Nýtt frá Suuns

Montreal hljómsveitin Suuns gaf í dag út lagið Edie’s Dream sem er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu þeirra sem kemur út í mars á  næsta ári á vegum Secretly Canadian. Platan hefur fengið nafnið Images Du Futur og fylgir á eftir plötunni Zeroes QC frá árinu 2010. Hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves í fyrra við góðar undirtektir. Hlustið á lagið Edie’s Dream og viðtal við  Liam O’Neill trommara sveitarinnar hér fyrir neðan.

Viðtal við Liam O’Neill trommara sveitarinnar í Airwaves þætti Straums 2011

      1. Suuns

 

 

Coming True með Guards

New York hljómsveitin Guards var að senda frá sér aðra smáskífuna af væntanlegri fyrstu plötu sveitarinnar  In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar á næsta ári. Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Hlustið á lagið Coming True hér fyrir neðan.

Coming True

      1. mp3

hlaða niður 

      2. mp3

 

Straumur 12. nóvember 2012

1. hluti:

      1. 227 1

2. hluti:

      2. 227 2

3. hluti:

      3. 227 3

1) Transgender – Crystal Castles
2) Kerosene – Crystal Castles
3) Black Eye – Pojke
4) Clair De Lune (ft. Christine Hoberg) – Flight Facilities
5) Northern Lights – Kate Boy
6) Forever – Cities Aviv
7) I Love Thousands Every Summer – Paradise
8) I’m All On My Own – Dream Central Station
9) Feel – Dream Central Station
10) Teenage – Veronica Falls
11) Sunshine (Shlohmo remix) – Little Dragon
12) Peach Bloosom – Eels
13) She Lives In An Airport – Guided By Voices
14) The Challenge Is Much More – Guided By Voices

 

 

Giorgio Moroder fann upp dubstep

Lagið Looky Looky með upptökustjóranum Giorgio Moroder frá árinu 1969 hefur nú verið nefnt sem fyrsta dubstep lagið. Moroder póstaði broti úr laginu á facebook síðu sinni í dag og baðst afsökunar þegar að einn aðdáandi hans sagði hann hafa skapað skrímsli. Hlustið á dubstep bútinn úr laginu hér fyrir neðan og horfið á Moroder flytja lagið í frönskum sjónvarpsþætti frá árinu 1969.

Nýtt frá Pojke

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon sendi í dag frá sér annað lagið undir nafninu Pojke. Sindri gaf út hið frábæra lag She Move Through Air við góðar viðtökur í byrjun síðasta mánaðar og sleppir nú frá sér laginu Black Eye sem er engu síðra. Hægt er að hlaða niður laginu frítt af Soundcloud síðu Pojke.

Viðtal við Sindra: 

      1. Airwaves 2 1 hluti

 

 

Jón Þór sjónvarpsviðtal

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Platan heitir Sérðu mig í lit og er þetta í fyrsta skipti sem Jón Þór syngur á íslensku. Við kíktum heim til Jón Þórs og fengum hann til að taka lagið Ljáðu mér eyra og spurðum hann út í nýju plötuna.

Dream Central Station gefa út

 

Á næsta föstudag kemur út fyrsta plata hljómsveitarinnar Dream Central Station. Platan sem er samnefnd sveitinni kemur út á vegum útgáfufélagsins Kimi Records og mun fást í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins. Þau Hallberg Daði Hallbergsson og Elsa María Blöndal eru í fararbroddi innan Dream Central Station og hafa verið að vinna að plötunni undanfarin ár. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarína og Elsa María í Go-Go Darkness. Öll lög og textar eru eftir Hallberg fyrir utan ábreiðu af laginu Feel so Good með Brian Jonestown Massacre. Hljómsveitin mun halda útgáfutónleika um miðjan desember.

Im All On My Own:

      1. 01 I'm All On My Own

Feel So Good:

      2. 06 Feel So Good

The Fall:

      3. 10 The Fall

Hér má sjá viðtal sem við áttum við þau Elsu og Hallberg í sumar þar sem þau tóku órafmagnaða útgáfu af laginu Let The Rain (Wash Over Me) sem er á plötunni.  

Lokauppgjör Airwaves – Laugardagur og Sunnudagur

Mynd: Óskar Hallgrímsson

 

Laugardagurinn á Airwaves hófst ekki vel þegar fréttir bárust af því að skoska sveitin Django Django hafi þurft að aflýsa tónleikum sínum í Hörpu vegna veikinda. Það var það atriði sem ég var einna spenntastur fyrir á hátíðinni en hafði þó þau áhrif að ég þurfti ekki að velja milli þeirra og Dirty Projectors sem áttu spila á sama tíma og ég var líka mjög spenntur fyrir.

 

Skógláp í kjallara

 

Laugardagskvöldið mitt hófst í myrkum kjallara 11-unnar þar sem skóglápararnir í Oyama, höfðu komið sér fyrir. Oyama spila melódískt hávaðarokk í anda My Bloody Valentine og svipaðra sveita sem voru upp á sitt besta í byrjum 10. áratugarins, og stóðu sig með stakri prýði. Ég þurfti ekki að leita langt í næsta skammt af tónlist því á eftir hæðinni hafði Just Another Snake Cult nýhafið leik. Síðast þegar ég sá hann var hann með stóra hljómsveit með sér en nú naut hann einungis liðfylgis fiðlu og sellóleikara en sjálfur sá hann um söng, syntha og ýmis raftól. Angurvært og tilraunakennt rafpoppið rann vel niður, þetta var oft á mörkum þess að vera falskt, en samt svo óheyrilega fallegt. Hann toppaði í síðasta laginu Way Over Yonder in the Minor Key.

 

Hnökralaus flutningur

 

Næst þurfti ég að gera hlé á tónleikadagskrá vegna næringar og ritstarfa en mætti þó galvaskur í Listasafn Reykjavíkur til að sjá Brooklyn-sveitina Friends. Þau spiluðu hressilegt rafpopp og voru nokkuð mörg að hamast á sviðinu en náðu þó ekki að fanga athygli áhorfenda sérstaklega vel sem líklega voru flestir komnir til að sjá nágranna þeirra úr Brooklyn, Dirty Projectors. Þau stigu á svið á miðnætti og höfðu salinn í hendi sér frá fyrsta lagi. Aðallega voru flutt lög af nýjustu plötu sveitarinnar, Swing Lo Magellan, og var flutningurinn svo að segja hnökralaus. Það var hreint út sagt magnað að verða vitni að flóknum raddsetningum og framúrstefnulegum útsetningunum á sviðinu að því er virðist án þess að neitt hafi verið spilað af bandi. Oft kölluðust raddir söngkvennanna á við tilraunakennd gítarsóló og gæsahúð og taumlaus gleði fylgdi í kjölfarið. Tónleikarnir náðu hámarki í hinu dramatíska en þó mínímalíska The Gun Has No Trigger og þetta voru án efa bestu tónleikarnir sem ég sá á Airwaves í ár.

 

Ég hljóp þá yfir í Hafnarhúsið til að ná Gus Gus sem ég hafði ekki séð síðan þeir spiluðu sína síðustu tónleika á Nasa. Gus Gus eru orðin vel sjóuð af tónleikahaldi og sveitin kann upp á hár að rífa upp stemmningu með vel skipulögðum uppbyggingum og ná oft að teygja lögin sín upp í meira en tíu mínútur án þess að nokkrum leiðist þófið eða dansinn hætti að duna.

 

Sunnudagskvöld

 

Þrátt fyrir að fáir höndli yfirleitt að fara út á sunnudeginum eftir fjögurra daga maraþon djamm og tónleikaviðveru þá hefur sunnudagskvöldið löngum verið eitt af mínum uppáhalds á Airwaves. Því miður voru ekki stórir tónleikar á Nasa eins og undanfarin ár en þó var ýmislegt í boði og sörf-rokksveitin Bárujárn var fyrst á dagskrá á Gamla Gauknum. Sindri er afskaplega skemmtilegur gítarleikari og hann fór hamförum í flottum sólóum og snaggaralegum riffum, ekki síst í laginu Skuggasveinn.

 

Þvínæst rölti ég niður á Þýskabarinn þar sem trúbatrixan Elín Ey var að koma sér fyrir. Hún hefur afskaplega fallega rödd en innhverf kassagítardrifin trúbadortónlistin var ekki alveg minn expressóbolli og ég vonaðist eftir meira stuði. Það mætti á svæðið með hinni ákaflega vel stílíseruðu Sometime og 90’slegri danstónlist þeirra. Á köflum trip hop-leg en stundum meira út í reif og stemmningin var á uppleið.

 

Bassinn tekinn í göngutúr

 

Síðasta atriði kvöldsins voru diskóboltarnir í Boogie Trouble sem hljóta að vera eitt mest grúvandi band á Íslandi um þessar mundir. Ingibjörg tók bassann í göngutúr og gítarinn minnti á útúrkókað diskófönk úr klámmyndum frá öndverðum áttunda áratugnum. Þau lokuðu kvöldinu með stæl en mig þyrsti í meira. Því var haldið yfir í Iðusali þar sem Rafwaves var enn í fullum gangi og Oculus dúndraði dýrindis djöflatekknói ofan í þær 20 hræður sem enn voru eftir og dönsuðu úr sér líftóruna.

 

 

Heilt yfir var þessi Airwaves hátíð frábærlega vel heppnuð þrátt fyrir að ýmislegt hafi unnið á móti henni. Þar mætti helst nefna veðrið og nokkrar afbókanir hjá stórum nöfnum. Hápunktarnir hjá mér í ár voru Doldrums á fimmtudagskvöldinu, Hjálmar og Jimi Tenor á föstudaginn og Dirty Projectors á laugardaginn. Þá verð ég að minnast á að ég sá hvorki né heyrði af mörgum risastórum röðum, sem oft áður hafa hrjáð hátíðina, og er það afar góðs viti.

