Straumur 15. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Jeff The Brotherhood, St. Vincent, Human Machine og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Habit – Jeff The Brotherhood
2) Idiot – Jeff The Brotherhood
3) Ox – Jeff The Brotherhood
4) Something On You Mind – St. Vincent
5) Residual Tingles – The Gaslamp Killer
6) Wow (GUAU! Mexican Institute of Sound Remix) – Beck
7) Diskó Snjór (Just Another Snake Cult remix) – Boogie Trouble
8) She’ll Kill You – Kyle Dixon & Michael Stein
9) Mule – Human Machine
10) Find the words – Jamie Isaac
11) I Knew You – Seeing Hands
12) A Gun Appears – Morgan Delt
13) Seven Words – Weyes Blood
14) City Lights – White Stripes

Moritz Von Oswald spilar á Nasa

Moritz Von Oswald spilar á Nasa laugardaginn 24.september en það er Thule records sem flytur hann inn. Moritz Von Oswald er lifandi goðsögn sem hefur skapað sér nafn sem einn allra stærsti áhrifavaldur Technosins. Undir nafninu Maurizio telst hann ábyrgur fyrir minimal stefnunni sem hefur verið áberandi í danstónlist undanfarin ár. Ásamt því hefur hann þróað og leitt áfram “Deep Techno”, síðan í byrjun 10.áratugarins undir nafninu Basic Channel ásamt Mark Ernestus. Hann er einning höfundur “Dubtechno” geirans undir nafninu Rhythm of Sound. Moritz Von Oswald á mikið af aðdáendum hér á landi og hefur haft ómæld áhrif á tónlistarmenn útum allan heim, og þar á meðal íslendinga sem tóku tónlist hans eins og nýjum framandi boðskap. Tónlist Moritz er fjölbreytt og í dag er hann enn að fara ótroðnar slóðir og kanna takmörk jazz, techno, dub-reggae og klassískrar tónlistar undir nafinu Moritz Von Oswald Trio. Hann er sjálfur sprenglærður tónlistarmaður, fæddur í Hamburg í Þýskalandi. Áhersla hans í því námi var á rythma og ýmis ásláttarhljóðfæri. Hann átti einnig stutta viðkomu í New Wave poppi áður en ferill hans færðist alfarið yfir í raf- og danstónlist. Mikill vinskapur og náið samstarf myndaðist milli Moritz og Juan Atkins ásamt Carl Craig þegar hann flutti til Detroit ,og sér ekki fyrir endann á því samstarfi. Sjaldgæfar endurhljóðblandanir frá Underground Resistance og Jeff Mills fylgdu í kjölfarið. Sterkasta rót Minimal Technosins varð til á þessum tíma með lögum á borð við “Phylips Trak” , “Octagon”, “Domina” og “M 4,5”. Gífurlegur áhugi hans á rótum dub og reggae hefur fært okkur margt af því besta í tilraunakenndri tónlist og hefur hann bæði gaman af því að vinna með söngvurum og sökkva sér djúpt ofan í dubbaðar útgáfur af lögum sínum. Hann ásamt Mark Ernestus er ábyrgur fyrir útgáfum eins og Basic Channel, Mainstreet Records, M series, Rhythm & Sound og Chain Reaction. Sú síðarnefnda var útgáfa sem að skapaði vettvang fyrir tónlistarmenn sem gátu hugsanlega fetað í fótspor Basic Channel. Meðal þeirra tónlistarmanna var Robert Henke en hann er þekktur fyrir að vera einn meðhöfunda tónlistarforritsins ableton live. Mark Ernestus er síðan stofnandi plötubúðarinnar Hard Wax í Berlin. Moritz Von Oswald er einn hugmyndaríkasti frumkvöðull Techno, minimal, dub og deeptechno. Hann hefur tengt saman menningarheima á undraverðan hátt. Þannig hefur samstarf hans við tónlistarmenn með rætur í Karabískri tónlist getið af sér sérstaka kvísl raftónlistar sem kallast Dubtechno.

Straumur 8. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Rival Consoles, Sindra7000, Thee Oh Sees, Angel Olsen, Jerry Folk og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Tónlist fyrir Ála – Sindri7000
2) You Can’t Deny – Jacques Greene
3) Peace (Lone remix) – Kenton Slash Demon
4) Stanley – Jerry Folk
5) Lone – Rival Consoles
6) AMR – B.G. Baaregaard
7) Give It Up – Angel Olsen
8) Not Gonna Kill You – Angel Olsen
9) Heart Shaped Face – Angel Olsen
10) New Song – Warpaint
11) Unwrap the Fiend Pt 2 – Thee Oh Sees
12) Free Lunch – Isaiah Rashad

Tónleikar helgarinnar 4. – 6. ágúst

Fimmtudagur 4. ágúst

Oyama, Teitur Magnússon og Indriði efna til tónleikaveislu á skemmtistaðnum Húrra. Húsið opnar kl. 20. Tónleikar hefjast fljótlega upp úr kl. 21 Aðgangseyrir: 2000 kr.

Pride Off Venue tónleikar á Hlemmur Square – Elín Ey, AnA & Ólafur Daði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Styrktartónleikar fyrir Róttæka sumarháskólans 2016 fer fram á Gauknum. Fram koma: ÍRiS, Just Another Snake Cult, Grúska Babúska og Dauðyflin. Tónleikarnir hefjast kl 21.00. Miðaverð 1000 kr.

 

Föstudagur 5. ágúst

Hipp-Hopp og rapptónlist á Húrra, fram koma: Alexander Jarl, Þriðja Hæðin, Vivid Brain, Bróðir BIG, Rósi og DJ SickSoul sér um skífuþeytingar. Húsið opnar 21, tónleikar hefjast 22 og kvöldinu lýkur kl 01.

 

Laugardagur 6. ágúst

Söngvarinn Valdimar og DJ Óli Dóri munu spila á útisvæði Kaffitárs við Safnahúsið, Hverfisgötu 15. Dagskrá 13:00 Dj Óli Dóri 15:00 Valdimar Guðmundsson.

Hljómsveitin GlowRVK heldur frumsýngarpartý fyrir nýtt myndband í Gym & Tonic salnum á Kex hostel Hljómsveitin mun koma sjálf fram í partýinu.

Thule records heldur útgáfupartý fyrir plötuna “Downgarden” með Exos og “T1 / T2” með Thor Paloma. EXOS, THOR, COLD, ODINN, NONNIMAL, OCTAL (tbc) og HIDDEN PEOPLE koma fram.

Tónlist fyrir kafara

Platan Tónlist fyrir kafara eftir tónlistarmanninn Sindra Frey Steinsson öðru nafni Sindra7000 kemur út á vegum Möller Records í dag. Platan inniheldur 10 lög og er óður til ævintýrakafarans Jaques Cousteu, innblásin af heimildamyndum hans um undirdjúpin og ævintýri hafsins. Sindri Freyr er enginn nýgræðingur í tónlist og er meðlimur í hljómsveitunum Bárujárn og Boogie Trouble. Tónlist fyrir kafara er fyrsta sólóskífa Sindra. Hlusta má á plötuna sem er stórskemmtileg hér fyrir neðan.

Santigold á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tilkynnti í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í nóvember. Útgáfufyrirtækið Bedroom Community mun í tilefni 10 ára starfsafmælis vera með tónleika í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stofnendur útgáfunnar þeir Ben Frost, Nico Muhly og Valgeir Sigurðsson munu koma fram á tónleikunum ásamt Daníel Bjarnasyni, Nadia Sirota, Jodie Landau, Sam Amidon, Paul Corley, Puzzle Muteson, Crash Ensemble, James McVinnie og Emilie Hall. Einnig bættust við í dag hinar frábæru listakonur Santigold (US), Mabel (UK) og Margaret Glaspy (US)

Hér má heyra lagið Big Boss Big Time Business af nýjustu plötu Santigold 99¢.

