Straumur 9. júní 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Jack White, Blackbird Blackbird og Death Grips. Auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Caribou, Avi Buffalo, Crystal Stilts og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 9. júní 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Three Woman – Jack White
2) Alone In My Home – Jack White
3) Entitlement – Jack White
4) Can’t Do Without You – Caribou
5) So What – Avi Buffalo
6) Delirium Tremendous – Crystal Stilts
7) Tangerine Sky – Blackbird Blackbird
8) Darlin Dear – Blackbird Blackbird
9) Rare Candy – Blackbird Blackbird
10) Blilly Not Really – Death Grips
11) Up My Sleeves – Death Grips
12) Frontin´ (Disclosure Re-work) – Pharrell ft. Jay z
13) Whatever You Need – Moon Boots
14) Temporary View – SBTRKT
15) River Euphrates (Version Two) – Pixies

Tónleikahelgin 4.-7. júní

Miðvikudagur 4. júní

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur stendur fyrir tónleikum á Húrra fyrir þá sem hafa stutt hann í söfnun fyrir útgáfu á hans næstu plötu sem kemur m.a. út á vínil. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 með því að Low Roar stígur á stokk og syngur gullfallega. Síðan mun Helgi Valur spila lög af óútkominni plötu í bland við gömul lög ásamt nokkrum rapplögum. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem Helgi Valur heldur í 3 ár og því er þetta frábært tækifæri fyrir fólk sem er búið að sakna þess að sjá hann koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn en gestir eru hvattir til að styðja við söfnunina sem lýkur á miðnætti í kvöld.

 

Hljómsveitin Throat & Chest kemur fram í fyrsta skipti í Mengi en hana skipa listamennirnir Peter Liversidge, Hildigunnur Birgisdóttir, Huginn Þór Arason og Benedikt H. Hermannsson. Búast má við mörgum litum, óvæntum hljóðum og mikilli gleði en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Bandaríska harðkjarnabandið Full of Hell kemur fram á Gauk á Stöng ásamt Icarus, We Made God, MASS, Trust The Lies og Pink Street Boys. Fyrsta band fer á svið 19:30 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Fimmtudagur 5. júní

 

Hljómsveitirnar Casio Fatso, Caterpillarman og MC Bjór og Bland koma fram á Gauk á Stöng. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Þungmálmasveitirnar Angist og Blood Feud bregða á tónleik á Dillon. Hann hefst klukkan 22:00 og aðgangseyrir er enginn.

 

Föstudagur 6. júní

Döpur, Skelkur í bringu og Harry Knuckles koma fram á tónleikum á Dillon. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

Laugardagur 7. júní

 

Íslensk/kandíska hljómsveitin Myndra heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína, Songs From Your Collarbone, í Norræna húsinu. Upptökuferlið tók um tvö ár í Kanada en sveitin hefur undanfarið túrað um Ísland til að kynna afurðina. Á tónleikunum njóta þeir aðstoðar nokkurra vina til þess að stækka hljóðheiminn og í tilkynningu segir að þetta gætu verið síðustu tónleikar sveitarinnar fyrir fullt og allt. Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Mikil hljómsveit mætir á Café Rosenberg laugardagskvöldið 7. júní og aðstoðar Skúla mennska við flutning á hans allra hressustu og vinsælustu lögum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og miðaverð er 2000 kr í forsölu í síma 8613553 eða 2500 kr við dyrnar.

 

RVK Soundsystem ásamt vinum hita upp fyrir stærstu reggítónlistarhátíð Evrópu, Rototom Sunsplash á Spáni, á Gauk á Stöng. Hátíðin hefur verið haldin í 20 ár og hafa helstu og merkustu reggílistamenn heimsins komið þar fram. Í upphitunarpartýinu á Gauknum koma fram Ojba Rasta, Amaba Dama, Thizone, T.Y. & Djásnið, Skinny T. Þá leika plötusnúðar RVK Soundsystem fyrir dansi en þeim til halds og trausts á míkrafóninum verða Cell7, Kött Grá Pé og Bragi úr Johnny and the Rest. Reggíveislan hefst 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

Nýtt frá Caribou

Raftónlistarmaðurinn Dan Snaith sem gefur út tilraunakennda raftónlist undir nafninu  Caribou sendi í dag frá sér fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu verkefnisins að nafninu Our Love sem kemur út með haustinu. Lagið heitir Can’t Do Without You og fylgir á eftir hinni frábæru plötu Swim frá árinu 2010.  Lagið er ákaflega grípandi og á best heima á dansgólfinu.

Straumur 2. júní 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá First Aid Kit, Worm Is Green, Fucked Up, Sia og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 2. júní 2014 by Straumur on Mixcloud

 

1) Master Pretender – First Aid Kit
2) Stay Gold
3) Waitress Song
4) Tambourine Light – Woods
5) Sålka Gets Her Hopes Up (Mark McGuire Remix) – Yumi Zouma
6) On My Own In Hua Hin – TĀLĀ
7) Let Me Down Gently (Prins Thomas Diskomiks) – La Roux
8) April’s Bathroom Bummer – Blood Orange
9) The Music – Worm Is Green
10) Fm Jam – Youandewan
11) Chandelier (Four Tet Remix) – Sia
12) Touch Stone – Fucked Up
13) Paper The House – Fucked Up
14) The Bell – First Aid Kit

Tónleikar vikunnar 28. maí-1. júní

Miðvikudagur 28. maí

 

Himnaför Jesú Krists verður fagnað af krafti á skemmtistaðnum Húrra þar sem hljómsveitin Grísalappalísa mun pönka til að danss en sveitin ætlar að flytja lög af væntanlegri plötu sinni, Rökréttu Framhaldi, sem kemur út 17. júní. Sveitin sendi frá sér tónlistarmyndband við lagið ABC í síðustu viku en það hefur farið sem eldur um sinu netheima. Lísu til halds og traust verða tvær af fremstu rokksveitum borgarinnar, hinir háværu og hættulegu Pink Street Boys og Kælan Mikla mun leika sinn kynngimagnaða ljóðapönksseið einsog þeim er einum lagið. Þar sem dagurinn eftir er uppstigningadagur þarf bærinn ekki að loka fyrr en miðja nótt og mun Óli Dóri því trylla lýðinn eftir rokkveisluna miklu. Það er frítt inn í veisluna og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Tónlistarkonan Jenn Kelly sem er frá Oakland í Kaliforníu kemur fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Fimmtudagur 29. maí

 

Hljómsveitin Mosi Music leikur fyrir gesti Loft Hostel. Hljómsveitin leikur blöndu af raf- og lífrænni tónlist og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 30. maí

 

Tónlistarmaðurinn KRAKKBOT heldur útgáfutónleika á Húrra fyrir plötuna Amateur of the Year – Crammed with Cock, sem kemur út á kassettu á vegum Lady Boy Records útgáfunnar. Ásamt honum koma fram hljómsveitirnar dj flugvél og geimskip og Pyrodulia. Gleðin hefst stundvíslega klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 500 krónur.

 

Kippi Kanínus leikur á hljómleikum í Mengi í samstarfi við Listahátíð Reykjavíkur. Kippi Kaninus er annað sjálf listamannsins Guðmundar Vignis Karlssonar. Sú var tíð að hann starfaði einn undir því nafni en nú er svo komið að Kippi Kaninus er hljómsveit sem telur sjö meðlimi. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Kvika kemur fram á Dillon, hefst 22:00 og aðgangur ókeypis.

 

Laugardagur 31. maí

 

Bandaríski tónlistarmaðurinn Arto Lindsay kemur fram í Mengi á vegum Listahátíðar Reykjavíkur. Lindsay var einn af lykilmönnum í hinni svokölluðu „no wave“ stefnu sem lét á sér kræla í New York borg í kjölfar pönksins. Á tónleikunum mun Arto Lindsay flytja eigið efni sem er nokkurs konar blanda af tilraunakenndum gítarspuna í sambland við viðkvæmari og munaðarfulla tóna ættaða frá Brasilíu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 5000 krónur.

 

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Bjarni M. Sigurðarson leiða saman hesta sína á tónleikum á Dillon en dúettinn vinnur að plötu sem er væntanleg á þessu ári. Tónleikarnir hefjast 22:00 og aðgangseyrir er 500 krónur.

 

Sunnudagur 1. júní

 

Arto Lindsay kemur aftur fram í Mengi, en á þessum seinni tónleikum mun hann spinna tónlist í félagi við íslenska spunatónlistarmenn. Hver útkoman verður er ómögulegt að segja til um en víst er að það verður áhugavert enda ekki á hverjum degi sem að listamaður sem haft jafn djúpstæð áhrif menningarlíf heillar kynslóðar kemur fram á Íslandi.

Útgáfutónleikar Krakkbot

Plötufyrirtækið Lady Boy Records stendur fyrir útgáfutónleikum plötunnar Amateur Of The Year. Crammed With Cock með raftónlistarmanninum KRAKKBOT. Platan er fimmta útgáfa Lady Boy Records sem fagna henni með útgáfutónleikum á Húrra á föstudaginn. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22:00 en ásamt KRAKKBOT munu dj. flugvél og geimskip og Pyrodulia koma fram. Aðgangseyrir er 500 krónur.

Platan Amateur Of The Year. Crammed With Cock kom út þann 30. apríl í 50 eintökum á fallega skreyttum kassettum auk þess sem hægt er að nálgast hana stafrænt á Bandcamp síðu Lady Boy Records.

Straumur 26. maí 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Hamilton Leithauser, Parquet Courts Röyksopp & Robyn, Ben Khan og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

 

Straumur 26. maí 2014 by Straumur on Mixcloud

1) ABC – Grísalappalísa
2) The Smallest Splinter – Hamilton Leithauser
3) I Retired – Hamilton Leithauser
4) I Don’t Need Anyone – Hamilton Leithauser
5) Monument – Röyksopp & Robyn
6) Drowning – Banks
7) Youth – Ben Khan
8) Drive, Pt. 1 – Ben Khan
9) Next Gold – Dilly Dally
10) Up All Night – Parquet Courts
11) Bodies – Parquet Courts
12) She’s Rollin – Parquet Courts