The Raveonettes Rannsaka

Danska dúóið The Raveonettes gefa út sína sjöttu plötu – Observator í dag. Platan var samin af söngvara og gítarleikara hljómsveitarinnar Sune Rose Wagner á þriggja daga flakki hans um Venice Beach í Los Angeles. Hann hafði ákveðið að ferðast þanngað til að sækja innblástur en ferðalag hans endaði á þriggja daga drykkju og eiturlyfja túr sem má rekja til Þunglyndis sem þjáði hann vegna bakverkja. Lögin á plötunni eru innblásin af fólki sem hann fylgdist með á þessum tíma og þar kemur titillinn til sögunnar. Flestir þessa einstaklinga voru langt leiddir í neyslu og ógæfu. Platan var svo tekin upp á þriggja vikna tímabili í Sunset Sound Recorders í Los Angeles, sem var valið af þeirri ástæðu að Wagner vildi taka upp á þeim stað þar sem hljómsveitin The Doors tók upp flest sín bestu lög. Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan.

Young and Cold:

      1. 01 Young And Cold

Sinking With The Sun:

      2. 05 Sinking With The Sun

Downtown:

      3. 07 Downtown

 

 

 

 

Lagalisti Vikunnar – Straumur 218

 

Hér er hægt að hlusta á þáttinn!

1) Cheap Bear – FIDLAR
2) @deathgripz – Death Grips
3) Latch (ft. Sam Smith) – Disclosure
4) Regalia – Savoir Adore
5) Anything Could Happen (Blood Diamonds remix) – Ellie Goulding
6) Young and Cold – The Raveonettes
7) Sinking With The Sun – The Raveonettes
8) Downtown – The Raveonettes
9) Heavy Water Riddim – Zed Bias
10) Default – Atoms For Peace
11) Softkiss (Pional remix) – Lemonade
12) Ashland Slumber – SFV Acid
13) It’s Cool – The Presets
14) Youth In Trouble – The Presets
15) How Do You Do (Todd Terje remix) – Hot Chip
16) New Life – Teen Daze
17) Be Above It – Tame Impala
18) Endors Toi – Tame Impala
19) Why Won’t They Talk To Me – Tame Impala
20) Kim Peek – Angry Bones
21) My Little Box – Angry Bones
22) Only You – Taken By Trees
23) Large – Taken By Trees

Savoir Adore gefa út

Brooklyn dúóið Savoir Adore gefur út plötuna Our Nature þann 22. október næstkomandi. Fyrsta smáskífan af plötunni nefnist Regalia og er indie popp af bestu gerð. Hljómsveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út sína fyrstu stóru plötu – In The Wooded Forest árið 2009. Savoir Adore hefur verið líkt við bönd á borð við Postal Service og Brokn Social Scene. Hlustið á lagið Regalia hér fyrir neðan. 

Sudden Weather Change Sjónvarpsviðtal

Við kíktum í æfingarhúsnæðið hjá reykvísku hljómsveitinni Sudden Weather Change, sem voru að æfa fyrir útgáfutónleika sem verða á Faktorý á morgun af tilefni útgáfu plötunnar Sculpture. Við spurðum hljómsveitinna út í muninn á fyrstu plötunni og þeirri nýjustu, æfarhúsnæðismál í Reykjavík og áhrifavalda. Einnig fengum við bandið til að taka lagið Blues af Sculpture.

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar hefjast klukkan tíu á morgun og munu Ghostigital og The Heavy Experience koma fram ásamt Sudden Weather Change. Miðaverð er 1500 kr og 3000 kr + plata.

Todd Terje remixar Hot Chip

Norski plötusnúðurinn Todd Terje endurhljóðblandið lagið How Do You Do með elektró bandinu Hot Chip, sem er að finna á plötunni In Our Heads sem kom út fyrr á þessu ári. Terje setur lagið í dansvænni búning og er það yfir 9 mínútur í hans útgáfu. Hlustið á endurhljóðblönduna fyrir neðan.