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 6. nóvember 2012

1. hluti

      1. 226 1

2. hluti

      2. 226 2

3. hluti

      3. 226 3

 

1) About To Die – Dirty Projectors
2) Here Til it Says Im Not – Dirty Projectors
3) Affection – Crystal Castles
4) Stand My Ground – Diamond Rings
5) So Many Details (remix ft. Hodgy Beats) – Toro Y Moi
6) Chum – Earl Sweatshirt
7) freaking out the neighborhood – Mac Demarco
8) Cooking Up Something Good – Mac Demarco
9) Secret Days – School Of Seven Bells
10) Drums On Parade – Adam Port
11) Despot – Ital
12) Devil Town – Marissa Nadler

Death Grips @ Pumpehuset

CPH:DOX heimildarmyndar hátíðin hófst formlega fyrir helgi og tónleikar með Californíska experemental hiphop þríeykinu ”Death Grips” frá Sacramento léku þar stóran þátt. Sveitin sem stofnuð var í lok desember árið 2010 samanstendur af söngvaranum Stefan”Mc Ride”Burnett og pródúsentateyminu Andy”Flatlander”Morin (hljómborð/sampler) og Zach Hill(trommur). Zach Hill þessi hefur getið af sér gott orð sem trommuleikari í hinum og þessum projectum þ.á.m ”Nervous Cop” með Greg Saunier(Deerhoof), “El Grupo Nuevo De Omar Rodriguez Lopez” með Omar Rodriguez Lopez(The Mars Volta, At The Drive In) og ”ONIBABA” með Mike Patton (Faith No More, Mr.Bungle, Fantómas ofl.).

Death Grips hafa útgefið tvennar plötur það sem af er þessu ári ”The Money Store” sem út kom um miðjan apríl sl á vegum ”Epic Records” útgáfufyrirtækisins, og sú seinni ”No Love Deep Web” láku þeir sjálfir út á internetið sökum ágreinings við ”Epic Records”, en album coverið hefur fengið mjög umdeild viðbrögð hjá tónlistarspekúlöntum víðsvegar um heiminn. Að lokum ber einnig að nefna að sveitin hefur áður remix-að tvö lög Bjarkar Guðmundsdóttur í ”Biophilia Remix Series” en það eru lögin ”Thunderbolt” og ”Sacrifice”.

Þetta hrekkjavöku kvöld er ”Mc Ride” málaður eins og  frontmaður afrísks kult’s frekar en hljómsveitar, íklæddur loðpelsi og leðurbuxum. Loðpelsinn fauk af strax í fyrsta lagi við mikinn fögnuð viðstaddra. Óhefðbundin uppsetning á trommusetti Zach Hill sem og trommuleikur hans er engum öðrum líkur, undirritaður man ekki eftir öðrum eins barningum. Tónleikarnir einkennast af þungum barningum bassatrommunar sem og lágtjúnuðum tom-toms í bland, og það sést langar leiðir að Zach þessi er sjálflærður þar sem hann sýnir trommunum enga miskun, trommustíllinn er engu að síður óaðfinnanlegur. Lagaval þessarar Californísku sveitar samanstóð af nokkrum af þeirra þekktustu lögum, þar ber helst að nefna; Guillotine, The Fever(AyeAye) og Beware en Beware lag þetta kom út á mixtape-i sem sveitin sendi frá sér í Apríl 2011 og hefur verið í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum síðan. Þetta voru einungis 12 laga tónleikar og lifðu í rétt rúmar 45 mínútur, en þeir félagar fá stórt hrós fyrir að það kom aldrei dauður punktur á meðan tónleikunum stóð, það var aldrei bil á milli laga, Mc Ride talaði aldrei við áhorfendur og Zach Hill stoppaði aldrei bassatrommuna, keyrslan var þvílík. Andy ”Flatlander” Morin steig aldrei á svið þetta hrekkjavökukvöld, en undirritaður þykist vita að ”Flatlander” þessi hafi leynst þarna á bakvið og stýrt þessu balli með dáleiðandi sampli í bland við taktfastar trommur Zach Hill.

Þrátt fyrir stutta og laga fáa tónleika áttaði undirritaður sig fljótt á því að hann gekk fullmettur út af einstaklega vel útfærðu setti sem margar hljómsveitir mættu taka sér til fyrirmyndar, ”Less is Often More”. CPH:DOX festival var sparkað í gang af öllu afli og Death Grips er hljómsveit sem ég hlakka hvað einna mest til að heyra meira frá í náinni framtíð.

Undirritaður,

Hjalti H. Jónsson

Kaupmannahöfn