Lag frá Cut Copy og plata á leiðinni

 

Það lá í loftinu að ástralska sveitin Cut Copy myndi gefa út plötu á árinu eftir að hafa sent frá sér lagið „Let Me Show You“ á dögunum. Nú hefur það verið staðfest og afrekið væntanlegt  5. nóvember.  Til að peppa plötuna hefur bandið sent frá sér sumarlegu smáskífuna „Free Your Mind“ þar sem bongóið tekur öll völd.

Straumur 9. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Arcade Fire, múm, MGMT, Macinedrum, Holy Ghost!, M.I.A. Emilíönu Torrini, CHVRCHES og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 9. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Candlestick – múm
2) When Girls Collide – múm
3) Reflektor – Arcade Fire
4) Come Walk With Me – M.I.A
5) Introspection – MGMT
6) An Orphan of Fortune – MGMT
7) We Sink – CHVRCHES
8) You Caught The Light – CHVRCHES
9) Caterpillar – Emilíana Torrini
10) Animal Games – Emilíana Torrini
11) Oblivion (Grimes cover) – Franz Ferdinand
12) Ships – September Girls
13) Oxfords and Wingtips – Upset
14) Gunshotta – Machinedrum
15) Center Your Love – Machinedrum
16) Bridge and Tunnel – Holy Ghost
17) In The Red – Holy Ghost
18) Lost it to trying – Son Lux
19) Underwater Snow – múm

Streymið nýjustu plötu MGMT

 

Þó sjálftitluð þriðja plata MGMT komi ekki út fyrr en 17. september hefur áhugasömum gefist tækifæri á að hlusta á plötuna í heild sinni í gegnum vefsíðuna www.rdio.com. Til að geta gætt sér á gripnum þarf að gerast notandi af síðunni og klikka sig í gegnum nokkur þrep en það ætti að vera fyrirhafnarinnar virði þegar band á borð við MGMT á í hlut.
Upphaflega átti platan að koma út fyrr í sumar en  sökum þess að meðlmimir voru ekki sáttir við útkomuna ákváðu þeir að fresta henni og fullkomna hljóminn. Til að leggja dóm á plötuna þurfa hlustendur að gefa henni meira en eina hlustun þar sem innihaldið er krefjandi og tilraunakennt efni. Skráðu þig inn og hlustaðu hér.

 

Smáskífa og myndband frá Arcade Fire

Nýjastu smáskífu Arcade Fire sem kemur út á mánudaginn hefur nú verið lekið á alnetið. Lagið heitir Reflektor og er pródúserað af James Murphy úr LCD Soundsystem og talið er að sjálfur David Bowie syngi bakraddirnar. Það er tæpar átta mínútur að lengd og talsvert rafrænna og dansvænna en megnið af eldra efni sveitarinnar. Breiðskífa sem ber sama titil og smáskífan kemur út 29. október og er beðið með mikilli eftirvæntingu en síðasta plata sveitarinnar, Suburbs, kom út fyrir þremur árum síðan. Hlustið á lagið hér fyrir neðan. Uppfært: Nú hefur verið frumsýnt myndband við lagið á síðunni https://www.justareflektor.com/

Arcade Fire - Reflektor 
      1. Reflektor

Death Grips For Cutie

Óþekktur tónlistarmaður tók sig til á dögunum og blandaði saman lögum af Exmilitary og NO LOVE DEEP WEB með Death Grips við lög af Transatlanticism og Plans með Death Cab For Cutie. Afraksturinn má heyra hér fyrir neðan. Svona lítur lagalistinn út:

1. Soul Beware Body
2. Guillotine and Registration
3. Takyon Will Possess Your Heart
4. Spread Eagle Cath The Block
5. Lord of the Track (feat. Mexican Girl)
6. Skin Creepin
7. Your Klink
8. I Will Follow You Into The Unknown For It
9. The Sound Settling Thru The Walls
10. I Want Transatlanticism I Need Transatlanticism
11. A Lack Of Culture

Tónleikar helgarinnar

Fyrsta helgi haustsins heilsar okkur með helling af tónleikum og hér verður farið yfir það helsta sem er á boðstólum.

Fimmtudagur 5. september

Rafpopphljómsveitin Sykur kemur fram á Live-kvöldi Funkþáttarins á Boston. Aukahljóðkerfi verður sett upp á staðnum fyrir tónleikana og bjórinn verður á sérstöku Funkþáttartilboði. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir hefjast á slaginu 23:00.

Hljómsveitin múm gefur út plötuna Smilewound föstudaginn 6. september og ætlar af því tilefni að bjóða til hlustunarhófs í GYM & TONIC sal KEX Hostels. Hófið hefst klukkan 20:00 og boðið verður upp á léttar veitingar, hljómplatan leikin í heild sinni, sérstakt forsölutilboð verður á plötunni og nýtt tónlistarmyndband frumsýnt.

Sontag Shogun frá Bandaríkjunum koma fram ásamt Japam á Bravó. Sontag Shogun er tríó frá Brooklyn sem spilar sveimkennda tónlist fyrir píanó og rafhljóð, en hún sækir í nútímaklassík, spunatónlist og ambient í sköpun sinni. Japam er tónlistarverkefni Sigga Odds sem er betur þekktur fyrir grafíska hönnun en hefur þó verið í harðkjarnasveitunum Mínus og Snafu. Í Japam er áherslan þó meira á hljóðgervladrifið popp. Tónleikarnir byrja stundvíslega 22:15 og aðgangseyrir er enginn.

