Skoska indíhljómsveitin Belle and Sebastian gaf frá sér nýtt lag í dag en það er hið fyrsta til að heyrast af breiðskífunni Girls In Peacetime Want To Dance sem kemur út 20. Janúar. Lagið heitir Party line og hljómurinn er í ætt við titillinn, lagið er dansvænt, með rafrænni áferð og léttfönkuðum ryðma. Belle and Sebastian gáfu síðast út plötuna Write About Love árið 2010 en sveitin er væntanleg á All Tomorrows Parties hátíðina í Ásbrú næsta sumar. Hlustið á Party line hér fyrir neðan.
Grísalappalísa breiða yfir Stuðmenn
Reykvíska hljómsveitin Grísalappalísa gefur út nýja sjötommu fyrir jól sem nefnist Grísalappalísa syngur Stuðmenn. Hljómsveitin naut aðstoðar dj. flugvél og geimskip á plötunni sem fylgir á eftir eftirminnilegri sjötommu frá seinasta ári þar sem sveitin lék lög eftir Megas.
Fyrsta lagið til að heyrast af væntanlegri smáskífu er lagið Strax í Dag eftir Stuðmenn sem var sungið af Steinku Bjarna á sínum tíma.
ljósmynd: Daníel Starrason
Straumur 27. október 2014
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Ariel Pink, LUH, Baauer, Sykur, Les Sins, Fybe One, Muted, Kiasmos og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 27. október 2014 by Straumur on Mixcloud
1) White Freckles – Ariel Pink
2) Unites – LUH
3) One Touch (ft. Alunageorge & Rae Sremmurd) – Baauer
4) Strange Loop – Sykur
5) Strax í Dag – Grísalappalísa
6) Plastic Raincoats In The Pig Parade – Ariel Pink
7) Nude Beach A G- Go – Ariel Pink
8) Dayzed Inn Daydreams – Ariel Pink
9) Sticky – Les Sins
10) Bellow – Les Sins
11) Interlude (Whodunnit?) – Objekt
12) Ratchet – Objekt
13) Step 2 the side- Fybe One
14) Held – Kiasmos
15) Swayed – Kiasmos
16) Special Place – Muted
Nýtt lag frá Sykur
Tónleikar helgarinnar 24.- 26. október
Föstudagur 24. október
Fjóla Evans, sellóleikari og tónskáld, mun spila verk sem hún hefur samið fyrir selló og electróníska tóna í Mengi. Á tónleikunum sem hefjast klukkan 21.00 mun hún meðal annars frumflytja brot úr nýju stykki sem er byggt á rannsóknum hennar á íslenskum þjóðlögum og rímum. Þetta mun vera kvöld af umlykjandi og tilraunakendum hljómum. Það kostar 2000 kr inn.
Önnur Jack Live veisla vetrarins á vegum X-ins 977 fer fram á Húrra. Fram koma: Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink. Miðaverð er einungis 1500 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.
Laugardagur 25. október
Hljómsveitirnar Agent Fresco, Fufanu og Cease Tone koma fram á Húrra. Húsið opnar kl. 21:00 og hefja Cease Tone leikinn klukkan 22:00. Það kostar 1500 kr inn.
Sunnudagur 26. október
Hljómsveitin Deep Peak kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Malneirophrenia leikur í Mengi
Hljómsveitin Malneirophrenia blæs til hljómleika í Mengi fimmtudagskvöldið 23. október. Malneirophrenia er kammerpönktríó skipað píanói, sellói og rafbassa. Sveitin hefur leikið með hléum í áratug, haldið nokkra kvikmyndatónleika, og gaf út frumburð sinn M árið 2011. Tónlistin er frjálsleg blanda af nýrri og gamalli klassík, kvikmyndatónlist, rokki, óhljóðum og melódramatík. Sveitin spilar nú í fyrsta sinn á heilum tónleikum síðan snemma árs 2012 og vinnur að nýju efni, ásamt endurhljóðblöndunar-verkefni í samstarfi við ólíka raftónlistarmenn.
Tónleikarnir í Mengi verða tvískiptir. Fyrst frumflytur sveitin nýtt efni ásamt því að leika brot úr verkum eftir Franz Schubert og David Shire. Að því loknuverður leikið efni af plötunni M undir völdum atriðum úr kvikmyndinni Voyage to the Planet of Prehistoric Women frá 1967.