Önnur plata Teen Daze á árinu

Kanadíski tónlistarmaðurinn Teen Daze gefur út aðra plötu sína á þessu ári þann 6. nóvember næstkomandi. Platan sem fylgir á eftir hinni frábæru All Of Us Together heitir The Inner Mansions. Teen Daze gaf út fyrstu smáskífuna af plötunni í dag sem nefnist New Life. Hlustið á það hér fyrir neðan.

Nýtt lag frá Ojba Rasta

Íslenska reggí hljómsveitin Ojba Rasta sendi á dögunum frá sér lagið Hreppstjórinn sem verður að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar. Lagið er eftir Teit Magnússon hljómsveitarmeðlim en texti lagsins  á sér tvær uppsprettur báðar frá 19. öld; annars vegar er erindið brot úr Bragnum um Þorstein á Skipalóni, hins vegar eru viðlögin tvö erindi úr ljóði eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld. Textinn var síðan mótaður og túlkaður af höfundi og flytjanda lagsins. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Lagalisti Vikunnar – Straumur 217

 

Hér er hægt að hlusta á þáttinn!

1) My Love Is Real – Divine Fits
2) Hreppstjórinn – Ojba Rasta
3) Follow (Memory Tapes remix) – DIIV
4) The Fall (Fort Romeau remix) – Frankie Rose
5) Everything Is Embarrassing – Sky Ferreira
6) Let It Bleed – Goat
7) Alcolholics – Sibille Attar
8) Would That Not Be Nice – Divine Fits
9) The Salton Sea – Divine Fits
10) Baby Get Worse – Divine Fits
11) The Silent – Baio
12) Elixabeth’s Theme – Dirty Beaches
13) Lord Only Knows – Dirty Beaches
14) Speak In Rounds – Grizzly Bear
15) Gun Shy – Grizzly Bear
16) Backlines – Stars
17) Through the Mines – Stars
18) Progress – Stars
19) Walls – Stars
20) Mystery Colors – Astronauts, etc.
21) Breakup Songs – Deerhoof
22) We Do Parties – Deerhoof
23) Fete d’Adieu – Deerhoof
24) Cara Falsa – OMBRE

Tónleikar með Dirty Beaches á morgun

Á morgun mun kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spila á öðrum tónleikum tónleikaraðarinnar Stopover series sem er samstarfsverkefni Kimi Records og Hörpu, og er studd af Icelandair, Reyka, Gogoyoko og Kex Hosteli. Tónleikarnir byrja klukkan 20:30 í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpu.

Hljómsveitin gaf úr sína fyrstu plötu í fyrra sem nefnist Badlands. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og var tilnefnd til til kanadísku Polaris tónlistarverðlaunanna árið 2011. Dirty Beaches er hugarfóstur tónlistarmannsins Alex Zhang Hungtai sem sækir innblástur til hljómsveita á borð við Cramps og Suicide auk kvikmyndatónlistar úr kvikmyndum eftir David Lynch, Jim Jarmusch, Quentin Tarantino og Wong Kar Wai. Hér má sjá viðtal við Alex Zhang Hungtai.


Það er íslenska hljómsveitin Singapore Sling sem mun sjá um upphitun. Hljómsveitin er með breyta liðskipan og er Helgi Örn Pétursson gítarleikari sem var í hljómsveitinni í upphafi mættur aftur til leiks. Það er Henrik Björnsson sem leiðir bandið en ásamt honum og Helga verða á tónleikunum gítarleikarinn Hallberg Daði Hallbergsson og hristuleikarinn Steinunn Harðardóttir .

Miðasala fer fram á midi.is en einnig er hægt að kaupa miða í Hörpu en miðafjöldi er afar takmarkaður. Hlustið á lagið Lord Knows Best af plötu Dirty Beaches – Badlands frá því í fyrra hér fyrir neðan.

      1. 06 Lord Knows Best

 

 

Dream Central Station sjónvarpsviðtal

Við hittum þau Hallberg Daða Hallbergsson og Elsu Maríu Blöndal forsprakka hljómsveitarinnar Dream Central Station á heimili Hallbergs fyrir stuttu. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarína og Elsa María í Go-Go Darkness. Þau tóku órafmagnaða útgáfu af einu lagi og sögðu okkur m.a. frá  sögu sveitarinnar, Berlín og tónleikahaldi hér á landi.