Malneirophrenia leikur í Mengi

Hljómsveitin Malneirophrenia blæs til hljómleika í Mengi fimmtudagskvöldið 23. október. Malneirophrenia er kammerpönktríó skipað píanói, sellói og rafbassa. Sveitin hefur leikið með hléum í áratug, haldið nokkra kvikmyndatónleika, og gaf út frumburð sinn M árið 2011. Tónlistin er frjálsleg blanda af nýrri og gamalli klassík, kvikmyndatónlist, rokki, óhljóðum og melódramatík. Sveitin spilar nú í fyrsta sinn á heilum tónleikum síðan snemma árs 2012 og vinnur að nýju efni, ásamt endurhljóðblöndunar-verkefni í samstarfi við ólíka raftónlistarmenn.

 

Tónleikarnir í Mengi verða tvískiptir. Fyrst frumflytur sveitin nýtt efni ásamt því að leika brot úr verkum eftir Franz Schubert og David Shire. Að því loknuverður leikið efni af plötunni M undir völdum atriðum úr kvikmyndinni Voyage to the Planet of Prehistoric Women frá 1967.

 

Hverjum seldum tónleikamiða fylgir rafrænt niðurhal af fyrsta hluta endurhljóðblöndunar verkefnisins, M-Theory #1, með verkum frá raftónlistarmönnunum Futuregrapher, Lord Pusswhip og Buss 4 Trikk. Tónleikarnir hefjast kl 21.00 og aðgangur er 2.000 krónur. Hlustið á endurhljóðblöndun Lord Pusswhip af Malneirophrenia hér fyrir neðan.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *