B-MOVIE: LUST & SOUND IN WEST-BERLIN 1979-1989

Bíó Paradís og útvarpsþátturinn Straumur kynna: B Movie: Lust & Sound in West Berlin (1979-1989) föstudaginn 11. mars klukkan 20:00. Mynd um listir, tónlist og óreiðu í hinu Villta Vestri Berlínar á níunda áratugnum, en borgin var svo sannarlega suðupottur fyrir jaðar- og popp menningu á þeim tíma. Í myndinni gefur að líta að mestu áður óséð myndefni og upprunaleg viðtöl, í borg þar sem dagarnir eru stuttir og næturnar eru endalausar.

Myndinni hefur verið lýst sem stórskemmtilegu innliti inn í áratug, frá pönki til teknótónlistar á tímum þar sem Berlín var eins og B-mynd, ódýr og óreiðukennd og mjög sérstök. Ýmsum áhugaverðum persónum bregður fyrir, m.a. Nick Cave, Bela B., Blixa Bargeld og Eric Burdon. Allt frá sjónarhorni Mark Reeder sem var útsendari Factory Records í Vestur Berlín frá 1979 til 1989. Heimildamynd í anda 24 hour party people.

Þetta er fyrsta tónlistarsýning ársins hjá Bíó Paradís og Straumi en myndin er einnig hluti af þýskum dögum frá 11. – 20. mars í Bíó Paradís.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *