Tónleikar helgarinnar 13. – 14. mars

Föstudagur 13. mars

Hljómsveitin MUCK fagnar útgáfu Your Joyous Future með tónleikum á Húrra. Um upphitun sjá Pink Street Boys, Oyama og russian.girls (dj-sett fyrir tónleikana) Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

Altostratus & SíGull koma fram á Bar 11. Tónleikarnir byrja á slagin 22:00 og það er ókeypis inn.

Útgáfutónleikar Auðn ásamt Grafir, Skuggsjá og Draugsól á Gauknum. Frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Laugardagur 14. mars

Hljómsveitirnar Börn og Kvöl spila á Bar 11. Leikar hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Boogie Trouble og vinir halda ball á Húrra. Fjörið hefst klukkan 22:00.

Pólska rappgrúppan Pokahontaz ásamt Blaz Roca á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 4500 kr inn.

Á Dillon fed farm fyrsta Microgroove Session  kvöldið og þar koma fram  russian.girls, A & E Sounds og Panos from Komodo

Tame Impala snúa aftur

Nýsjálensku sýrurokkararnir í Tame Impala hafa nú sleppt lausu fyrsta laginu af væntanlegri breiðskífu, Let it Happen, sem er næstum átta mínútna epík um ókannaðar hugarlendur. Þau nýmæli eru þó að lítið fer fyrir rafmagnsgíturum en þeim mun meira fyrir hljóðgervlum. Von er á enn ónefndri breiðskífu frá sveitinni síðar á þessu ári en síðasta plata þeirra, Lonerism sem kom út 2012, hlaut feikna góðar viðtökur. Hlustið á Let it Happen hér fyrir neðan og/eða rifjið upp hugsprengjandi myndbandið við Feels Like We Only Go Backwards.

 

Straumur 9. mars 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá tónlistarmönnum og hljómsveitum á borð við Sufjan Stevens, Grimes, M.I.A. Norsaj Thing, Yumi Zouma, Speedy Ortiz, Westkust og fleirum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á Xinu 977.

Straumur 9. mars 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Can See Can Do – M.I.A.
2) REALiTi – Grimes
3) Cold Stares (ft. Chance the Rapper) – Nosaj THing
4) I Can Never Be Myself When You’re Around – Chromatics
5) Dodi – Yumi Zouma
6) Catastrophe – Yumi Zouma
7) No Shade In The Shadow Of The Cross – Sufjan Stevens
8) Carrie & Lowell – Sufjan Stevens
9) Death with Dignity – Sufjan Stevens
10) The Graduates – Speedy Ortiz
11) Swirl – Westkust
12) Strangers To Ourselves – Modest Mouse

Lady Boy Records 009

Útgáfufyrirtækið Lady Boy Records sem stofnað var árið 2013 gaf á dögunum  út sína þriðju safnplötu Lady Boy Records 009. Safnplatan kom út á kassettu í 50 eintökum. Harry Knuckles, Weekend Eagle, Jóhann Eiríksson, Dr. Gunni, Talibam! O|S|E|, Nicolas Kunysz, Sigtryggur Berg Sigmarsson, ThizOne, Helgi Mortal Kombat, Dental Work og  Vampillia. eiga lög á plötunni.  Hlustið hér fyrir neðan.

Tónleikahelgin 5.-7. mars

Fimmtudagur 5. mars

 

Tinna Þorsteinsdóttir og Borgar Magnason hittast í Mengi með dótapíanó og kontrabassa og leitast eftir að finna sameiginlega rödd hljóðfæra sinna. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Dirty Deal Blues Band kemur fram á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Föstudagur 6. mars

 

Hljómsveitin Hellvar sem eru nýkomin úr tónleikaferð um England spilar á tónleikum á Dillon. Aðgangseyrir er 500 krónur og gleðin hefst 22:00.

 

Brasilíski gítarleikarinn og tónskáldi Victor Ramil kemur fram í Mengi. Hann byrjar að spila 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 7. Mars

 

Tvær af hörðustu og svölustu rokksveitum landsins, Singapore Sling og Pink Street Boys leika á tónleikaröð Grapevine á Húrra. Rokkið startar 22:00 og aðgangseyrir er 15oo krónur.

 

Kanadíska tvíeykið Nadja og Aidan Baker koma fram í Mengi. Meðlimir Nadja eru þau Aidan Baker og Leah Buckareff en saman búa þau til tilraunakenna ambient tónlist sem er mörgum landsmönnum vel kunn. Tónleikar þeirra byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Public Enemy og Swans á ATP

Hip Hop goðin í Public Enemy eru væntanleg til Íslands í sumar á All Tomorrow’s Parties hátíðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar en fjölda annarra listamanna hefur einnig verið bætt við dagskrána, og ber þar hæst Swans sem áttu að spila á Airwaves 2012 og margir voru svekktir þegar þeir neyddust til að afboða vegna fellibylsins Sandy. Þá kemur einnig fram að Lightning Bolt, Bardo Pond, Grísalappalísa, Valdimar, Stafrænn Hákon, Oyama, Mr Silla og Kippi Kaninus muni koma fram.

 

All Tomorrow’s Parties hátíðin fer fram í þriðja skipti á Ásbrú í sumar dagana 2.-4. júlí, en áður hafa hljómsveitir eins og Belle and Sebastian, Iggy Pop, Run The Jewels og Godspeed you! Black Emperor verið kynntar til leiks á hátíðina. Hér fyrir neðan má horfa á „hið svarta CNN“, eins og Public Enemy sögðu sjálfa sig vera á hátindi sínum:

Straumur 2. mars 2015

Í þessum fyrsta Straumi mánaðarins verður tekið til skoðunar nýtt efni frá listamönnum á borð við Tobias Jesso Jr, Courtney Barnett, Lindrom And Grace Hall, Fred Thomas, SEOUL, Surf City og fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 2. mars 2015 by Straumur on Mixcloud

1) The Line – SEOUL

2) Home Tonight (extended version) – Lindstrøm And Grace Hall

3) Cops Don‘t Care Pt. II – Fred Thomas

4) Depreston – Courtney Barnett

5) Can‘t Stop Thinking About You – Tobias Jesso Jr.

6) How Could You Babe – Tobias Jesso Jr.

7) Leaving LA – Tobias Jesso Jr.

8) One Too Many Things – Surf City

9) Leave Your Worries – Surf City

10) What Kind Of Man (Nicholas Jaar remix) – Florence & The Machine

11) Madonna – Black Honey

12) Sagres – The Tallest Man On Earth