Nýjustu plötu múm streymt

Hljómsveitin múm gerði rétt í þessu sína sjöttu breiðskífu aðgengilega til streymis í gegnum tónlistarvefritið Pitchfork. Plötunnar, sem ber nafnið Smilewound, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markar endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Síðasta hljóðversplata sveitarinnar kom út árið 2009 en í fyrra kom út safnplatan Early Birds með óútgefnu og sjaldgæfu efni frá bandinu. Hlustið á streymið af plötunni á hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *