Grísalappalísa breiða yfir Stuðmenn

Reykvíska hljómsveitin Grísalappalísa gefur út nýja sjötommu fyrir jól sem nefnist Grísalappalísa syngur Stuðmenn. Hljómsveitin naut aðstoðar dj. flugvél og geimskip á plötunni sem fylgir á eftir eftirminnilegri sjötommu frá seinasta ári þar sem sveitin lék lög eftir Megas.

Fyrsta lagið til að heyrast af væntanlegri smáskífu er  lagið Strax í Dag eftir Stuðmenn sem var sungið af Steinku Bjarna á sínum tíma.

ljósmynd: Daníel Starrason

Straumur 27. október 2014

 

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Ariel Pink, LUH, Baauer, Sykur, Les Sins, Fybe One, Muted, Kiasmos og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 27. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) White Freckles – Ariel Pink
2) Unites – LUH
3) One Touch (ft. Alunageorge & Rae Sremmurd) – Baauer
4) Strange Loop – Sykur
5) Strax í Dag – Grísalappalísa
6) Plastic Raincoats In The Pig Parade – Ariel Pink
7) Nude Beach A G- Go – Ariel Pink
8) Dayzed Inn Daydreams – Ariel Pink
9) Sticky – Les Sins
10) Bellow – Les Sins
11) Interlude (Whodunnit?) – Objekt
12) Ratchet – Objekt
13) Step 2 the side- Fybe One
14) Held – Kiasmos
15) Swayed – Kiasmos
16) Special Place – Muted

Nýtt lag frá Sykur

Hljómsveitin Sykur sendir frá sér nýtt lag á heimasíðu sinni klukkan 12:00 í dag.  Lagið mun vera til niðurhals ókeypis fram yfir Airwaves og hægt verður að nálgast það á www.sykur.com. Lagið sem heitir Strange Loop er fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér síðan að platan Mesópótamía kom út fyrir þremur árum. Hljómsveitin vinnur nú að sinni þriðju plötu sem kemur út á næsta ári.

Tónleikar helgarinnar 24.- 26. október

 

Föstudagur 24. október

Fjóla Evans, sellóleikari og tónskáld, mun spila verk sem hún hefur samið fyrir selló og electróníska tóna í Mengi. Á tónleikunum sem hefjast klukkan 21.00 mun hún meðal annars frumflytja brot úr nýju stykki sem er byggt á rannsóknum hennar á íslenskum þjóðlögum og rímum. Þetta mun vera kvöld af umlykjandi og tilraunakendum hljómum. Það kostar 2000 kr inn.

Önnur Jack Live veisla vetrarins á vegum X-ins 977 fer fram á Húrra. Fram koma: Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink. Miðaverð er einungis 1500 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Laugardagur 25. október

Hljómsveitirnar Agent Fresco, Fufanu og Cease Tone koma fram á Húrra. Húsið opnar kl. 21:00 og hefja Cease Tone leikinn klukkan 22:00. Það kostar 1500 kr inn.

 

Sunnudagur 26. október

Hljómsveitin Deep Peak kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Malneirophrenia leikur í Mengi

Hljómsveitin Malneirophrenia blæs til hljómleika í Mengi fimmtudagskvöldið 23. október. Malneirophrenia er kammerpönktríó skipað píanói, sellói og rafbassa. Sveitin hefur leikið með hléum í áratug, haldið nokkra kvikmyndatónleika, og gaf út frumburð sinn M árið 2011. Tónlistin er frjálsleg blanda af nýrri og gamalli klassík, kvikmyndatónlist, rokki, óhljóðum og melódramatík. Sveitin spilar nú í fyrsta sinn á heilum tónleikum síðan snemma árs 2012 og vinnur að nýju efni, ásamt endurhljóðblöndunar-verkefni í samstarfi við ólíka raftónlistarmenn.

 

Tónleikarnir í Mengi verða tvískiptir. Fyrst frumflytur sveitin nýtt efni ásamt því að leika brot úr verkum eftir Franz Schubert og David Shire. Að því loknuverður leikið efni af plötunni M undir völdum atriðum úr kvikmyndinni Voyage to the Planet of Prehistoric Women frá 1967.

 

Hverjum seldum tónleikamiða fylgir rafrænt niðurhal af fyrsta hluta endurhljóðblöndunar verkefnisins, M-Theory #1, með verkum frá raftónlistarmönnunum Futuregrapher, Lord Pusswhip og Buss 4 Trikk. Tónleikarnir hefjast kl 21.00 og aðgangur er 2.000 krónur. Hlustið á endurhljóðblöndun Lord Pusswhip af Malneirophrenia hér fyrir neðan.

 

Airwaves 2014 – þáttur 3

Þriðji þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 á X-inu 977 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma hljómsveitirnar Oyama og Fufanu í heimsókn, birt verða viðtöl við Unknown Mortal Orchestra og Ezra Furman auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.

Airwaves þáttur 3 – 22. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra
2) Swing Lo Magellan (Dirty Projectors cover) – Unknown Mortal Orchestra
3) FFunny FFrends – Unknown Mortal Orchestra
4) Swim and Sleep (Like a Shark) – Unknown Mortal Orchestra
5) Sweet Ride – Oyama
6) Siblings – Oyama
7) Time – Jungle
8) My Zero – Ezra Furman
9) I Wanna Destroy Myself – Ezra Furman
10) Tell Em All To Go To Hell – Ezra Furman
11) Speak Out – Jaakko Eino Kalevi
12) Circus – Fufanu
13) Wire Skulls – Fufanu
14) Sonnentanz – Klangkarussell
15) Pass This On – The Knife
16) Giddy – Jessy Lanza
17) Chewin the Apple of Your Eye – Flaming Lips

Todd Terje og Skrillex á Sónar

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Sónar hátíð. Það eru norski geimdiskó-gúrúinn Todd Terje, EDM tryllirinn Skrillex og þýska tekknó-goðsögnin Paul Kalkbrenner, sem átti að spila á síðustu Sónar hátíð en forfallaðist. Næsta Sónar hátíð verður haldin Í Hörpu 12.-14. febrúar en hér má lesa umfjöllun Straums um síðustu hátíð.

Straumur 20. október 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Bonobo, Deerhoof, …And You Will Know Us By The Trail Of Dead, Parquet Courts, Chance The Rapper og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 20. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Flashlight – Bonobo
2) Wait – Tourist
3) Black Ballerina – Ariel Pink
4) Get Better – Chance The Rapper
5) Indecision – Shura
6) Uncast Shadow Of A Southern Myth – Parkay Quarts
7) The Ghost Within – …and you will know us by the trail of dead
8) Lost In The Grand Scheme – …and you will know us by the trail of dead
9) Doom – Deerhoof
10) Black Pitch – Deerhoof
11) This Is The Last Time – Stars
12) Turn it Up

Tónleikar helgarinnar 17.-19. október

Föstudagur 17. október

 

Reggístórsveitin Ojba Rasta slær upp tónleikum á Húrra og það er Lord Pusswhip sem sér um upphitun. Leikar hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Hljómsveitirnar Svartidauði, Sinmara og Misþyrming koma fram á dauðarokkstónleikum á Gauknum. Rokk byrjar að róla 22:00 og það kostar 1500 inn.

 

Hljómsveitin Blind Bargain leikur á Dillon. Hefst 22:00 og aðgangur ókeypis.

 

Laugardagur 18. október

 

Hljómsveitin Toneron spilar í Norræna húsinu klukkan 16:00. Toneron er tveggja manna hljómsveit sem býður uppá fjölbreytta raftónlist í bland við harðkjarna elektrónískt rokk með saxófónívafi. Aðangur er ókeypis.

 

Hilmar Jensson leikur ferskan spuna á rafmagnsgítar í Mengi. Hann býður upp á góð hljóð og óhljóð í mátulegum hlutföllum en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

 

Endless Dark, We Made God og Icarus halda magnaða tónleikaveislu á Gauknum. Miðaverð er 1.000 kr. og tónleikarnir byrja um 22:00.

 

Sunnudagur 19. október

 

Raftónlistarmaðurinn O|S|E| leikur drunu- og sveimtónlist á Húrra. Hann byrjar klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Airwaves 2014 – þáttur 2

Annar þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 á X-inu 977 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma hljómsveitirnar Good Moon Deer og Pink Street Boys í heimsókn auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.

Airwaves þáttur 2 – 15. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Girls’ Night Out – The Knife
2) Silver – Caribou
3) November SKies – Tomas Barfod 1:00 í gamla bíó á föstudag
4) The High – Kelela
5) Again – Good Moon Deer
6) Karma – Good Moon Deer
7) Alena – Yumi Zouma
8) Old Snow – Oyama
9) Body Language – Pink Street Boys
10) Evel Knievel – Pink Street Boys
11) Devil – Horse Thief
12) Kingfisher – PHOX
13) Lawman – Girlband
14) Passion – Nolo
15) Baby Missiles – The War On Drugs
16) Specters – kimono
17) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra

+