Hverjum seldum tónleikamiða fylgir rafrænt niðurhal af fyrsta hluta endurhljóðblöndunar verkefnisins, M-Theory #1, með verkum frá raftónlistarmönnunum Futuregrapher, Lord Pusswhip og Buss 4 Trikk. Tónleikarnir hefjast kl 21.00 og aðgangur er 2.000 krónur. Hlustið á endurhljóðblöndun Lord Pusswhip af Malneirophrenia hér fyrir neðan.
Airwaves 2014 – þáttur 3
Þriðji þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 á X-inu 977 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma hljómsveitirnar Oyama og Fufanu í heimsókn, birt verða viðtöl við Unknown Mortal Orchestra og Ezra Furman auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.
Airwaves þáttur 3 – 22. október 2014 by Straumur on Mixcloud
1) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra
2) Swing Lo Magellan (Dirty Projectors cover) – Unknown Mortal Orchestra
3) FFunny FFrends – Unknown Mortal Orchestra
4) Swim and Sleep (Like a Shark) – Unknown Mortal Orchestra
5) Sweet Ride – Oyama
6) Siblings – Oyama
7) Time – Jungle
8) My Zero – Ezra Furman
9) I Wanna Destroy Myself – Ezra Furman
10) Tell Em All To Go To Hell – Ezra Furman
11) Speak Out – Jaakko Eino Kalevi
12) Circus – Fufanu
13) Wire Skulls – Fufanu
14) Sonnentanz – Klangkarussell
15) Pass This On – The Knife
16) Giddy – Jessy Lanza
17) Chewin the Apple of Your Eye – Flaming Lips
Todd Terje og Skrillex á Sónar
Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Sónar hátíð. Það eru norski geimdiskó-gúrúinn Todd Terje, EDM tryllirinn Skrillex og þýska tekknó-goðsögnin Paul Kalkbrenner, sem átti að spila á síðustu Sónar hátíð en forfallaðist. Næsta Sónar hátíð verður haldin Í Hörpu 12.-14. febrúar en hér má lesa umfjöllun Straums um síðustu hátíð.
Straumur 20. október 2014
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Bonobo, Deerhoof, …And You Will Know Us By The Trail Of Dead, Parquet Courts, Chance The Rapper og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 20. október 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Flashlight – Bonobo
2) Wait – Tourist
3) Black Ballerina – Ariel Pink
4) Get Better – Chance The Rapper
5) Indecision – Shura
6) Uncast Shadow Of A Southern Myth – Parkay Quarts
7) The Ghost Within – …and you will know us by the trail of dead
8) Lost In The Grand Scheme – …and you will know us by the trail of dead
9) Doom – Deerhoof
10) Black Pitch – Deerhoof
11) This Is The Last Time – Stars
12) Turn it Up
Tónleikar helgarinnar 17.-19. október
Föstudagur 17. október
Reggístórsveitin Ojba Rasta slær upp tónleikum á Húrra og það er Lord Pusswhip sem sér um upphitun. Leikar hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.
Hljómsveitirnar Svartidauði, Sinmara og Misþyrming koma fram á dauðarokkstónleikum á Gauknum. Rokk byrjar að róla 22:00 og það kostar 1500 inn.
Hljómsveitin Blind Bargain leikur á Dillon. Hefst 22:00 og aðgangur ókeypis.
Laugardagur 18. október
Hljómsveitin Toneron spilar í Norræna húsinu klukkan 16:00. Toneron er tveggja manna hljómsveit sem býður uppá fjölbreytta raftónlist í bland við harðkjarna elektrónískt rokk með saxófónívafi. Aðangur er ókeypis.
Hilmar Jensson leikur ferskan spuna á rafmagnsgítar í Mengi. Hann býður upp á góð hljóð og óhljóð í mátulegum hlutföllum en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Endless Dark, We Made God og Icarus halda magnaða tónleikaveislu á Gauknum. Miðaverð er 1.000 kr. og tónleikarnir byrja um 22:00.
Sunnudagur 19. október
Raftónlistarmaðurinn O|S|E| leikur drunu- og sveimtónlist á Húrra. Hann byrjar klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.