7. desember: Christmas In Harlem – Kanye West

Bandaríski rapparinn Kanye West gaf út lagið Christmas In Harlem rétt fyrir jólin 2010 og setti þar með punktinn yfir i-ið á frábærri endurkomu sem hófst með útgáfu hans á plötunni My Beautiful Dark Twisted Fantasy mánuði áður við einróma lof gagnrýnenda. Þess má geta að lagið inniheldur “sömpl” úr þremur lögum; Ain’t Nothing Like the Real Thing og Mercy Mercy Me (The Ecology) eftir Marvin Gaye og Strawberry Letter 23 eftir Shuggie Otis.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *