Tónleikar helgarinnar 13. – 15. nóvember

Fimmtudagur 13. nóvember

Oyama fagnar tilkomu fyrstu breiðskífu sinnar Coolboy með tónleikum á Húrra klukkan 21:00. Það kostar 2000 krónur inn. Platan verður á tilboði við innganginn ásamt glænýjum varning. Hljómsveitin hitar upp.

Í tilefni fyrstu heimsóknar Mark Kozelek/Sun Kil Moon og tónleika hans hér á landi í Fríkirkjunni þann 28.nóvember nk. munu nokkrir tónlistarmenn standa fyrir Mark Kozelek kvöldi á Dillon. Flutningur á efni Kozelek verður í höndum þeirra Daníels Hjálmtýssonar (eins tónleikahaldara Sun Kil Moon), Krumma Björgvinssonar, Bjarna M. Sigurðarssonar, Alison MacNeil, Myrru Rósar, Markúsar Bjarnasonar og fleiri tónlistarmanna sem deila allir sömu aðdáun og ánægju af verkum Mark Kozelek í gegnum tíðina. Kvöldið hefst klukkan 22.00 og má búast við einstaklega huggulegri stemmingju á efri hæð Dillon en frítt er inn á viðburðinn.

 

 

Föstudagur 14. nóvember

Pétur Ben og Snorri Helgason halda tónleika á Húrra. Snorri kemur fram einn og óstuddur, vopnaður gítar og í gallabuxum en Pétur verður með hljómsveit. Það kostar 1500 kr inn og tónleikarnir hefjast kukkan 22:00.

Norðanmennirnir í CHURCHHOUSE CREEPERS hefja innreið sína í Reykvískt tónlistarlíf með tónleikum á Dillon. Þeim til halds og traust verða hardcore sveitirnar KLIKK og GRIT TEETH. Frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

 

Laugardagur 15. nóvember

Lúðrasveit verkalýðsins heldur sína árlegu hausttónleika í Hörpuhorni á 2. hæð í Hörpu. Á efnisskránni eru verk úr ýmsum áttum sem eiga það sameiginlegt að vera í léttari kantinum. Tónleikagestir geta því búist við því að heyra verk eftir þekkta tónlistarmenn sem mun spanna allt frá Eric Clapton yfir í Black Sabbath. Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 16:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *