Streymið nýju plötu Sleigh Bells

 

Ef þú ert orðin(n) þreytt(ur) á lélegum hljómgæðum í gömlu hátölurum og vantar bara herslumuninn uppá að sprengja þá til að hafa ástæðu til fjárfesta í nýjum ætti Bitter Rivals að vera svarið. Sleigh Bells koma til með að gefa plötuna út þann 8. október og verður hún sú þriðja sem kemur frá bandinu. Dúóið hefur hins vegar tekið forskot á sæluna og smellt plötunni í heild sinni á netið, þá er bara að botna græjurnar og hlusta á lætin hér.

Fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Sleigh Bells

Hávaða poppdúóið Sleigh Bells hefur sent frá sér lagið “Bitter Rivals“ ásamt vídeói og er það fyrsta smáskífan sem heyrist af væntanlegri  plötu og jafnframt titillag hennar. Breiðskífan kemur út þann 8. október, verður það þriðja plata sveitarinnar og fylgir á eftir Reign Of Terror sem kom út í fyrra. 10 lög munu verða að finna á plötunni sem Andrew Dawson mixaði en hann er helst þekktur fyrir vinnu sína með Kanye West og Jay-Z. Alexis Krauss söngkona sveitarinnar gefur þessum tveimur spöðum ekkert eftir í laginu“Bitter Rivals“ og spittar sig í gegnum þétt hávaða riff í boði  Derek E. Miller gítarleikara.