Pink Street Boys og Ofvitarnir blása til rokkveislu á Dillon sem hefst 22:00 og ókeypis er inn.

Benny Crespo’s Gang, Pétur Ben og Vök stíga á stokk á Gamla Gauknum. Dyrnar opnast 21:00, tónleikarnir hefjast 22:00 og 1000 krónur veita aðgang að gleðinni.

Plötsnúðagengið í RVK Soundsystem misstu nýlega höfuðstöðvar sínar á Hemma og Valda og Faktorý en hafa nú fært sig yfir á Dollý. Þeir munu spila reggae, dub og dancehall og skífusnúningurinn hefst klukkan 22:00 og stendur yfir til lokunar og ókeypis er inn.

Föstudagur 6. september

Á undiröldu tónleikaseríu Hörpunnar koma fram Pink Street Boys og Knife Fights. Pink Street Boys var stofnuð á grunni sækadelik sveitarinnar Dandelion Seeds og spila að eigin sögn rokktónlist á sterum, syngja frá hjartanu og spila nógu andskoti hátt. Knife Fights er tríó sem inniheldur meðlimi úr Gang Related og Morðingjunum og eru undir miklum áhrifum frá indítónlist níunda og tíunda áratugarins. Tónleikarnir eru í Kaldalónssal Hörpunnar og hefjast 17:30 en aðgangur er ókeypis.

Nýsálarsveitin Moses Hightower spilar á nýnematónleikum Bláa Kortsins í Stúdentakjallaranum. Gamanið hefst 22:30 og það er fríkeypis inn.

Útvarpsstöðin X-ið stendur fyrir Jack Live kvöldi á Gamla Gauknum en þar koma fram Vintage Caravan, Jan Mayen og Kaleo. Tónleikarnir byrja klukkan 23:00 og það kostar 800 krónur inn.

Jón Þór og Knife Fights leika fyrir dansi og slammi á Bar 11 og munu hefja leik 22:00 en algjörlega ókeypis er inn.

Laugardagur 7. september

Rokktríóið kimono gaf nýverið út stuttskífuna Aquarium sem inniheldur tæplega 20 mínútna langt lag samnefnt plötunni. Í plötubúðinni Luvky Records á laugardeginum munu Kimono leika þetta framsækna lag á klukkutímafresti meðan búðin er opin, fyrsti flutningurinn hefst klukkan 11:00 og sá síðasti klukkan 17:00.

Nýjustu plötu múm streymt

Hljómsveitin múm gerði rétt í þessu sína sjöttu breiðskífu aðgengilega til streymis í gegnum tónlistarvefritið Pitchfork. Plötunnar, sem ber nafnið Smilewound, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markar endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Síðasta hljóðversplata sveitarinnar kom út árið 2009 en í fyrra kom út safnplatan Early Birds með óútgefnu og sjaldgæfu efni frá bandinu. Hlustið á streymið af plötunni á hér.

Cults – “High Road”

 

Indíbandið Cults tilkynnti nýlega útgáfu breiðskífunnar Static sem mun koma út 15. Október. Í kjölfarið fylgdi smáskífan „I Can Hardly Make You Mine“  og hefur sveitin nú deilt laginu „High Road“.
Nýja efnið er myrkrara en áður hefur heyrst frá bandinu, þó ljúft og fylgir vel á eftir sjálftitluðum frumburði Cults sem kom út árið 2011.

Fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Sleigh Bells

Hávaða poppdúóið Sleigh Bells hefur sent frá sér lagið “Bitter Rivals“ ásamt vídeói og er það fyrsta smáskífan sem heyrist af væntanlegri  plötu og jafnframt titillag hennar. Breiðskífan kemur út þann 8. október, verður það þriðja plata sveitarinnar og fylgir á eftir Reign Of Terror sem kom út í fyrra. 10 lög munu verða að finna á plötunni sem Andrew Dawson mixaði en hann er helst þekktur fyrir vinnu sína með Kanye West og Jay-Z. Alexis Krauss söngkona sveitarinnar gefur þessum tveimur spöðum ekkert eftir í laginu“Bitter Rivals“ og spittar sig í gegnum þétt hávaða riff í boði  Derek E. Miller gítarleikara.

Straumur 2. september 2013

Í Straumi í kvöld fáum við Snorra Helgason í heimsókn til ræða væntanlega plötu hans Autumn Skies. Við heyrum einnig nýtt efni frá Karen O, Frankie Rose, Los Campesinos!, The Weeknd, MØ, Bondax og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 2. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason
2) Summer Is Almost Gone – Snorri Helgason
3) Berlin – Snorri Helgason
4) It’s Over – Snorri Helgason
5) Kveðja – Snorri Helgason
6) Street Of Dreams – Frankie Rose
7) The Wire (Tourist remix) – Haim
8) Wanderlust – The Weeknd
9) Tears In The Rain – The Weeknd
10) XXX 88 – MØ
11) Here Again – Factory Floor
12) Work Out – Factory Floor
13) Giving It All (Joe Goddard remix) – Bondax
14) The Moon Song – Karen O
15) What Death Leaves Behind – Los Campesinos!
16) Hve Ótt Ég Ber Á – VAR