Á heimasíðu Iceland Airwaves má finna nánari upplýsingar um alla þá listamenn sem tilkynntir hafa verið:  Agent Fresco / Amabadama / Amber / asdfhg / Sturla Atlas / Auður / Grúska Babúska / Baloji (CD) / Bedroom Community with the Icelandic Symphony Orchestra / Pétur Ben / Beneath / Soffía Björg / BLKPRTY / Boogie Trouble / Bootlegs / Börn / Valby Bræður / Bróðir BIG / B-Ruff / Aron Can / Ceasetone / Chinah (DK) / Hannah Lou Clark (UK) / Frankie Cosmos (US) / Cryptochrome / Digible Planets (US) / DIMMA / Dream Wife / Halldór Eldjárn / Axel Flóvent / Fufanu / Unge Ferrari (NO) / Fews (SE/US) / dj flugvél og geimskip / FM Belfast / Futuregrapher / Emmsjé Gauti / Gangly / Bára Gísladóttir / GKR / Glacier Mafia / Margaret Glaspy (USA) / Glowie / Dolores Haze (SE) / The Hearing (FI) / Snorri Helgason / Hildur / Himbrimi / Julia Holter (US) / HórMónar / IamHelgi / IDLES (US) / The Ills (SK) / Silvana Imam (SE) / Einar Indra / Alvia Islandia / The Internet (US) / Alexander Jarl / Jennylee (US) / JFDR / Magnús Jóhann / Tómas Jónsson / Josin (DE) / Kano (UK) / Karó / King (US) / Kiriyama Family / Kött Grá Pje / Lake Street Dive (US) / Legend / Let’s Eat Grandma (UK) / Liima (DE) / Lowly (DK) / Lush (UK) / Jesse Mac Cormack (CA) / Teitur Magnússon / Major Pink / Mammút / Anna Meredith (UK) / Júníus Meyvant / Kælan Mikla / Milkywhale / Minor Victories (UK) / Kevin Morby (US) / múm with Kronos Quartet / Nap Eyes (CA) / Of Monsters and Men / Máni Orra / Par-Ðar / Pink Street Boys / PJ Harvey (UK) / Prins Póló / Puffin Island / Reykjavíkurdætur / Rímnaríki / Myrra Rós / Rythmatik / Samaris / Santigold (US) / Seratones (US) / Show me the Body (US) / $igmund / Mr.Silla / Singapore Sling / Sólstafir / The Sonics / Emil Stabil (DE) / Steinar / sxsxsx / Kate Tempest (UK) / This is the Kit (UK) / Throws (UK) / Tiny / Tófa / Tonik Ensemble / Torres (US) / Þriðja Hæðin / úlfur úlfur / Vaginaboys / Adia Victoria (US) / Vök / Warm Graves / Warpaint (US) / Yamaho / Conner Youngblood (US) / VIO / Ylja

Iceland Airwaves fer fram 2.- 6 Nóvember , og er miðasala inni á tix.is. Einnig eru pakkar í boði hjá Icelandair en þá má finna hér.

Straumur 25. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Hamilton Leithauser
+ Rostam, Poolside, Roosevelt og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.


1) My Love (Interlude) – Tourist
2) A 1000 Time – Hamilton Leithauser + Rostam
3) Wait Up – Roosevelt
4) Belong – Roosevelt
5) And The Sea – Poolside
6) Snooze 4 Love (Dixon remix) Todd Terje
7) Grown Up Calls (Live From Troma) – Toro Y Moi
8) Candyland (ft. Jónsi) – Sin Fang
9) Tiny Cities (ft Beck)(Headphone Activist Remix) – Flume
10) I Was Yours – Airbird
11) Punishment – Jeff the Brotherhood
12) Á Flótta – Suð
13) Dream Baby Dream – Justman
14) Bleeding Heart – Regina Spektor

Straumur 18. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Tomggg, Justice, Andy Svarthol, Factory Floor, Snorra Helga og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) future hippie (superstar) greyl remix – Tomggg
2) Argonaut – Hardway Bros
3) Safe And Sound – Justice
4) Írena Sírena – Andy Svarthol
5) Bills – Ultimate Painting
6) VRY BLK – Jamila Woods
7) Ya – Factory Floor
8) Vittu Til – Snorri Helgason
9) Einhver (hefur tak’ á mér náð) – Snorri Helgason
10) Goodbye Darling (Suicide cover) – MGMT
11) K33p Ur Dr34ms – dj-windows98 (Win Butler)
12) Fever – Roosevelt
13) Operator (DJ Koze’s Extended Disco Version) – Låpsley
14) Love’s Refrain – Jefre Cantu-Ledesma

Tónleikar helgarinnar 8. – 9. júlí

Föstudagur 8. júlí

Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) býður upp á ókeypis tónleika í Hljómskálagarðinum. Fram koma Úlfur Úlfur, Samaris og Glowie. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.

Tónlistarmennirnir ÍRiS og Mikael Lind koma fram Vesturbugt við Mýrargötu á vegum The Travelling Embassy of Rockall. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

Hettumáva kvöld fer fram á Gauknum. Fram koma: Alexander Jarl, Hettumávar, Landaboi$, Kilo, HÁSTAFIR og Phonetic. 1000 kr inn og fjörið hefst klukkan 22:00

Laugardagur 9. júlí

Teitur Magnússon spilar ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi á útisvæði Kaffitárs við Safnahúsið frá kl 15.00 en Dj Óli Dóri mun sjá um að halda laugardagsstuðinu gangandi frá kl 13.00.

Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Sound á efri hæð Paloma frá klukkan 23:45. SÉRSTAKIR GESTIR: > Salka Sól (AMAbAdAMA)