Streymið nýju plötu Sleigh Bells

 

Ef þú ert orðin(n) þreytt(ur) á lélegum hljómgæðum í gömlu hátölurum og vantar bara herslumuninn uppá að sprengja þá til að hafa ástæðu til fjárfesta í nýjum ætti Bitter Rivals að vera svarið. Sleigh Bells koma til með að gefa plötuna út þann 8. október og verður hún sú þriðja sem kemur frá bandinu. Dúóið hefur hins vegar tekið forskot á sæluna og smellt plötunni í heild sinni á netið, þá er bara að botna græjurnar og hlusta á lætin hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *