Nýtt lag frá Sykur

Hljómsveitin Sykur sendir frá sér nýtt lag á heimasíðu sinni klukkan 12:00 í dag.  Lagið mun vera til niðurhals ókeypis fram yfir Airwaves og hægt verður að nálgast það á www.sykur.com. Lagið sem heitir Strange Loop er fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér síðan að platan Mesópótamía kom út fyrir þremur árum. Hljómsveitin vinnur nú að sinni þriðju plötu sem kemur út á næsta ári.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *