Smáskífa og myndband frá Arcade Fire

Nýjastu smáskífu Arcade Fire sem kemur út á mánudaginn hefur nú verið lekið á alnetið. Lagið heitir Reflektor og er pródúserað af James Murphy úr LCD Soundsystem og talið er að sjálfur David Bowie syngi bakraddirnar. Það er tæpar átta mínútur að lengd og talsvert rafrænna og dansvænna en megnið af eldra efni sveitarinnar. Breiðskífa sem ber sama titil og smáskífan kemur út 29. október og er beðið með mikilli eftirvæntingu en síðasta plata sveitarinnar, Suburbs, kom út fyrir þremur árum síðan. Hlustið á lagið hér fyrir neðan. Uppfært: Nú hefur verið frumsýnt myndband við lagið á síðunni https://www.justareflektor.com/

Arcade Fire - Reflektor 
      1. Reflektor

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *