Spennandi erlent á Sónar

Fimmta Sónarhátíðin í Reykjavík hefst í dag en ógrynni hljómsveita, rafgeggjara og plötusnúða munu trylla lýðinn í fjórum mismunandi sölum Hörpu um helgina. Hér á eftir fara þau erlendu atriði sem Straumur telur ástæðu til að fólk leggi lykkju á leið sína til að sjá.

Nadia Rose

Þessi unga breska rappynja hefur attitúd í gámavís og flæðir eins og Amazon á regntímabilinu. Eftir stórvelheppnað mynd við lagið Skwod er hún sentímetrum frá heimsfrægð.

 

Sleigh Bells

Noise-poppbandið Sleigh Bells hafa skilið eftir sig frábær lög og plötur og enginn ætti að missa af þeim í Norðurljósasalnum á föstudagskvöldinu. Ritstjórn Straums getur staðfest að það verður enginn svikinn af tónleikum með þeim en á Hróarskeldu 2014 lék söngkonan Alexis Krauss á als oddi í tryllingslegri sviðsframkomu og bókstaflega labbaði á áhorfendum.

 

Marie Davidson

Kanadíska ljóðskáldið og elektrókonan Marie Davidson er listamaður af guðs náð og átti eitt besta lag síðasta árs, Naive To The Bone. Hún spilar á miðnætti í Kaldalóni og enginn raftónlistarunnandi með snefil af sjálfsvirðingu ætti að láta það fram hjá sér fara.

 

Moderat

Berlínsku ofurtekknóhetjurnar í Modarat léku á stórfenglegum tónleikum á Airwaves í listasafninu fyrir örfáum árum og við höfum enga trú á öðru en að þeir muni endurtaka leikinn þegar þeir loka föstudagskvöldinu í Silfurbergi.

 

Forest Swords

Bretinn Matthew Barnes sem gengur undir listamannsnafninu Forest Swords framleiðir tilraunatónlist sem víkkar bæði hugi og hlustir áheyrenda sinna. Hann spilar í Norðurljósum á föstudagskvöldinu og er líklegur til að taka viðstadda með sér í ferðalag um ókannaðar lendur mannshugans.

 

BEA1991

Hin hollenska listakona BEA1991, sem hefur meðal annars starfað með Blood Orange, framleiðir ævintýralegt rafpopp þar sem andríki drýpur af hverjum takti. Hún kemur fram í Kaldalóni á laugardagskvöldinu og lofar sínu allra besta.

 

Giggs

Grjótstinni Grime-rapparinn Giggs hefur hægt en örugglega brotið sér leið á toppinn í senu þar sem samkeppnin er næstum jafn hörð og hann. Ekki fyrir viðkvæma. Norðurljós. Laugardagur.

Straumur 13. febrúar 2017

Í Straumi í kvöld kennir margra grasa. Í fyrri hluta þáttarins verður farið yfir nýtt efni með listamönnum á borð TQD, Hercules & Love Affair, Superorganism, Dirty Projectors og fleirum. Seinni hluti þáttarins verður svo tileinkaður Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hörpu um næstu helgi. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977 í kvöld. 

1) Controller (ft. Faris Badwan) – Herclules & Love Affair
2) Something For you M.I.N.D. – Superorganism
3) Cool Your Heart (feat. D∆WN) – Dirty Projectors
4) Vibsing Ting – TQD
5) Freeway Crush (Nutrition remix) – Ruby Haunt
6) What Time Is It In Portland? – Bonny Doon
7) Infinity Guitars – Sleigh Bells
8) Naive To The Bone – Marie Davidson
9) Skwod – Nadia Rose
10) Whippin Excursion – Giggs
11) Finder (Hope) – Ninetoes Vs Fatboy Slim
12) Milk – Moderate
13) Filthy Beliiever – BEA1991
14) The Weight Of Gold – Forest Swords

Tónleikar helgarinnar 10. – 11. febrúar 2017

Föstudagur 10. febrúar
Rapparinn GKR fagnar útgáfu GKR EP sem kom út í nóvember  með útgáfutónleikum í Gamla bíó. Platan verður leikin í heild sinni á tónleikunum
Dj kvöldsins: B-RUFF Upphitunaratriði: GERVISYKUR HRNNR & SMJÖRVI og ALEXANDER JARL. Miðasala hafin á GKR.is og Enter.is. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 18 ára aldurstakmark og kostar 2900 kr inn.

 

Hljómsveitin Fufanu heldur útgáfuhóf í kjallaranum á Palóma vegna útgáfu breiðskífunar Sports. Hljómsveitin tekur vel valda slagara og mun svo dj-a eftir á. Raftónlistarmaðurinn Andi sér um upphitun. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það kostar 1000 kr inn.

 

Skemmtistaðurinn Barananas heldur upp á tveggja ára afmæli með tónleikum:
20:30 WESEN
21:30 Krakk & Spaghettí
22:15 Hermigervill DJ set

 

Laugardagurinn 11.febrúar
Þungarokks hljómsveitin Röskun frá Akureyri heldur útgáfutónleika á Hard Rock Café klukkan 22:00. Miðaverð 2500 kr.

 

Tónleikar með Berglindi Maríu Tómasdóttur í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. Á tónleikunum hljómar tónlist fyrir flautu; stundum eina, stundum fleiri, oftast í rauntíma en einnig heyrist í uppteknum flautum fyrri tíma. Á köflum hljómar líka sónn, suð og hávaði.

 

Skemmtistaðurinn Barananas heldur upp á tveggja ára afmæli með tónleikum:
20:30 Birth Ctrl
21:30 Landaboi$
22:15 Vaginaboys LIVE DJ set

Straumur 6. febrúar 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni með listamönnum á borð við Vince Staples, Stormzy, Baba Stiltz, Fufanu, Mac DeMarco, Toro Y Moi og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

1) BagBak – Vince Staples
2) Big For Your Boots – Stormzy
3) XXX200003 – Baba Stiltz
4) Evening Prayer – Jens Lekman
5) How We Met, The Long Version – Jens Lekman
6) This Old Dog – Mac DeMarco
7) My Old Man – Mac Demarco
8) Omaha – Toro Y Moi
9) Gone For More – Fufanu
10) Your Fool – Fufanu
11) Creepin’ – Moon Duo
12) The Death Set – Moon Duo
13) ’83: Foxx and I – The Magnetic Fields
14) Can You Deal – Bleached
15) Lucky Girl – Fazerdaze

Tónleikahelgin 2.-4. febrúar

 

Fimmtudagur 2. Febrúar

 

Axel Flóvent og RuGL spila á Húrra. Miðaverð er 1500 og tónleikarnir byrja 20:00.

 

Þórir Georg spilar á Hlemmi Square, byrjar 21:00 og aðgangur ókeypis.

 

Suður-Kóreska söngkonan Song-Hee Kwon spilar í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 3. febrúar

 

Rapptónleikar sem eru hluti af Safnanótt verða um borð í varðskipinu Óðni við Sjóminjasafnið í Reykjavík. Það er ókeypis inn og dagskráin er eftirfarandi:

 

19:00 DJ Pixxa

19:30 Cyber

20:00 Alvia Islandia

20:30 Cryptochrome

21:00 DJ Pixxa

 

Bandaríski hljóðlistamaðurinn Stephen Dorocke spilar í Mengi og sérstakur gestur á tónleikunum verður Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Kvika spilar á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Laugardagur 4. febrúar

 

Dúettinn Silent People og raftónlistarmaðurinn Ástvaldur koma fram í Mengi. Byrjar 21:00 og kostar 2000 inn.

 

Hljómsveitirnar Rhytmatik og Snowed In spila á Dillon. Þær lofa miklu stuði og hefja leik 22:00 og það kostar ekkert inn.

Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 15 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 1. til 5. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Arab Strap, Benjamin Clementine, Kelly Lee Owens, Be Charlotte, Gurr, og Xylouris White. Hátíðin tilkynnti einnig um níu íslenska listamenn; Ásgeir, RuGl, Auður, GKR, Hugar, Soffíu Björg, Glowie, Emmsje Gauta og Emiliönu Torrini.

Straumur 30. janúar 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni með listamönnum á borð við Thundercat, Geotic, Jacques Green, Knxwledge., Young Faters, Wellness og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

1) Show You the Way (feat. Kenny Loggins & Michael McDonald) – Thundercat
2) Actually Smiling – Geotic
3) Real Time – Jacques Green
4) Random Haiku Generator – Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason
5) Noistakes – Knxwledge.
6) Only God Knows (feat. Leith Congregational Choir) – Young Fathers
7) Matter Of Time – Surfer Blood
8) Snowdonia – Surfer Blood
9) Mostly Blue – Wellness
10) Darling – Real Estate
11) Thinning – Snail Mail
12) High ticket attractions – The New Pornographers

Tónleikar helgarinnar 27. – 28. janúar 2017

Föstudagur 27. janúar

Hljóðinnsetning belgíska listamannsins Nicolas Kunysz í Mengi frá klukkan 14 til 22. Aðgangur ókeypis. Innsetningin er hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar sem verður sett fimmtudaginn 26. janúar nk.

Tónlistarmaðurinn Berndsen kemur fram ásamt hljómsveit á Kex Hostel klukkan 21:00. Aðgangur ókeypis

Prins póló með tónleika á Bryggjunni Brugghús klukkan 22:00. Aðgangur ókeypis

Laugardagur 28. janúar

Suð, Stroff, Argument og Knife Fights koma fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangur ókeypis.

REYKJAVÍKURDÆTUR koma fram á Hard Rock Cafe klukkan 23:00. 2000 kr inn.

Síðustu listamennirnir tilkynntir á Sónar Reykjavík

Sónar Reykjavík hefur tilkynnt um síðustu viðbæturnar í dagskrá hátíðarinnar og dagskrá hennar eftir dögum. Alls bætast nú 16 listamenn, hljómsveitir og plötusnúðar við dagskrá þessarar 3 daga tónlistarhátíðar sem fram fer í Hörpu dagana 16., 17. og 18. febrúar.
Meðal þeirra sem nú bætast við dagskrá hátíðarinnar eru; hollenska poppdrottningin BEA1991Palmomen II sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir nýbylgjutónlist sína, nýstirnin aYia sem nýlega gáfu út sína fyrstu plötu hjá Bedroom Community, Hatari sem í mánuðinum hlutu Best Live Band in Iceland verðlaun Reykjavik-Grapevine Awards, hip hop bandið Shades of Reykjavik og Berndsen sem gefur út nýja breiðskífu fyrir hatíðina.

Meðal þeirra alþjóðlegu listamanna sem koma fram á Sónar Reykjavík 2017 eru; Fatboy Slim (UK), Moderat (DE), De La Soul (US), Giggs (UK), Sleigh Bells (US), Tommy Genesis (US), Nadia Rose (UK), Ben Klock (DE), Forest Swords (UK), Helena Hauff (DE), BEA1991 (NL), Palmbomen II (NL) Blawan (UK), B.Traits (UK), Sapphire Slows (JP), Pan Daijing (CN), Johan Carøe (DK), JOHN GRVY (ES), Marie Davidson (CA), Vatican Shadow (US), Oddisee (US)
Meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á Sónar Reykjavík 2017 eru;
GusGusFM BelfastSamarisEmmsjé GautiExos, Aron CanGlowieGKRSing FangBerndsenKött Grá PjeSturla AtlasShades of ReykjavikCyberHatariaYiasxsxsx, Alvia Islandia og Örvar Smárason (múm/FM Belfast) sem kemur fram á sínum fyrstu tónleikum sem sóló-listamaður
Sónar Reykjavík fer fram á fjórum sviðum í Hörpu, m.a. bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb.