Die Antwoord á Secret Solstice

Suður-afríska hljómsveitin Die Antwoord mun koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í þriðja sinn í Laugardalnum 16. – 19. júní í sumar. Alls voru 31 ný atriði tilkynnt núna í morgun:

Die Antwoord [ZA] Flatbush Zombies [US] Art Department [CA] St Germain [FR] General Levy [UK] Slow Magic [US] M.O.P [US] Hjaltalín [IS] Stacey Pullen [US] Troyboi [UK] Paranoid London [UK] Gísli Pálmi [IS] Novelist [UK] XXX Rottweiler [IS] Robert Owens [US] Maher Daniel [CA] Reykjavíkurdætur [IS] Jack Magnet [IS] Nitin [CA] Lord Pusswhip & Svarti Laxness [IS] KSF [IS] Alexander Jarl [IS] Fox Train Safari [IS] Geimfarar [IS] Marteinn [IS] ILO [IS] Sonur Sæll [IS] Brother Big [IS] Rob Shields [UK] Balcony Boyz [IS] Will Mills [UK]

Myndbands frumsýning: Antimony

Hljóðgervlapopp-sveitin Antimony var að senda frá sér myndband við lagið Derelicte  í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Hljómsveitin sem skipuð er þeim Rex Beckett, Sigurði Angantýssyni og Birgir Sigurjóni Birgissyni var tilkynnt í dag ásamt Sigur Rós til þess að spila á Citadel Festival í London í júní. Fyrsta plata Antimony Wild Life kemur svo út á svipuðum tíma.

Texti lagsins, Derelicte sem samin var af Rex og sungin bæði af henni og Birgir á ensku og frönsku, fjallar í stuttu máli um þá einangrun og einmannaleika sem fylgir því að flytja í nýja borg en Rex flutti til Reykjavíkur frá Montreal árið 2009.

mynd: Ryan Ruth

Straumur 29. febrúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Santigold, Jamie Woon, Leon Vynehall, Kero Kero Bonito og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Can’t Get Enough of Myself – Santigold
2) Big Boss Big Time Business – Santigold
3) Rendezvous Girl – Santigold
4) I Love Kanye (T.L.O. preemix) – DJ Premier
5) Kiburu’s – Leon Vynehall
6) Sharpness (Kaytranada edit) – Jamie Woon
7) Lipslap – Kero Kero Bonito
8) Hold Me Closer – Yuck
9) Only Silence – Yuck
10) Perfume – Guerilla Toss
11) Zastroszy – Phédre
12) Hoover – Yung Lean
13) Hello, I’m a Ghost – Wussy
14) Guarantee Jesus – Attic Abasement

Upptakan af þættinum mistókst því miður

Tónleikahelgin 26.-27. febrúar

Föstudagur 26. febrúar

 

Tímaritið Reykjavík Grape stendur fyrir tónleikum á Húrra þar sem Singapore Sling koma fram. Töffararokkið hefst 22:30 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Söngkonan, þeremínleikarinn og lagahöfundurinn Hekla Magnúsdóttir fram í Mengi þar sem hún mun syngja og spilar á þeremínið sitt lög af væntanlegri plötu. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Listahópurinn FALK (Fuck Art Lets Kill) stendur fyrir myrkramessu á Dillon. Fram koma Hið Myrka Man, Fredi Sirocco, AMFJ og Döpur. Messan hefst 21:00 og það er ókeypis inn en plötur, kasettur, bolir og skart verður til sölu á staðnum.

 

Laugardagur 27. Febrúar

 

Japanski raftónlistarmaðurinn Daisuke Tanabe kemur fram í Mengi. Tanabe hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína þar sem saman renna hipp-hopp, raftónlist, djass og þjóðlagatónlist svo úr verður mjög frumleg og sérstæð blanda. Tónleikar hans byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Ceasetone verður með frumsýningarpartý og kveðjutónleika á Loft Hostel. Sveitin hyggur á strandhögg í Bandaríkjunum á næstunni og mun meðal annars koma fram á South By Southwest hátíðinni í Austin. Þá verður frumsýnt tónlistarmyndband við lagið Bright Side. Hefst 20:00 og ókeypis inn.

 

Bandaríska harðkjarnasveitin Driftoff kemur fram á Dillon. Great Grief, We Made God og Skerðing hita upp. Fyrsta band fer á svið 21:30 og aðgangseyrir er 500 krónur.

Straumur 22. febrúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Animal Collective, FKA twigs, Little Scream og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) FloriDada – Animal Collective
2) The Burglars – Animal Collective
3) Run Run Run (Velvet Underground cover) – Julian Casablancas
4) Sandalar – Prins Póló
5) The Big Big Beat – Azealia Banks
6) Við Notum Eiturlyf – Kef LAVÍK
7) Reminder – Moderat
8) Waves – Kanye West
9) Good To Love – FKA Twigs
10) Love as a Weapon – Little Scream
11) Emotional Rescue – St. Vincent
12) XXX Angel Dust XXX – LSDXOXO
13) Califormula (Taro Remix) – Blackbear
14) I Do – Bat for Lashes

Myndbands frumsýning: Panos From Komodo

Gjörningapönkdúóið Panos From Komodo var að senda frá sér myndband við lagið Walking My Mother í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Hljómsveitin sem skipuð er þeim Hjalta Freyr Ragnarssyni og Birgir Sigurjóni Birgissyni tekur upp öll sín lög í einni töku þar sem hún trúir á að fyrsta skiptið sé besta skiptið. Fyrsta plata sveitarinnar A safe and convenient place to live where the sky is blue and where all dreams come true kemur úr hjá Ladyboy Records í vor.

Hvað ert’að Sónar?

 

Fjórða Sónar hátíðin í Reykjavík hefst á morgun og býður upp á drekkfullt hlaðborð af tónlistarmönnum og plötusnúðum í hæsta gæðaflokki heimsins um þessar mundir. Straumur verður að sjálfsögðu á staðnum og mun flytja fréttir af herlegheitunum en hér að neðan getur að líta þá erlendu tónlistarmenn sem fá okkar allra bestu meðmæli.

 

Oneohtrix Point Never

 

Bandaríkjamaðurinn Daniel Lopatin framleiðir tilraunakennt hljómsalat úr sveimi, drónum og mismiklum óhljóðum sem dansar ballet á barmi ægifegurðar og tryllings. Platan hans R Plus Seven var ein besta skífa ársins 2013 og hefur dvalið langdvölum í heyrnartólum ritstjórnar Straums frá því hún kom út.

 

Ellen Allien

 

Tekknótæfan Ellen Allien hefur verið í farabroddi Berlínarsenunnar í hátt í tvo áratugi og rekur m.a. plötuútgáfuna Bpitch Control. Hún er Júpíter í sólkerfi alþjóðlegu klúbbasenunnar, bæði sem plötusnúður og pródúser, og enginn með bassatrommu í blóðinu ætti að láta settið hennar á Sónar fram hjá sér fara.

 

!!!

 

Upphrópunarmerkin þrjú eru með hressari tónleikaböndum starfandi í dag og danspaunkfönkið þeirra getur fengið óforbetranlega stirðbusa til að rísa á fætur og hrista alla mögulega skanka. Tónleikar þeirra á Airwaves hátíðinni 2007 voru danssturlun á heimsmælikvarða þar sem svitinn lak af súlunum á Nasa.

 

Angel Haze

 

Eitilharða rapppían Angel Haze fór sem hvirfilbylur um rappheiminn með smáskífunni New York sem kom út árið 2012. Þessi fantafæri rappari hefur vakið athygli fyrir opinskáa texta um viðkvæm málefni eins og kynferðisofbeldi og sjálfsmorðshugsanir og verið tilnefnd til MTV og BET verðlauna.

 

Floating Points

 

Breski pródúsantinn og plötusnúðurinn Sam Shepard hefur vakið geisilega mikið og verðskuldað lof fyrir sína fyrstu breiðskífu, Eleania. Það er einstakt verk sem er ekki hægt að flokka og skila – mismunandi stílar renna hver ofan í annan og mynda stórfljót af hljóði sem flæðir yfir bakka hefðbundinnar skynjunar og streymir beina leið í sálina.

 

Holly Herndon

 

Holly Herndon vinnur með mörkin milli hins vélræna og mannlega og skörun hins stafræna og líkamlega. Hún er framsækinn listamaður í mörgum geirum og tónleikar hennar eru samtal milli Herndon, áhorfenda, nýjustu tækni og vísinda.

 

Hudson Mohawke

 

Þessi knái Breti er einn allra færasti hljómverkfræðingur samtímans og hefur framleitt smelli fyrir listamenn á borð við Kanye West, Pusha T, Lil Wayne, Azeliu Banks og Drake. Hann er helmingur trap-dúettsins TNGHT og hans önnur breiðskífa, Lantern, hefur hlotið feikigóða dóma um víða veröld. Stílinn hans er meirimalískur með endemum og hann notar blásturshljóðfæri eins og enginn annar í bransanum eins og glöggt má heyra í neðangreindu lagi, sem var eitt það besta sem kom út á síðasta ári.

Myndband frá Vaginaboys

Hin dularfulla rafpopp-hljómsveit Vaginboys gaf út lagið Feeling þann 1. febrúar. Lagið er angurvært, kynþokkafullt og grípandi í meira lagi. Hljómsveitin sem kemur fram á Sónar á næstu helgi sendi rétt í þessu frá sér myndband við lagið sem sýnir meðal annars hvernig best er að leika sér með dót. Sjón er sögu ríkari.

 

Straumur 15. febrúar 2016 – Sónar þáttur

Straumur í kvöld verður tileinkaður Sónar Reykjavík sem hefst í Hörpu á fimmtudaginn og stendur til laugardags. Óli Dóri fer yfir það helsta á hátíðinni í þættinum sem byrjar á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) 2 is 8 – Lone
2) Airglow Fires – Lone
3) New York – Angel Haze
4) Do Not Break – Ellen Allien & Apparat
5) King Bromeliad – Floating Points
6) Scud Books – Hudson Mohawke
7) Chorus – Holly Herndon
8) Oh Boy – GKR/Andreas Todini
9) Feeling – Vaginaboys
10) Boring Angel – Oneohtrix Point Never
11) I Wish I Could Talk – Squarepusher
12) All U Writers (Whatever Whatever remix) – !!!
13) We’re Through – James Pants
14) Alma M. (Tonik Ensemble remix) – Port-royal

 

Tónleikahelgin 12. – 13. febrúar 2016

Föstudagur 12. febrúar

Muck & Pink Street Boys & Skelkur í bringu koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Laugardagur 13. febrúar

Popptvíeykið Milkywhale ásamt rapp prinsinum GKR að spila fyrir dansi á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Kött Grá Pje og Forgotten Lores koma fram á Stúdentakjallaranum klukkan 22:00 og það er frítt inn.