ATP tilkynnir fleiri nöfn listamanna sem spila á tónlistarhátíðinni

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi tilkynnir nú í þriðja sinn nöfn listamanna sem spila á tónlistarhátíðinni á Ásbrú dagana 1. til 3. júlí 2016.

Hið áhrifamikla tríó frá Ástralíu, Dirty Three, hefur boðað komu sína, tilraunasveitin  This Is Not This Heat lætur til sín taka, alþjóðlega stórstjarnan Omar Souleyman mætir til leiks og sveitin Suuns kemur frá Montreal. Einnig koma fram íslensku sveitirnar Valdimar, Kimono og Muck ásamt fleiri framúrskarandi listamönnum og hljómsveitum. Kvikmyndatónskáldin Claudio Simonetti (Goblin) og Fabio Frizzi mæta til leiks við hlið meistara John Carpenter á ATP á Íslandi þar sem boðið verður upp á ískyggilega spennandi og magnþrungna kvikmyndatónlist í hæsta gæðaflokki.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *