O’Dell árið 1948 og er þekktast í flutningi Elvis Presley frá árinu 1957. Hlustið á flutning First Aid Kit hér fyrir neðan.
MP3
Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen úr hljómsveitinni Bloodgroup skipa rafdúóið Kiasmos sem sendi frá sér lagið Looped fyrr í dag. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út á næsta ári.
mynd: Björk Hrafnsdóttir