Við hittum þá Ívar Björnsson og Jón Lorange sem skipa hljómsveitina Nolo. Þeir sögðu okkur frá ferlinu í kringum plötugerð, kostinn að vera tveir í hljómsveit og breytta hljóðfæraskipan. Auk þess tóku þeir glænýtt lag fyrir okkur sem nefnist Stuck on a Mind.
Category: Viðtöl
Sudden Weather Change Sjónvarpsviðtal
Við kíktum í æfingarhúsnæðið hjá reykvísku hljómsveitinni Sudden Weather Change, sem voru að æfa fyrir útgáfutónleika sem verða á Faktorý á morgun af tilefni útgáfu plötunnar Sculpture. Við spurðum hljómsveitinna út í muninn á fyrstu plötunni og þeirri nýjustu, æfarhúsnæðismál í Reykjavík og áhrifavalda. Einnig fengum við bandið til að taka lagið Blues af Sculpture.
Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar hefjast klukkan tíu á morgun og munu Ghostigital og The Heavy Experience koma fram ásamt Sudden Weather Change. Miðaverð er 1500 kr og 3000 kr + plata.
Dream Central Station sjónvarpsviðtal
Við hittum þau Hallberg Daða Hallbergsson og Elsu Maríu Blöndal forsprakka hljómsveitarinnar Dream Central Station á heimili Hallbergs fyrir stuttu. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarína og Elsa María í Go-Go Darkness. Þau tóku órafmagnaða útgáfu af einu lagi og sögðu okkur m.a. frá sögu sveitarinnar, Berlín og tónleikahaldi hér á landi.
Japandroids viðtal
Kanadíska hljómsveitin Japandroids spilar á tónleikum á Gamla Gauknum miðvikudaginn 22. ágúst. Hljómsveitina skipa þeir Brian King gítar/söngur og David Prowse trommur/söngur. Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu – Post Nothing snemma árs 2009 og platan Celebration Rock fylgdi á eftir fyrr í sumar. Báðar hafa þær fengið einróma lof gagnrýnenda auk þess sem tónleikar sveitarinnar þykja einstök upplifun. Við hringdum í Brian og spurðum hann út í tónleikaferðalög, nýju plötuna og hverju íslendingar mega eiga von á tónleikum sveitarinnar hér á landi. Hlustið á það hér fyrir neðan:
Viðtal við Brian King:
Hljómsveitin Sudden Weather Change mun hita upp fyrir Japandroids en þeir gáfu nýverið út sína aðra breiðskífu, Sculpture. Það verður því boðið upp á tónleikaveislu á Gamla Gauknum þann 22. ágúst næstkomandi. Miðasala fer fram hér: http://midi.is/tonleikar/1/7053/
Deerhoof með suðrænum áhrifum
San Francisco hljómsveitin Deerhoof sendi frá lagið The Trouble With Candyhands í gær. Lagið, sem er undir talsverðum suðrænum áhrifum, verður að finna á plötunni Breakup Song sem kemur út þann 4. september næstkomandi. Hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves árið 2007 og hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtal sem við áttum við hljómsveitarmeðliminn Greg Saunier frá þeim tíma, auk nýja lagsins The Trouble With Candyhands.
Viðtal 2007:
Innipúkinn 2012
Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tíu ára afmæli sínu – og fer fram í ellefta skipti í miðborg Reykjavíkur um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2012 teygir sig yfir þrjá daga og fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudgskvöld dagana 3. – 5. ágúst. Hátíðin fer í ár fram í hinu sögufræga húsnæði Iðnó. Hægt er að nálgast miða á hátíðina á midi.is. Verð fyrir alla dagana er 5500 kr en 3000 fyrir hvert kvöld. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á viðtal við þá Björn Kristjánsson (Borko) og Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) skipuleggendur og stofnendur hátíðarinnar.
Dagskrá Innipúkans 2012
Föstudagur:
21:00 – Dr. Gunni
22:00 – Kiriyama Family
23:00 – Borko
23:50 – Auxpan
00:10 – Jónas Sigurðsson
01:00 – Prins póló
02:00 – Mammút
Laugardagur:
21:00 – Just another snake cult
22:00 – Ásgeir Trausti
23:00 – Lay Low
23:50 – Gísli Einarsson
00:10 – Moses Hightower
01:00 – Þú og ég
02:00 – Tilbury
Sunnudagur:
21:00 – Gang Related
22:00 – Sudden Weather Change
23:00 – Muck
23:50 – Shivering Man
00:10 – Ojba Rasta
01:00 – Úlfur Úlfur
02:00 – Oculus
Tónlistarsenan í Montreal
Greg Bouchard frá hinu virta tónlistar- og menningar bloggi www.midnightpoutine.ca, frá Montreal var gestur Straums í byrjun þessa mánaðar. Greg fræddi okkur um tónlistarsenuna í Montreal sem er blómleg um þessar mundir og bar hana saman við þá íslensku. Greg kom einnig til okkar í fyrrasumar og sagði okkur frá því hvernig senan hefur þróast á milli ára. Það sem bar hæðst þetta árið eru auknar vinsældir tónlistarkonunnar Grimes. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið í ár og viðtalið frá því í fyrra, auk laga sem Greg mælti með frá tónlistarmönnum frá Montreal.
Best Fwends gefa út lag
Texas bandið Best Fwends gáfu út nýtt lag – The Man Who Can á Soundcloud í dag. Sveitin spilaði á Iceland Airwaves 2007 en ekki hefur mikið farið fyrir henni síðan þá. Hægt er að hlusta á lagið fyrir neðan og viðtal sem við tókum við Best Fwends árið 2007.
Viðtal í Straumi árið 2007:
Skúli mennski sjónvarpsviðtal
Viðtal við tónlistarmanninn, pylsusalann og lífskúnsterinn Skúla Þórðarson, öðru nafni Skúla mennska. Við spurðum Skúla m.a. út í nafnið, aukavinnuna og áhrifavalda.