Grísalappalísa breiða yfir Stuðmenn

Reykvíska hljómsveitin Grísalappalísa gefur út nýja sjötommu fyrir jól sem nefnist Grísalappalísa syngur Stuðmenn. Hljómsveitin naut aðstoðar dj. flugvél og geimskip á plötunni sem fylgir á eftir eftirminnilegri sjötommu frá seinasta ári þar sem sveitin lék lög eftir Megas.

Fyrsta lagið til að heyrast af væntanlegri smáskífu er  lagið Strax í Dag eftir Stuðmenn sem var sungið af Steinku Bjarna á sínum tíma.

ljósmynd: Daníel Starrason

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *